Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 46. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Framlögð vinnuskjöl varðandi mögulegar verklagsreglur um smölun ágangsfjár.
=== 2.Vatnsveitur í Borgarbyggð ===
2203242
Framlögð gögn varðandi vatnsveitur.
Miðað þau gögn sem starfsmenn hafa aflað og þá vinnu sem fram hefur farið, má áætla að tveir raunhæfir kostir séu í stöðunni:þ.e. að halda fyrirkomulagi vatnsveitumála í dreifbýli óbreyttu, eða að sveitarfélagið stofni formlega vatnsveitu sem haldi utanum öll veitumál á forræði sveitarfélagsins. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að fá ráðgjöf sérfræðinga við útfærslu á valkostagreiningu og mögulegu rekstrarformi vatnsveitna í dreifbýli. Horft verði til fordæma hjá sveitarfélögum sem eru með veiturekstur og reynslu þeirra. Nefndin vísar erindinu til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
=== 3.Vatnsveita Álftaneshrepps ===
1511098
Rætt um málefni vatnsveitu Álftaneshrepps og áskoranir í sumarhúsahverfum sem tengjast veitunni.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd vekur athygli á að einkaveitur innan einstakra jarða eru ekki á ábyrgð Vatnsveitu Álftaneshrepps, jafnvel þótt húseigendur greiði vatnsgjöld skv. gjaldskrá. Eigendur bera sjálfir ábyrgð á lögnum heim að einstaka húsum.
=== 4.Refa og minkaeyðing 2023 ===
2301065
Framlögð gögn frá Umhverfisstofnun um endurgreiðslur vegna refaveiða.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða tillögu að töxtum og kvóta vegna refa-og minkaveiða og felur deildarstjóra að upplýsa veiðimenn um fyrirkomulagið.
Nefndin telur mikilvægt að vinna málið áfram með það að markmiði að ná betri árangri á næstu árum til verndar á villtum fuglum og spendýrum.
Veiðimenn verði kallaðir til fundar við nefndina með haustinu og farið yfir stöðu mála og árangur.
Nefndin telur mikilvægt að vinna málið áfram með það að markmiði að ná betri árangri á næstu árum til verndar á villtum fuglum og spendýrum.
Veiðimenn verði kallaðir til fundar við nefndina með haustinu og farið yfir stöðu mála og árangur.
=== 5.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Farið yfir tímalínu innleiðingar fjórðu tunnunnar og kynningarmál.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra að vinna minnisblað varðandi mögulegar leiðir í kynningu á nýju fyrirkomulagi í úrgangsmálum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og ákvörðunar.
=== 6.Hreinsunarátak 2023 ===
2304031
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Áskorun vegna sauðfjárveikivarnagirðinga ===
2304076
Nýverið greindist riðusmit á sauðfjárbúi í Miðfjarðarhólfi í Húnavatnssýslu sem er liggur á móti afréttum Borgarbyggðar á stóru svæði.
Ítrekað hefur verið bent á að fjármagn til viðhalds sauðfjárveikivarnagirðinga hefur verið af skornum skammti á landinu öllu á undanförnum árum.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar tekur undir bókun sveitarstjórnar frá fundi sveitarstjórnar nr. 238 dags. 13. apríl 2023 og skorar á Matvælastofnun og Matvælaráðuneyti að auka verulega fjármagn í viðhald á sauðfjárveikivarnagirðingum milli Mýra-og Borgarfjarðarsýslna og Húnavatnssýslna, sérstaklega í ljósi frétta af riðusmiti í Miðfjarðarhólfi.
Nefndin bendir á að hagsmunir heillrar atvinnugreinar er í húfi og getur haft áhrif á matvælaöryggi í landinu ef ekki er brugðist hratt við.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar tekur undir bókun sveitarstjórnar frá fundi sveitarstjórnar nr. 238 dags. 13. apríl 2023 og skorar á Matvælastofnun og Matvælaráðuneyti að auka verulega fjármagn í viðhald á sauðfjárveikivarnagirðingum milli Mýra-og Borgarfjarðarsýslna og Húnavatnssýslna, sérstaklega í ljósi frétta af riðusmiti í Miðfjarðarhólfi.
Nefndin bendir á að hagsmunir heillrar atvinnugreinar er í húfi og getur haft áhrif á matvælaöryggi í landinu ef ekki er brugðist hratt við.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Beðið er eftir frekari gögnum frá ráðuneytum og öðrum opinberum aðilum.