Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 10. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Kjartansgata 7 L135691 - Grenndarkynning framkvæmdar ===
2204140
Á 226. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd vegna nýs bílastæðis framan við hús á Kjartansgötu 7 L135691. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 15. mars til og með 13. apríl 2023. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 2.Umsókn um byggingarleyfi - Borgarbraut 12 - Lnr. 135462 ===
2212032
Á 51. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 3. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum ásamt viðbyggingu á Borgarbraut 12 L135462. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 6. mars til og með 4. apríl 2023. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 3.Umsókn um framkvæmdaleyfi- hreystitæki ===
2303020
Á 7. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 17. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd á uppsetningu á hreystitækjum á þremur svæðum, tveimur í Borgarnesi og einu á Hvanneyri. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 20. mars til og með 18. apríl 2023. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma en Landbúnaðarháskóli Íslands óskaði eftir að eftirfarandi bókun kæmi fram:"Landbúnaðarháskólinn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Jafnframt er þó bent á að vegna þjónustusamnings LbhÍ við Borgarbyggð um slátt á Hvanneyri þá mun staðsetning þeirra útheimta frekari vinnu við umhirðu útisvæða, því þarna mun þurfa að notast við handsláttuvélar og orf, en í dag er farið yfir þetta svæði með sláttuvél sem fest er aftan í traktor."
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 4.Urriðaárland Brókarstígur 14 L177301_Deiliskipulagsbreyting ===
2304048
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Urriðaá, frístundabyggð frá árinu 2000 m.s.br. Breytingin tekur einungis til lóðarinnar Brókarstígur 14 (lnr. 177301). Hámarks salarhæð er hækkuð upp í 5,45m úr 4,80m og er byggingin staðsett í lág austan við klett á lóðinni. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir. Samþykki landeiganda liggur fyrir.
Uppdráttur dags. 12.04.2023.
Uppdráttur dags. 12.04.2023.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sumarhúsaeigendum Brókarstígs 5, 7, 9, 12 og 16.
Fundi slitið - kl. 10:45.