Fjarðabyggð
Fræðslunefnd - 124
**1. 2304102 - Kennslutímamagn grunnskóla 2023-2024**
|Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra um úthlutun tímamagns til grunnskóla skólaárið 2023-2024. Farið var yfir tillögu að úthlutun. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.|
**2. 2302067 - Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð**
|Fræðslustjóri sagði frá fundi með stjórnendum sérkennslu og stuðnings í grunnskólum Fjarðabyggðar ásamt stjórnanda stoð- og stuðningsþjónustu í Fjarðabyggð og formaður fræðslunefndar gerði grein fyrir fundi á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var miðvikudaginn 19. apríl í húsnæði Menntaskólans á Egilsstöðum. Öll erum sammála um að vanda vinnu við gerð nýrra reglna. Frekari umræðu frestað til næsta fundar. |
**3. 1311034 - Niðurstöður úr Skólavoginni**
|Fræðslustjóri fór yfir rekstarniðurstöður leikskóla fyrir árið 2021. Lagt fram til kynningar.|
**4. 2304063 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Fjarðabyggðar**
|Borist hefur erindi frá samtökunum 22 til fræðslunefndar er varðar hinsegin fræðslu í skólum Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra og upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar að svara erindinu.|