Skorradalshreppur

Hreppsnefnd - 168. fundur

11.06.2022 - Slóð - Skjáskot

    === Hreppsnefnd Skorradalshrepps ===

=== Fundur nr. 168 === ==== laugardaginn 11. júní 2022 kl.09:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á ==== Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir. Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður. ==== 1. fundur nýkjörinnar hreppsnefndar. Pétur Davíðsson starfsaldursoddviti boðaði til fundarins. ==== Fundurinn átti að fara fram þann 8. júní s.l., var frestað vegna veikinda. Þetta gerðist: Almenn mál 1. Sveitarstjórnakosningar 14. maí 2022 – Mál nr. 2206002 Lagðar fram fundargerðir kjörstjórnar og eins kosningaskýrsla um niðurstöðu kosninga. Lagðar fram. 2. Kjör oddvita – Mál nr. 2206003 Kosning oddvita til eins árs. Kosning fór þannig: Jón Eiríkur Einarssonar, 3 atkvæði Óli Rúnar Ástþórsson, 1 atkvæði Pétur Davíðsson, 1 atkvæði Jón er réttkjörinn oddviti til eins árs. Jón þakkaði fyrir kjörið og óskaði eftir góðu samstarfi við nefndarmenn. Tók Jón síðan við fundarstjórn. 3. Kjör varaoddvita – Mál nr. 2206004 Kosning varaoddvita til eins árs. Guðný Elíasdóttir fékk 4 atkvæði. Pétur Davíðsson fékk 1 atkvæði. Guðný Elíasdóttir kjörinn varaoddviti til eins árs. 4. Kosning í nefndir og fleira samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Skorradalshrepps. – Mál nr. 2206005 Kosning í undirnefndir og aðrar nefndir. Til fjögurra ára: Kjörstjórn við kosningar til sveitarstjórna, alþingis, forsetis og aðrar kosningar. Aðalmenn: Davíð Pétursson Fjóla Benediksdóttir Jökull Helgason Varamenn: Ástríður Guðmundsdóttir Sigrún Guttormsdóttir Þormar Gunnar Albert Rögnvaldsson Skipulags- og bygginganefnd. Aðalmenn: Pétur Davíðsson Ingólfur Margeirsson Ástríður Guðmundsdóttir Varamenn: Sigrún Guttormsdóttir Þormar Jökull Helgason Óli Rúnar Ástþórsson Fulltrúi í fræðslunefnd Borgarbyggðar Kristín Jónsdóttir Ástríður Guðmundsdóttr, varamaður Fulltrúar í Almannavarnarnefnd Vesturlands Jón Eiríkur Einarsson Guðný Elíasdóttir, varamaður Umhverfisnefnd Skipulags- og bygginganefnd sér um störf umhverfisnefndar. Fulltrúi í velferðarnefnd Borgarbyggðar Jón Eiríkur Einarson Guðný Elíasdóttir, varamaður Hússtjórn Brúnar Pétur Davíðsson Fjóla Benediktsdóttir, varamaður Fulltrúi í fulltrúaráð Fjölbrautarskóla Vesturlands. Ástríður Guðmundsdóttir Fjóla Benediktsdóttir, varamaður Fulltrúi á landsfund Sambands íslenskra sveitarfélaga Pétur Davíðsson Jón Eiríkur Einarsson varamaður Sameiginlegur fulltrúi Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar í stjórn Snorrastofu ses. Tilnefning: Brynja Þorbjörnsdóttir, Hvalfjarðarsveit aðalmaður, Tilnefning: Davíð Pétursson, Skorradalshreppi, varamaður Sameiginlegur fulltrúi með Eyja- og Miklaholtshreppi í stjórn Brákarhlíðar, dvalarheimilis aldraðra. Guðsteinn Einarsson, Borgarnesi, aðalmaður Davíð Pétursson, Skorradalshreppi, varamaður fulltrúi frá Eyja og Miklaholtshreppi, varamaður Yfirnefnd fjallskilamála Pétur Davíðsson, Guðný Elíasdóttir, varamaður 5. Samþykktir sveitarfélagsins. – Mál nr. 2206006 Endurskoðun samþykkta Skorradalshrepps. Samþykkt að fela oddvita að undirbúa tilögu að nýjum samþykktum. Þær yrðu lagðar til fyrri umræðu á næsta hreppsnefndarfundi. 6. Kjör oddvita, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna – Mál nr. 2206007 Lagt fram Farið yfir málið, oddvita falið að undirbúa það fyrir næsta fund. 7. Erindi frá Borgarbyggð – Mál nr. 1811003 Farið yfir stöðu samninga við Borgarbyggð. PD fór yfir stöðu samninganna. Ráðgjafi Skorradalshrepps ætlar að funda næstu daga með sveitarstjórn. 8. Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs. – Mál nr. 2206017 Í upphafi kjörtímabilsins skal kjósa endurskoðanda til eins árs. Oddvita falið að leita tilboða í endurskoðun sveitarfélagsins. 9. Aðalskipulag Skorradalshrepps – Mál nr. 2206011 Við upphaf kjörtímabils skal sveitarstjórn taka upp umræðu um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Rætt um aðalskipulagið. Umræða um endurskoðun frestað. 10. Samtaka um hringrásarhagkerfi – Mál nr. 2205016 Samband íslenskra sveitafélaga bauð fulltrúum sveitarfélaga til kynningar- og vinnufundar í átakinu Samtaka um hringrásarhagkerfi

