Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 233
**1. 2302013 - Ársreikningur Dalabyggðar 2022, síðari umræða**
|Til máls tóku: Björn Bjarki, Eyjólfur.|
Ársreikningur Dalabyggðar 2022 samþykktur samhljóða.
[Dalabyggð Samstæða 2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=n7v7Mn40UqwbZfdYNH1iw1&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
[Árseikningur 2022, minnisblað við seinni umræðu 13.apríl 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=uE9dvlt2Eykh_mivrhy_A1&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**2. 2205016 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar**
|Lögð fram tillaga að breytingu á fulltrúum í stjórn Fjárfestingafélagsins Hvamms ehf.:|
Garðar Freyr Vilhjálmsson verði aðalmaður í stjórn og Einar Jón Geirsson verði varamaður.
Samþykkt samhljóða.
**3. 2302010 - Rekstrarsamningar 2023**
|Rekstrarsamningur vegna Eiríksstaða í Haukadal borinn upp til afgreiðslu.|
Samþykkt samhljóða.
Rekstrarsamningur vegna Félagsheimilisins Árbliks borinn upp til afgreiðslu.
Til máls tók: Skúli Hreinn og sagðist ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu.
Samþykktur með 6 atkvæðum (EIB, IÞS, ÞJS, EJG, GFV, GK), 1 situr hjá (SHG).
[eiriksstadir_samningur_undirritadur_2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=zBG0jo4eREufESdDTukAng&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
[arblik_samningur_undirritadur_2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=FJqG81Xk90esp1WJeaMP6g&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**4. 2205025 - Frístundaakstur**
|Samþykkt samhljóða.|
[Samstarfssamningur frístundaakstur.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=XZplGHiSk0q1xWxHjWSDtA1&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**5. 2001030 - Eignarhald félagsheimila - Félagsheimilið á Staðarfelli**
**6. 2303020 - Reglur vegna gerð viðauka við fjárhagsáætlun.**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
Samþykkt samhljóða.
[Verklagsreglur Dalabyggðar um samþykkt viðauka og heimildir v.tilfærslu mars 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Sl4th7eyxU587KL6YnaVA1&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**7. 2303021 - Reglur vegna styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka**
|Samþykkt samhljóða.|
[Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts, mars 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=QoR2XjmciEuquTlT4tgMGw1&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**8. 1702012 - Starfsmannamál**
|Til máls tók: Eyjólfur|
Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn gerir tillögu um að auglýsa starf verkefnastjóra fjölskyldumála og verði um að ræða tilraunaverkefni til eins árs. Tekið verði tillit til kostnaðar vegna þess við gerð viðauka á fundi byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
**9. 2302012 - Matvælastefna landbúnaðarmál**
|Til máls tók: Eyjólfur|
Lögð fram tillaga:
Sveitarstjóra í samráði við oddvita verði falið að ganga frá umsögn um landbúnaðarstefnu í anda þeirrar sem send var inn fyrr í vetur í Samráðsgátt stjórnvalda.
Samþykkt samhljóða.
[Umsogn_landbunadarstefna_Dalabyggd_undirr.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=S2WzPM226EmF6YIWkayVA&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**10. 2304009 - Viðhald varnargirðinga/riðuveiki**
|Til máls tóku: Garðar, Eyjólfur.|
Tillaga að bókun lögð fram:
Sveitarstjórn Dalabyggðar vill koma á framfæri hlýjum kveðjum til bænda á Bergsstöðum í Miðfirði sem upplifðu þá sorglegu stöðu að vera gert að skera niður bústofn sinn vegna riðuveiki í síðustu viku. Sveitarstjórn Dalabyggðar vill vekja athygli á að fjármagn til viðhalds sauðfjárveikivarnargirðinga á landinu hefur verið undirfjármagnað um árabil og er það óásættanleg staða fyrir alla aðila máls. Tryggja verður nægt fjármagn til viðhalds varnargirðinga strax í vor. Sveitarstjórn Dalabyggð vill vegna þessarar stöðu beina því til matvælaráðherra og ríkisstjórnar að farið verði í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001. Endurskoðun á reglugerð þessari hefur staðið yfir í nokkur ár og virðist málið því miður lítið þokast áfram í Matvælaráðuneytinu. Mikill kostnaður fylgir niðurskurði vegna riðu fyrir hið opinbera sem og bændur sem einnig þurfa að ganga í gegnum mikið tilfinningalegt tjón. Eftir að ARR arfgerðin fannst í íslensku sauðfé er hægt að beita forvörnum með markvissum hætti til að útrýma riðu, í því ljósi þarf að tryggja fjármagn til arfgerðargreiningar sauðfjár.
