Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1641
**1641. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 18. apríl 2023 og hófst hann kl. 15:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birgitta H. Ramsay Káradóttir, varamaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskaði varaformaður eftir heimild til að taka inn 2 mál á dagskrá með afbrigðum sem 3. mál:
2303089 - Sérskóli - Beiðni um skólavist og sem 5. mál:
2304042 - Sorpflokkun við heimili - borgað þegar hent er, innleiðing.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
**1.Rafrænar undirritanir - Fundargerðir - 2301121**
Skjalastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum Grindavíkurbæjar er varða fundarsköp.
Skjalastjóra er falið að vinna málið áfram.
**2. Betri vinnutími í leikskóla - 2304001**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram til kynningar yfirlit um mögulegar leiðir til að létta álagi starfsfólks í leikskóla vegna styttingar vinnuviku.
Sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs og leikskólastjóra falið að leggja fram tímasetta áætlun fyrir bæjarráð.
**3. Sérskóli - Beiðni um skólavist - 2303089**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram beiðni um viðauka við áætlun ársins 2023 að fjárhæð 11.900.000 kr. á rekstrareininguna 04221, lykil 9392. Lagt er til að fjármögnun verði með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
**4. Skiltaborgir við Kvikuna - 2303087**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessu dagskrárlið. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, dags. 30. mars sl. varðandi skiltaborgir við Kvikuna.
Bæjarráð samþykkir að skiltaborgirnar verði fjarlægðar.
**5. Sorpflokkun við heimili - Borgað þegar hent er, innleiðing - 2304042**
Lögð fram viljayfirlýsing um þátttöku í verkefninu "Borgað þegar hent er - innleiðing við heimili".
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingun og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirrita hana.
**6. Ársuppgjör 2022 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2303014**
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2022 er lagður fram. Einnig var lögð fram skýrsla KPMG um stjórnsýsluúttekt 2022.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi 18. gr. og 61. gr. laga nr. 138/2011.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40.
Bæjarráð / 18. apríl 2023
[Fundur 1641](/v/26371)
Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023
[Fundur 118](/v/26358)
Fræðslunefnd / 2. mars 2023
[Fundur 129](/v/26356)
Bæjarráð / 4. apríl 2023
[Fundur 1640](/v/26355)
Bæjarstjórn / 29. mars 2023
[Fundur 539](/v/26340)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1639](/v/26326)
Skipulagsnefnd / 22. mars 2023
[Fundur 117](/v/26325)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1638](/v/26324)
Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023
[Fundur 124](/v/26303)
Bæjarráð / 8. mars 2023
[Fundur 1637](/v/26300)
Bæjarstjórn / 1. mars 2023
[Fundur 538](/v/26284)
Fræðslunefnd / 27. febrúar 2023
[Fundur 128](/v/26282)
Bæjarráð / 23. febrúar 2023
[Fundur 1636](/v/26277)
Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023
[Fundur 115](/v/26273)
Bæjarráð / 15. febrúar 2023
[Fundur 1635](/v/26264)
Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023
[Fundur 114](/v/26255)
Bæjarráð / 8. febrúar 2023
[Fundur 1634](/v/26251)
Frístunda- og menningarnefnd / 2. febrúar 2023
[Fundur 123](/v/26242)
Bæjarstjórn / 1. febrúar 2023
[Fundur 537](/v/26240)
Skipulagsnefnd / 31. janúar 2023
[Fundur 113](/v/26234)
Bæjarráð / 18. janúar 2023
[Fundur 1633](/v/26217)
Frístunda- og menningarnefnd / 12. janúar 2023
[Fundur 122](/v/26211)
Fræðslunefnd / 11. janúar 2023
[Fundur 126](/v/26210)
Bæjarráð / 11. janúar 2023
[Fundur 1632](/v/26209)
Bæjarstjórn / 11. janúar 2023
[Fundur 536](/v/26208)
Skipulagsnefnd / 10. janúar 2023
[Fundur 112](/v/26204)
Bæjarstjórn / 28. desember 2022
[Fundur 535](/v/26184)