  1. maí s.l. Fráfarandi sveitarstjórn lagði til að PD sæti fundinn. PD sagði frá fundinum og fór yfir hvaða breytingar eru á döfinni. 11. Lántaka – Mál nr. 2106005 Lánamál. Samþykkt að fela PD að vinna málið áfram. Samþykkt að óska eftir láni fyrir Skorradalshrepp upp á 25-30 milljónir til 10-15 ára. Oddvita gefin heimild að samþykkja lántöku og undirrita lána skjöl fyrir hönd Skorradalshrepp. 12. Sorpmál – Mál nr. 1704012 Sorpsamningur við ÍGF – framlenging um 1 ár. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja verksamning við Íslenska Gámafélagið. 13. Fundarboð á aukaaðalfund SSV – Mál nr. 2206001 Boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, þann 22. júní n.k. Fulltrúi Skorradalshrepps á fundinn er kjörin Guðný Elíasdóttir. Til vara Pétur Davíðsson 14. Vegna refa og minkaveiða. – Mál nr. 2205004 Bréf frá Birgi Hauksson. Erindu var vísað til nýrrar sveitarstjórnar. Samþykkt að fela varaoddvita að skoða málið og undirbúa fyrir næsta fund. 15. Aukaaðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands – Mál nr. 2206008 Boð á aukaaðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, þann 22. júní n.k. Fulltrúi Skorradalshrepps á fundinn er kjörin Guðný Elíasdóttir. Til vara Pétur Davíðsson 16. Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. (2022) – Mál nr. 2206013 Boð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar þann 16. júní n.k. Fulltrúi Skorradalshrepps á fundinn er kjörinn Tryggvi Valur Sæmundsson. Til vara Jökull Helgason 17. Endurskoðun kosningalaga – áform um lagasetningu – Mál nr. 2206009 Erindi frá Landskjörstjórn þar sem óskað eftir ábendingum inn á samráðsgátt um breytingar á kosningalögum. PD falið að senda þær ábendingar sem kjörstjórn hnaut um við síðustu sveitarstjórnarkosningar. 18. Erindi frá Reykjavíkurborg. – Mál nr. 2206016 Lagt fram erindi frá Þorsteini Gunnarssyni borgarritara um almenna eigandastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum. Tengist þetta sameiginlegri eign í Faxaflóahöfnum sf. Erindið kynnt. 19. Tilkynning um aðalfund Faxaflóahafna sf. – Mál nr. 2206014 Boð um aðalfund Faxaflóahafna sf. þann 24. júní n.k. Samþykkt að Jón Eiríkur Einarsson fari á fundinn. Til vara Óli Rúnar Ástþórsson. Samkvæmt 5. gr. samþykkta Faxaflóahafna tilnefna Borgarbyggð og Skorradalshreppur sameiginlega einn stjórnarmann. Hreppsnefnd samþykkir að tilnefna Jón Eiríkur Einarsson í stjórn Faxaflóahafna. Oddvita falið að vinna málið í samstarfi við Borgarbyggð og ná niðurstöðu um tilnefningu. 20. Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda – Mál nr. 2206015 Lögð fram ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði frá
  2. maí s.l. Málið kynnt. 21. Erindi frá Knattspyrnudeild Skallagríms – Mál nr. 2206010 Lagt fram erindi frá Páli Brynjarssyni Samþykkt að styrkja blað Skallagríms Skallann um kr. 20.000,- Framkvæmdarleyfi 22. Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2206012 Skipulagsfulltrúi óskaði eftir því við lögreglu að stöðva framkvæmdir þann 4. júní sl. sbr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd í hlíðum Dragafells í landi Stóru Drageyrar. Verið var að ryðja veg í hlíðum fjallsins. Samkvæmt Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 er afmarkað skógræktarsvæði í landi Stóru Drageyrar. Umræddur vegur er utan skógræktarsvæðis. Umráðandi lands stóð að framkvæmdinni og hefur ekki óskað eftir framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélaginu. Umrædd vegaframkvæmd hefur áhrif á umhverfið, breytir ásýnd þess og er ekki í samræmi við Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-