Samþykkt samhljóða.
**11. 2304006 - Fyrirspurn vegna fasteignamats hlunninda**
|Til máls tók: Eyjólfur|
Lögð fram tillaga til afgreiðslu:
Í ljósi m.a. framkominnar fyrirspurnar Bæjarins Besta samþykkir sveitarstjórn Dalabyggðar að kalla eftir nýjasta ársreikningi frá öllum veiðifélögum í Dalabyggð samkvæmt skráningu Fiskistofu.
Umræddum gögnum verður svo komið til Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar sem tekur afstöðu til og eftir atvikum endurmetur fasteignamat vegna hlunninda þeirra eigna sem hlut eiga að máli.
Samþykkt samhljóða.
**12. 2304007 - Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi, Jörvagleðisball 2023**
|Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14.03.2019 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði í eigu Dalabyggðar, þar sem áfengi er haft um hönd, vera 18 ár. Sama á að gilda hvort sem eignarhald húsnæðis er að fullu á hendi Dalabyggðar eða sameiginlegt með öðrum aðilum.|
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna Jörvagleði 2023.
[Ums.b.tækif.l.áf.-Jörvagleði 2023, Dalabúð, 21-24.4.2023 _2023022558.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=iH3uFl1JBEyBtAAk34wRbQ&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**13. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar**
|Sveitarstjórn samþykkir framlagða skrá yfir vegi í náttúru Íslands í Dalabyggð.|
[Vidauki ASK_DALA_vegir_natt_islands_9112022B (ID 322035).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=jrm7kmpDnEKu_fEqh8x7ZA&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**14. 2303002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 307**
|Samþykkt samhljóða.|
**14.1. 2302013 - Ársreikningur Dalabyggðar 2022**
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til seinni umræðu í sveitarstjórn.
**14.2. 2210004 - Förgun dýrahræja**
Samþykkt að vísa minnisblaðinu og efni þess til umhverfis- og skipulagsnefndar.
**14.3. 2303016 - Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga**
Niðurstöður þess líkans sem kynnt er í drögunum sem eru í samráðsgáttinni virðast hafa töluverð áhrif á fjárhæð framlaga sem annars rynnu til Dalabyggðar í formi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar- og fasteignaskattsframlaga. Um er að ræða lækkun á framlögum um 7,7% eða 15 millj.kr. á ársgrundvelli. Ljóst er að tillögur þessar ef af verða munu hafa mikil áhrif á sveitarfélög víðast hvar, bæði til hækkunar eða lækkunar og er víða um verulega miklar breytingar að ræða.
Fyrirsjáanlegt er að tillögurnar munu verða fyrirferðarmiklar í umræða um sveitarstjórnarmál á næstunni.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman umsögn um drögin f.h. Dalabyggðar.
**14.4. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal**
Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
**14.5. 1702012 - Starfsmannamál**
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í anda þeirrar umræðu sem varð á fundinum.
**14.6. 2303021 - Reglur vegna styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka**
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar í apríl.
**14.7. 2303020 - Reglur vegna gerð viðauka við fjárhagsáætlun.**
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar í apríl.
