Skorradalshreppur
Hreppsnefnd - 165. fundur
=== Hreppsnefnd Skorradalshrepps ===
=== Fundur nr. 165 ===
==== miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl.16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á ====
Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni
Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
==== Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður. ====
**Þetta gerðist:**
**Almenn mál** **1. Sveitarstjórnakosningar 14. maí 2022 – kjörskrá – Mál nr. 2204011**
Lögð fram kjörskrá.
Kjörskrá staðfest. Einnig er lagt til að kjörstaður verði í Hvammi. 47 eru á
kjörskrá.
**2. Erindi frá Borgarbyggð – Mál nr. 181100**3
Farið yfir stöðu samninga við Borgarbyggð.
PD lagði til að haldinn yrði íbúafundur. Ekki meirihluti fyrir því.
**3. Birkimói 2, 4 og 6 – Mál nr. 1706004**
Lögð fram umsókn um lóðina Birkimóa 2. Gísli Rúnar Magnússon sækir um
lóðina. Einnig hafa borist 2 umsóknir um Birkimóa 4.
Samþykkt að úthluta lóðinni Birkimóa 2 til Gísla Rúnar Magnússonar. Gjöld
miðast við uppreiknaða gjaldskrá.
Samþykkt að fresta afgreiðslu á umsóknum vegna Birkimóa 4.
**4. Erindi frá vinnuhópi um eigandastefnu Faxaflóahafna. – Mál nr. 2204012**
PD og ÁH fóru yfir kynningarfund vinnuhópsins frá í febrúar.
Beðið er eftir fundi með vinnuhópnum.
**5. Styrkvegurinn Hagi – Bakkakot – Mál nr. 2204013**
Styrkvegasjóður vegna ársins 2022
Oddviti lagði fram umsókn sem er búið að senda inn.
**6. NÝVEST – Nýsköpunarnets Vesturlands – Mál nr. 2204014**
Stofnfundur Nýsköpunarnets Vesturlands.
Sveitarstjórn samþykkti að taka þátt í stofnfundi félagsins.
**7. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. – Mál nr. 2204015**
Óskað eftir að Skorradalshreppur skipi aðgengisfulltrúa í samræmi við stefnu
og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.
Samþykkt að skipa Ástríði Guðmundsdóttir sem aðgengisfulltrúa.
**8. Sorphirða – Mál nr. 2204016**
Oddviti ræddi sorphirðumál er varðar gróðurúrgang.
**9. Gjalddagar fasteignagjalda 2022 – Mál nr. 2204017**
Tillaga PD um að verði einn gjalddagi undir 60.000 og 3 gjalddagar yfir
60.000 kr. Fyrsti gjalddagi verði 15. maí, 15. ágúst og 15. október.
Tillagan samþykkt.
**10.Mál í Samráðsgátt, drög að auglýsingu ráðherra um skýrslu minni**
sveitarfélaga eftir kosningar 2022-2026. – Mál nr. 2204018
Málin yfirfarin. Lex lögmannsstofa undirbjó umsögn.
PD og ÁH skiluðu inn umsögn.
**11. Bréf oddvita – Mál nr. 2010017**
Lögð fram tillaga ÁG, SÞG og PD um málið.
Það samþykkt.
**12. Launamál – Mál nr. 2202006**
Tillaga frá ÁH lögð aftur fram. JEE og SGÞ sögðu frá skoðun sinni á málinu.
Tillagan ÁH felld með 4 atkvæðum.
**13. Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003**
Staða framkvæmda.
PD fór yfir stöðu mála.
**Fundargerðir til staðfestingar** **22. Skipulags- og byggingarnefnd – 158 – Mál nr. 2202005F**
Lögð fram fundargerð frá 25. febrúar s.l.
Samþykkt í öllum 3 liðum.
22.1 2201006 – Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.1112021
22.2 2201006 – Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.1112021
22.3 2201006 – Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.1112021
**23. Skipulags- og byggingarnefnd – 159 – Mál nr. 2204001F**
Lögð fram fundargerð frá 6. apríl s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 15 liðum.