  3. Óheimilt var að hefja framkvæmdina enda lá ekki fyrir samþykki leyfisveitanda um útgáfu framkvæmdaleyfis. Umráðandi lands leitaði ekki eftir leiðsögn embættisins um fyrirhugaða framkvæmd. Embætti hafði því enga vitneskju um fyrirhugaða framkvæmd. Skipulagsfulltrúi leitar sbr. því sem ofan greinir staðfestingar hreppsnefndar á stöðvun framkvæmdar sbr.
  4. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. í hlíðum Dragafells í landi Stóru Drageyrar. Hreppsnefnd staðfestir stöðvun framkvæmdar þann 4. júní sl. sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd í hlíðum Dragafells í landi Stóru Drageyrar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og í samstarfi við skipulagsnefnd. KJ vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. Gestir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri – ÞE tengdist í gegnum fjarfundarbúnað Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi – 23. Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2206012 Skipulagsfulltrúi óskaði eftir því við, skógræktarstjóra, þann 9. júní sl. að stöðva fyrirhugaða gróðursetningu skógarplantna sbr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd í landi Stóru Drageyrar. Búið var að plægja land vestan Dragár og undirbúa land fyrir gróðursetningu. Það land sem var plægt er á skilgreindu hverfisverndarsvæði sbr. Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022. Verið var að flytja skógarplöntur á staðinn. Mátti ætla að fara ætti í gróðursetningu á skógarplöntum á því svæði og þar sem framkvæmdir við vegagerð voru stöðvaðar sbr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 4. júní 2022. Umráðandi lands stóð að framkvæmdinni og hefur ekki óskað eftir framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélaginu. Umrædd gróðursetning mun hafa áhrif á umhverfið, breytir ásýnd þess og er ekki í samræmi við Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022. Óheimilt var að hefja framkvæmdina enda lá ekki fyrir samþykki leyfisveitanda um útgáfu framkvæmdaleyfis. Umráðandi lands leitaði ekki eftir leiðsögn embættisins um fyrirhugaða framkvæmd. Embætti hafði því enga vitneskju um fyrirhugaða framkvæmd. Skipulagsfulltrúi leitar eftir sbr. því sem ofan greinir staðfestingar hreppsnefndar á stöðvun framkvæmdar sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. í hlíðum Dragafells í landi Stóru Drageyrar. Hreppsnefnd staðfestir stöðvun framkvæmdar þann 9. júní sl. sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd varðandi gróðursetningu skógarplantna í landi Stóru Drageyrar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og í samstarfi við skipulagsnefnd. KJ vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. Gestir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri – ÞE tengdist í gegnum fjarfundarbúnað Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi – Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00.
Framleitt af pallih fyrir gogn.in