**14.8. 2303019 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki I**
Eftirfarandi tillögur að breytingum eru hér gerðar frá upphaflegri áætlun sem samþykkt var í desember 2022;
Hækkaði framlag frá jöfnunarsjóði kr. 4,985 millj.kr. skv. gögnum frá Jöfnunarsjóði.
Hækkun á launakostnaði í Félagsþjónustu 330 þús.kr. félagsmál.
Hækkun til Auðarskóla 150 þús.kr. vegna húsbúnaðar.
Hækkun vegna viðhalds í félagsheimilinu Árblik 1,500 miilj.kr. - skolplögn
Breytingar vegna kaupa á bifreið vegna áhaldahúss, hækkaði kaupverð á bifreiðinni um 3,0 og sett inn söluverð á bifreið 5,0 millj.kr. heildarniðurstaða óbreytt frá fyrri áætlun en sett fram til aðgreiningar.
(Rétt er að vekja athygli á að skjalið sem unnið er inn í og reiknireglur þar reikna hækkun á afskriftum vegna kaupa á bifreiðinni en gerir að sama skapi lækkun á afskriftum vega sölu á bifreið á móti sem gerir mismun upp á kr. 79 þús.kr. í hækkun á afskriftum).
Áhrif á rekstrarniðurstöðu áætlunar vegna ofangreinds er aukning á handbæru fé um kr. 5.005.000,-
**14.9. 2303013 - Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum-könnun á stöðu vegna skýrslu til sameinuðu þjóðanna**
Sveitarstjóra falið að taka þátt í könnun f.h. Dalabyggðar í samstarfi við starfsfólk.
**14.10. 2302003 - Minnisblað - Ágangur búfjár**
Minnisblað framlagt.
**14.11. 2303022 - Sjálfboðaliðaverkefni 2023**
Í fjárhagsáætlun ársins 2023 eru áætlaðar kr. 400 þús.kr. í sjálfboðaliðaverkefni.
Byggðarráð samþykkir að viðhalda verkefninu og felur sveitarstjóra að auglýsa verkefnið á næstunni þannig að það nýtist á komandi sumri.
**14.12. 2303011 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2023**
Fundarboð framlagt, sveitarstjóri fer með atkvæðisrétt Dalabyggðar.
**14.13. 2303018 - Ársskýrsla DalaAuðs 2022**
Byggðarráð þakkar skýrsluna og lýsir ánægju með hvernig verkefnið fer af stað.
**15. 2303004F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 31**
|Til máls tók: Einar um fundargerðina í heild.|
Samþykkt samhljóða.
**15.1. 2209004 - Jörvagleði 2023**
Verið er að stilla upp dagskránni sem er að verða fullmótuð.
Á dagskrá eru m.a. komnar listasýningar, listasmiðja, erindi og fyrirlestrar, tónleikar, leiksýning og fleira.
**16. 2212005F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 36**
|Til máls tók: Garðar um dagskrárlið 1 og 2.|
Samþykkt samhljóða.
**16.1. 2303025 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2023**
Það er í gangi mikil uppbygging bæði á gistimöguleikum og afþreyingu og meira væntanlegt.
Nefndin tekur undir að skoða þurfi salernismál fyrir ferðamenn í héraðinu og vegamálin sem er sameiginlegt baráttuefni Dalamanna.
Nefndin þakkar Guðrúnu kærlega fyrir komuna og samtalið.
**16.2. 2208004 - Vegamál**
Nefndin hefur vinnu við forgangsröðun vegaframkvæmda.
Fram að næsta fundi verði tekin saman gögn, tölur og fleira sem gagnast til úrvinnslu við að setja fram forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð.
Hlutir sem horft verður til eru m.a. áætluð dagsumferð, slysatíðni, umferðaróhöpp, ófærðardagar, staða framkvæmda, búseta í sveitarfélaginu, leiðir skólabíla, hverskonar fyrirtækjarekstur, framkvæmdir síðustu ára í sveitarfélaginu, samgönguáætlun stjórnvalda, samgöngu- og innviðaáætlun SSV o.s.frv.
