Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 10
== Fundur nr. 10 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
BK
Baldur KjartanssonFjármálastjóri
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 13. apríl 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.
Sveitarstjóri kynnti uppfærða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins fyrir hreppsráði.
Hreppsráð vísar erindinu til kynningar i fagráðum Vopnafjarðarhrepps og til samþykktar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Drög að uppfærðum samþykktum um stjórn Vopnafjarðarhrepps lagðar fram.
Hreppráð vísar samþykktunum til fyrri umræðu i sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Uppfært skipurit Vopnafjarðarhrepps lagt fram.
Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram erindi frá fundi fjölskylduráðs þann 14.mars 2023, þar sem sveitarfélagið er hvatt til að huga betur að öryggismálum gangandi vegfaranda.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram erindi frá fundi fjölskylduráðs þann 14.mars 2023, þar sem lögð er til breytt opnun á sundlauginni Selárdal.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 8. mars – undir liðnum „skýrsla hafnarvarðar“ - var rætt um gjöld sem Vopnafjarðarhreppur innheimtir vegna geymslu gáma á lóð utan við frystigeymslu Brims. Vopnafjarðarlistinn leggur til að sveitarstjóra verði falið að skoða málið og greina frá niðurstöðum á næsta fundi hreppsráðs.
Sveitarstjóri greindi frá málinu.
Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja uppfærð gögn fyrir næsta hreppsráðsfund.
Samþykkt samhljóða.
Drög að svarbréfi til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga lagt fram.
Hreppsráð samþykkir svarbréfið og að það verði sent til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða.
Staðan á stjórnendamælaborðinu lögð fram til kynningar.
Framlagðar til kynningar úr samráðsgátt fyrirhugaðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:53.