Dalabyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 136
**1. 2303005 - Stóri plokkdagurinn**
|Nefndin ræddi um að hvetja íbúa til þátttöku i að plokka fyrir Jörvagleðina í næstu viku. Gámur fyrir almennt sorp verður settur út fyrir girðingu á gámasvæði, frá og með föstudegi, 14. apríl.|
**2. 2209007 - Fráveita í Búðardal**
|Farið yfir stöðu mála varðandi grenndarkynningu og önnur atriði er varða skipulag svæðisins sem um ræðir.|
Í nýju ASK er hreinsistöð (I-6) staðsett á móts við Búðarbraut 8. Tilfærsla hreinsistöðvar um 70 m til norðurs, sbr. athugasemdir úr grenndarkynningu, kallar á breytingu ASK. Nefndin felur Kristjáni að vinna áfram að málinu.
|Kristján Ingi Arnarsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.|
**3. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022**
|Samþykkt að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi er varðar aðkomuleið að tæknirými íþróttahúss og lóð Miðbrautar 6. Umsjónarmanni framkvæmda og skipulagsfulltrúa er falið að vinna tillöguna áfram.|
**4. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi**
|Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins. Skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að fá fornleifafræðing til að skoða hleðslu og finna út stöðu á eldri breytingum á deiliskipulagi lóða við Bakkahvamm.|
**5. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar**
|Ekki er hægt að taka afstöðu til fyrirliggjandi umsóknar. Með hliðsjón af fyrirliggjandi áformum, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. apríl 2023 og umsögn N.Í. dags. 3. apríl 2023 telur skipulagsnefnd nauðsynlegt að Skipulagsstofnun skeri úr um hvort umrædd framkvæmd teljist tilkynningarskyld framkvæmd í flokki B áður en hægt er að taka umsókn til umfjöllunar af hálfu nefndarinnar. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir áliti Skipulagsstofnunar.|
**6. 2303012 - Ósk um umsögn-Lýsing á breytingu á aðalskipulagi**
|Dalabyggð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar.|
[Ósk um umsögn ASK Lýsing_Dala.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=_EhpNO6hiUOEAj61kvIAzw&meetingid=gcNuRXcciU2Hsd8vKMSSGQ1)
**8. 2210019 - Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar að Á**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar, sbr. 41. gr. skipulagslaga. Fallið er frá kynningu tillögu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem meginforsendur um skipulags liggja fyrir í aðalskipulagi og um er að ræða breytingu og endurskoðun á gildandi deiliskipulagi svæðisins.|
[d1350-Á_A1 _2000_I_20230330_opt.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=m__cr3_twUeevsf17a7qKg1&meetingid=gcNuRXcciU2Hsd8vKMSSGQ1)
[d1350-Á_A1 _2000_II_20230330_opt.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=K_gZod9YhEuLAY9A1wuR2w1&meetingid=gcNuRXcciU2Hsd8vKMSSGQ1)
**9. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir**
|Nefndin hafnar erindinu á grundvelli ónógra gagna og felur skipulagsfulltrúa að afla gagna.|
**10. 2304004 - Umsögn um Steinadalsveg (690)**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021 að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laganna.|
Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvald á svæðinu.
Nefndin vill benda á að fari vegstæði nær stórstraumsfjöru en 50m skuli leita álits Breiðafjarðarnefndar.
[Kynningarskýrsla Vegagerðarinnar á Steinadalsvegi (690) Gilsfirði.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=T8VpYoYQlUGN6y5kkkdHWQ&meetingid=gcNuRXcciU2Hsd8vKMSSGQ1)
**11. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg**
|Nefndin felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að kanna landamerki og kvaðir á svæðinu og vinna málið áfram með bréfriturum.|
[Bréf sveitarstjórn um Brekkuskóg.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=vYJa4L21gkK_eGBdgqWxGw&meetingid=gcNuRXcciU2Hsd8vKMSSGQ1)
[LAY-01-Frumdrög-tillaga-A1.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ufD0luBUyUec7_K8OmASKA&meetingid=gcNuRXcciU2Hsd8vKMSSGQ1)
**12. 2304003 - Umsókn um byggingarleyfi - Ljárskógaströnd 1**
|Nefndin felur Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að leita fullnægjandi gagna og afgreiða málið, með fyrirvara um að byggingaráform falli að gildandi skipulagi.|
**13. 2304005 - Umsókn um byggingarleyfi - Oddsstaðir Lind**
|Nefndin felur Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að leita fullnægjandi gagna og afgreiða málið, með fyrirvara um að byggingaráform falli að gildandi skipulagi.|
**14. 2304008 - Sælingsdalstunga - afmörkun jarðar og lóða**
|Nefndin samþykkir að gengið verði frá landamerkjum í samræmi við þinglýst gögn og í samráði við eigendur/leigjendur lóða.|
**7. 2210004 - Förgun dýrahræja**
|Skýrslan lögð fram.|
[Minnisblað dýraleifar Environice 230310.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=LpycKEArGkWpMA4bX5QTWg&meetingid=gcNuRXcciU2Hsd8vKMSSGQ1)