Unnið verði skjal sem verður birt opinberlega fyrir samráð við íbúa Dalabyggðar og í framhaldið metið hvort kalla þurfi saman vinnufund íbúa áður en endanleg forgangsröðun er send stjórnvöldum.
**16.3. 2210026 - Uppbygging innviða**
Erindisbréf vinnuhóps lagt fram til kynningar.
Breyting hefur orðið frá síðasta fundi nefndarinnar að styrkur SSV sem fékkst úr C1 verði greiddur áfram til Dalabyggðar. Í ljósi þess að við hlutverk hópsins bætist gerð tillögu um nýtingu fjármunanna kemur formaður atvinnumálanefndar inn í vinnuhópinn.
**16.4. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023**
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 2.
**17. 2303001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 136**
|Til máls tók: Guðlaug um dagskrárlið 1, Björn Bjarki um dagskrárlið 8.|
Lögð fram tillaga vegna afgreiðslu sveitarstjórnar á dagskrárlið 8:
Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar að Á - 2210019
8. liður úr fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar frá 11. apríl 2023.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Áarlands á Skarðsströnd. Um er ræða deiliskipulag frístundabyggðar, tjaldsvæðis og aðstöðu tengdri ferðaþjónustu og stangveiði á jörðinni. Deiliskipulag frá 1992 mun falla úr gildi við gildistöku þessa deiliskipulags.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Fallið er frá kynningu tillögu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem meginforsendur um skipulags liggja fyrir í aðalskipulagi og um er að ræða breytingu og endurskoðun á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
Fundargerð lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
**17.1. 2303005 - Stóri plokkdagurinn**
Nefndin ræddi um að hvetja íbúa til þátttöku i að plokka fyrir Jörvagleðina í næstu viku. Gámur fyrir almennt sorp verður settur út fyrir girðingu á gámasvæði, frá og með föstudegi, 14. apríl.
**17.2. 2209007 - Fráveita í Búðardal**
Farið yfir stöðu mála varðandi grenndarkynningu og önnur atriði er varða skipulag svæðisins sem um ræðir.
Í nýju ASK er hreinsistöð (I-6) staðsett á móts við Búðarbraut 8. Tilfærsla hreinsistöðvar um 70 m til norðurs, sbr. athugasemdir úr grenndarkynningu, kallar á breytingu ASK. Nefndin felur Kristjáni að vinna áfram að málinu.
**17.3. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022**
Samþykkt að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi er varðar aðkomuleið að tæknirými íþróttahúss og lóð Miðbrautar 6. Umsjónarmanni framkvæmda og skipulagsfulltrúa er falið að vinna tillöguna áfram.
**17.4. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi**
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins. Skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að fá fornleifafræðing til að skoða hleðslu og finna út stöðu á eldri breytingum á deiliskipulagi lóða við Bakkahvamm.
**17.5. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar**
Ekki er hægt að taka afstöðu til fyrirliggjandi umsóknar. Með hliðsjón af fyrirliggjandi áformum, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. apríl 2023 og umsögn N.Í. dags. 3. apríl 2023 telur skipulagsnefnd nauðsynlegt að Skipulagsstofnun skeri úr um hvort umrædd framkvæmd teljist tilkynningarskyld framkvæmd í flokki B áður en hægt er að taka umsókn til umfjöllunar af hálfu nefndarinnar. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir áliti Skipulagsstofnunar.
**17.6. 2303012 - Ósk um umsögn-Lýsing á breytingu á aðalskipulagi**
Dalabyggð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar.
**17.7. 2210004 - Förgun dýrahræja**
Skýrslan lögð fram.