23.1 2204003 – Gönguleið um Síldarmannagötur
23.2 2103005 – Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
23.3 2204007 – Fitjahlíð 67a,67b, 70 og 72 lóðateikning
23.4 2204008 – Fitjahlíð 95, 95a, 97, 99, 100 og 101, lóðateikning
23.5 1710006 – Hagi skipting á landi
23.6 2204010 – Hreppslaug stofnun lóðar
23.7 2201009 – Refsholt 32, breyting deiliskipulags
23.8 2204001 – Vatnsendahlíð 188, breyting deiliskipulags
23.9 2204002 – Refsholt 42, breyting deiliskipulags
23.10 2103006 – Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag
23.11 2204004 – Breiðabólsstaður 2, breyting Aðalskipulags Borgarbyggðar
23.12 2204005 – Litlu-Tunguskógur, breyting Aðalskipulags Borgarbyggðar
23.13 1403004 – Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn.
23.14 2204006 – Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
23.15 2201006 – Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.1112021
24 Skipulags- og byggingarnefnd – 160 – Mál nr. 2204002F
Lögð fram fundargerð frá því í gær 26. apríl s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.
24.1 2201006 – Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.1112021
24.2 1202023 – Aðgangur að örnefnum í sveitarfélaginu.
24.3 2201008 – Refsholt 33, breyting deiliskipulags
24.4 1403004 – Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn.
24.5 2201006 – Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.1112021
**Fundargerðir til kynningar**
19. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundir nr. 164-167 – Mál nr.2204019
Lagðar fram.
20.Fundargerðir nr. 901 – 906 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. –
Mál nr. 2204020
Lagðar fram
21. Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 211 til 218 – Mál nr. 2204021
Lagðar fram.
**Skipulagsmál** **14. Refsholt 32, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2201009**
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 1. mars til 29. mars 2022. Engin
athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd
leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags
sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa
falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til
Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild
Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta
tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um
samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
**15. Vatnsendahlíð 188, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2204001
**Óskað er eftir breytingu deiliskipulags 8. áfanga frístundalóða Vatnsenda er
varðar Vatnsendahlíð 188. Breytingin varðar stækkun byggingarreits til
norðurs um 10 m í átt að Skorradalsvegi (508). Óska þarf um undanþágu hjá
ráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið þar sem kveðið er á um að ekki skuli
staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Við
breytingu deiliskipulags er fjarlægðin 90 m. Rökin fyrir stækkun
byggingarreits er þríþætt, 1) að frístundahús sé ofan við skurð en ekki neðan
til að komast hjá vatnsaga. 2) til að auka fjarlægð til nærliggjandi íbúðarhúss
sem stendur sunnan við lóðina. 3) Byggingarreitur er mjög neðarlega í lóðinni
miðað við stærð hennar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við
hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir
lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 186, 187, 189, 192 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2.
mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu
laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 186, 187, 189, 192 og landeigendum.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
**16. Refsholt 42, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2204002**
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Refsholt 42 í landi Hálsa.
Breytingin varðar hæð langveggja í 300 cm. Leyfileg vegghæð langveggja er
250 cm í gildandi deiliskipulagsáætlun. Skipulags- og byggingarnefnd leggur
til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr.
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu
laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 36, 38, 40, 44, 53, 55 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2.
mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu
laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 36, 38, 40, 44, 53, 55 og landeigendum.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
**17. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006**
Skipulagstillagan var send til umsagnar Minjastofnunar Íslands,
Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og
Veðurstofu Íslands. Gerðar voru breytingar á tillögunni í samræmi við
umsagnir og uppfærð tillaga dags. 6.4.2022 lögð fram. Skipulags- og
byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulagstillögu
frístundalóða Dagverðarness 300, 301, 302, 303, 304, 305 og 306 á svæði 9,
dags. 6.4.2022, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Ekki er
þörf á lýsingu skipulagsverkefnis þar sem allar megin forsendur deiliskipulags
liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulagsfulltrúa falið
að vinna málið áfram.
Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillögu frístundalóða
Dagverðarness 300, 301, 302, 303, 304, 305 og 306 á svæði 9, dags. 6.4.2022,
sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Ekki er þörf á lýsingu
skipulagsverkefnis þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í
Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið
áfram.
**18. Refsholt 33, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2201008**
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 1. mars til 29. mars 2022.
Grenndarkynning var framlengd þar sem gögn bárust ekki einum granna.
Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og
byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu
deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og
skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til
Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild
Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta
tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um
samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
**Fleira ekki gert.**
**Fundi slitið kl. 19:50.**