Borgarbyggð
Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 78. fundur
= Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum =
Dagskrá
=== 1.Gönguleiðir í Borgarbyggð ===
2108060
Framlagt erindi frá Markaðsstofu Vesturlands þar sem óskað er leyfis landeigenda/stjórnsýslu varðandi kortlagningu gönguleiðar og til birtingar fyrir almenning á opinni vefsíðu.
Umsjónarnefnd Einkunna veitir samþykki fyrir sitt leyti fyrir því að kortlagning gönguleiða í landi fólkvangsins verði nýtt til upplýsingagjafar og í kynningarstarfi á opinberum vettvangi.
=== 2.Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022 ===
2209193
Framlögð niðurstaða umsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsókn Borgarbyggðar vegna verkefna í fólkvanginum Einkunnum hlaut ekki styrk að þessu sinni.
Framlagt.
=== 3.Auglýsing Afþreying Einkunnum ===
2303274
Umsóknarfrestur rann út 15. apríl. Ein umsókn barst.
Umsjónarnefnd Einkunna leggur til að hafin verði vinna við gerð afnotasamnings við umsækjanda og felur deildarstjóra umhverfis- og framkvæmdamála að vinna málið áfram og leggja fyrir byggðarráð til afgreiðslu.
=== 4.Einkunnir- verkefni 2022 ===
2206203
Farið yfir þau verkefni sem unnin voru á síðastliðnu ári og rætt um forgangsröðun verkefna í fólkvanginum á árinu 2023.
Umsjónarnefnd Einkunna tók saman lista yfir forgangsverkefni í fólkvangingum og mun vinna þann lista áfram.
=== 5.Samningur um umsjón með Einkunnum 2017 ===
1705171
Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Borgarfjarðar K. Helgi Guðmundsson kemur til fundarins og kynna þau verkefni sem Skógræktarfélagið telur nauðsynlegt að ráðast í.
Umsjónarnefnd Einkunna þakkar kynningu Helga á málefni fólkvangsins. Nefndin mun kalla eftir nákvæmari útfærslum á forgangsröðun verkefna, og útfærslu á samkomulagi milli aðila eftir að aðalfund skógræktarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 18:00.