**17.8. 2210019 - Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar að Á**
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar, sbr. 41. gr. skipulagslaga. Fallið er frá kynningu tillögu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem meginforsendur um skipulags liggja fyrir í aðalskipulagi og um er að ræða breytingu og endurskoðun á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
**17.9. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir**
Nefndin hafnar erindinu á grundvelli ónógra gagna og felur skipulagsfulltrúa að afla gagna.
**17.10. 2304004 - Umsögn um Steinadalsveg (690)**
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021 að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laganna.
Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvald á svæðinu.
Nefndin vill benda á að fari vegstæði nær stórstraumsfjöru en 50m skuli leita álits Breiðafjarðarnefndar.
**17.11. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg**
Nefndin felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að kanna landamerki og kvaðir á svæðinu og vinna málið áfram með bréfriturum.
**17.12. 2304003 - Umsókn um byggingarleyfi - Ljárskógaströnd 1**
Nefndin felur Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að leita fullnægjandi gagna og afgreiða málið, með fyrirvara um að byggingaráform falli að gildandi skipulagi.
**17.13. 2304005 - Umsókn um byggingarleyfi - Oddsstaðir Lind**
Nefndin felur Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að leita fullnægjandi gagna og afgreiða málið, með fyrirvara um að byggingaráform falli að gildandi skipulagi.
**17.14. 2304008 - Sælingsdalstunga - afmörkun jarðar og lóða**
Nefndin samþykkir að gengið verði frá landamerkjum í samræmi við þinglýst gögn og í samráði við eigendur/leigjendur lóða.
**18. 2302001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 119**
|Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 1, 4 og 5.|
Samþykkt samhljóða.
**18.1. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða**
Farið yfir stöðuna varðandi möguleika til framhaldsnáms fyrir ungmenni í Dalabyggð. Í kjölfar fundar formanns fræðslunefndar og sveitarstjóra með skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar þá samþykkir fræðslunefnd að horfa til þess að einblína á þann kost að taka upp samstarf við Menntaskóla Borgarfjarðar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að koma á framfæri þökkum til skólameistara Fjölbrautaskólans á Snæfellsnesi fyrir góð samtöl og samskipti í aðdraganda þessarar ákvörðunar.
Rætt var um þá möguleika sem til staðar eru varðandi akstur framhaldsskólanema á milli Búðardals og Borgarness og fór Páll yfir það hvernig staðið hefur verið að málum hvað varðar akstur annarra sveitarfélaga fyrir íbúa þeirra í framhaldsnám.
Fræðslunefnd samþykkir að óska eftir stuðningi og samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um að útbúa umsókn í byggðaáætlun vegna þessa verkefnis.
**18.2. 2301030 - Skólastefna 2023 -**
Ingibjörg formaður fræðslunefndar kynnti stöðu mála.
**18.3. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023**
Herdís skólastjóri fór yfir stöðuna hvað starfsmannamál varðar, styttingu vinnuviku og framkvæmd þess verkefnis sem og horfur varðandi nemendafjölda næsta vetur.
Útlit er fyrir í leikskóladeildinni verði 20 börn f.o.m. hausti 2023 og í grunnskólanum verði 74 börn f.o.m. hausti 2023.
Skólastjóri fór yfir stöðuna á gerð skólanámsskrár og starfsáætlunar fyrir grunnskóladeild Auðarskóla. Ný starfsáætlun verður gefin út í upphafi næsta skólaárs en uppfærð skólanámsskrá Auðarskóla verði kynnt á vordögum.
Skólastjóri fór yfir að komnar eru niðurstöður úr Skólapúlskönnunum sem lagðar voru fyrir nemendur, foreldra og starfsmenn og verða þær kynntar fyrir haghöfum á næstunni.
**18.4. 2208010 - Tómstundir - vor/sumar 2023**
Rúna og Jón Egill kynntu drög að fyrirkomulag sumarstarfs og leikjanámskeiðs. Undri hefur auglýst eftir starfsmanni vegna leikjanámskeiðs sem áætlað er að verði haldið í fjórar vikur í sumar fyrir 1.-6. bekk. Íþróttaæfingar verða á námskeiðistímanum tvo daga í viku. Virkir dagar 5. - 30. júní kl. 09-15.
