Vopnafjarðarhreppur
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 8
== Fundur nr. 8 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
BS
Borghildur SverrisdóttirNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
ÁI
Ásmundur IngjaldssonNefndarmaður
KÓP
Kristrún Ósk PálsdóttirNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
AKÁ
Agnar Karl ÁrnasonNefndarmaður
SJ
Sigurður JónssonSkipulags- og byggingarfulltrúi
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 19.4 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 10:00.
Fyrir liggur fyrirspurn frá Sniddu arkitektum fyrir hönd Six Rivers Project um hvort fyrirhugað veiðihús í landi Hofs við Hofsá falli undir óverulega breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 4.8.3.gr skipulagsreglugerðar.
Samkvæmt umsögn Skipulagsstofnunar telur hún að rétt sé að fara með breytinguna sem verulega breytingu á aðalskipulagi og bendir í því samhengi á að um sé að ræða uppbyggingu nærri Hofsá sem kallar á að leita þurfi umsagnar Fiskistofu um skipulagsáformin. Auk þess er um að ræða nokkuð umfangsmikla starfsemi sem kallar á að huga þarf að vatnstöku, rafmagni og fráveitu og leita umsagna viðkomandi stofnana.
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur því ekki orðið við erindinu og bendir umsóknaraðilum á að sækja um meiriháttar breytingu á aðalskipulagi og mælir með að samhliða verði unnið deiliskipulag fyrir svæðið.
Tillagan er borin til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi við Torfastaðaskóla vegna skiptingu á gluggum.
Umhverfis – og framkvæmdaráð samþykkir að leyfa umbeðna breytingu á gluggum og telur að breytingin falli undir óverulega breytingu á húsinu.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Torfastaða frá Ygg Carbon.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir eigendum Torfastaða, Torfastaðaskóla, Skóga og Ljótsstaða og kynna jafnframt á vef sveitarfélagsins.
Ráðið samþykkir að leita umsagna hjá HAUST, RARIK, Minjastofnun, Skógræktinni, Fiskistofu, Veiðifélaginu Vesturdalsá, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um breytta legu á göngustíg á milli Hamrahlíðar og Kolbeinsgötu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og telur það vera í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggja drög að umgengnisreglum um gámasvæði Vopnafjarðarhrepps.
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti drögin og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt með sex atkvæðum. Kristrún Ósk Pálsdóttir situr hjá.
Erindi vegna plokkdagsins 30.april lagt fram.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að taka þátt í plokkdeginum og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:09.