Umræður um skipulag leikjanámskeiðis.
**18.5. 1509018 - Félagsmiðstöð ungmenna**
Könnun um nafn á félagsmiðstöðina fer í loftið á næstu dögum og er stefnt að því að niðurstaða liggi fyrir 28. apríl n.k.
Ekki hefur verið auglýst starf í félagsmiðstöð en það sú auglýsing fer í loftið ásamt auglýsingu um laus störf í Auðarskóla á næstu vikum.
Einnig var sagt frá afar vel heppnuðu Samvest balli sem haldið var í Dalabúð 16. mars s.l. Öll framkvæmd var til sóma og vill fræðslunefnd hrósa þeim sem að framkvæmd þessa atburðar komu.
Tómstundafulltrúi fór yfir mætingu í félagsmiðstöð og á aðra viðburði hjá þeim bekkjum sem mega mæta á þá viðburði sem í boði eru á vegum félagsmiðstöðvarinnar, sjá fylgiskjal frá tómstundafulltrúa.
**18.6. 2211009 - Ungmennaráð 2022-2023**
Jón Egill tómstundafulltrúi og Ingibjörg formaður fræðslunefndar fara yfir staðfesta fundargerð fundar 8. mars og drög að fundargerð frá 3. apríl. Næstu fundur nefndarinnar verður 31. maí. Ákveðið hefur verið að ungmennaráð mun fundi með sveitastjórn fimmtudaginn 8 júní.
**18.7. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal**
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála. Vinna við undirbúning og hönnun íþróttamannvirkja gengur vel og er stefnt að því að á næstu vikum ljúki þeirri vinnu og skilað verði inn gögnum til byggingafulltrúa og umsókn um byggingarleyfi. Aftur á móti er staðan á fjármálamörkuðum þannig að hægja þarf á upphafi framkvæmdarinnar sjálfrar, segja má að 11. og 12. hækkun stýrivaxta í á skömmum tíma hafi leitt til þessa. Þreyfingar og samtöl um fjármögnun halda engu að síður áfram og er nú unnið að gerð 10 ára rekstrar- og fjárfestingaráætlunar fyrir samstæðu Dalabyggðar til að undirbyggja aðgerðir í rekstri og framtíðar fjárfestingum enn styrkari stoðum en gert er í fyrirliggjandi áætlunum.
**19. 2211009 - Ungmennaráð 2022-2023**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
Samþykkt samhljóða.
[4. fundur Ungmennaráðs Dalabyggðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ClFPxChpokeY6k8_XT5zig1&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**20. 2301005 - Fundargerðir Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. 2023**
|Lagt fram til kynningar.|
[Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2023-03-07.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=pbsSjF0eaUm4M22IQi2EuQ&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**21. 2301009 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2023**
|Lagt fram til kynningar.|
[180. fundur haldinn 15. mars 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=qZGAjevf8ECfpKFlhxQ3sQ&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**22. 2301009 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2023 - fundargerð aðalfundar.**
|Lagt fram til kynningar.|
[20210324_Fundargerð aðalfundar HEV.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=BCP9hPMGfUi5PLzhm14RxQ&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**23. 2303001 - Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 2023**
|Lagt fram til kynningar.|
**24. 2303015 - Hvatning vegna tillaga um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa**
|Lagt fram til kynningar.|
[Bréf - Hvatning vegna tillagna um bættar starfsaðstæður.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=7MJrgLPLrkGhQNS1oAwWQg&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)
**25. 2301020 - Skýrsla sveitarstjóra 2023**
|Til máls tók: Björn Bjarki. |
Lagt fram til kynningar.
[Skýrsla sveitarstjóra á fundi 233.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=8C3KqS1x5ku3XQJa7ppDwg1&meetingid=_sE2jhL_LUuNlA3OLwKYKA1)