Vopnafjarðarhreppur
Sveitarstjórn - 11
== Fundur nr. 11 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
JHH
Jenný Heiða HallgrímsdóttirNefndarmaður
BK
Baldur KjartanssonFjármálastjóri
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
HG
Hreiðar GeirssonNefndarmaður
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
HBÓ
Hafdís Bára ÓskarsdóttirNefndarmaður
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 19.janúar 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00. Í upphafi fundar bar Bjartur Aðalbjörnsson upp tillögu um að bæta inn erindinu „Byggðakvóti“ frá menningar- og atvinnumálanefnd. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lögð fram til kynningar fundaáætlun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023. Fundaáætlunin verður aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins.
Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.
Fyrir liggur bréf til sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps dagsett 12.janúar 2023 þar sem Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn og öðrum nefndum vegna flutnings í annað sveitarfélag frá og með 1.febrúar 2023.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að veita Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur lausn frá nefndar- og sveitarstjórnarstörfum frá og með 1.febrúar 2023. Bobana Micanovic kemur inn sem aðalmaður í sveitarstjórn og verður varamaður í hreppsráði. Dagný Steindórsdóttir kemur inn sem varamaður í sveitarstjórn og Sigurður Grétar Sigurðsson kemur inn sem aðalmaður í umhverfis- og framkvæmdaráði.**
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lagt fram erindi frá fjölskylduráði, dagsett 13.desember 2022 varðandi stofnun öldrunarráðs á Vopnafirði.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn samþykkir að stofna öldrunarráð Vopnafjarðarhrepps og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.**
Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson .
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Siðareglur kjörinna fulltrúa í Vopnafjarðarhreppi lagðar fram til kynningar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjóra falið að kynna siðareglurnar fyrir nefndum sveitarfélagsins.**
Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Heilbrigðisnefnd Austurlands leggur til ný drög að sameiginlegri samþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði HAUST sem komi í stað sérstakra samþykkta.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa samþykktinni til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdaráði og í framhaldi til síðari umræðu í sveitarstjórn.**
Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lagt fram til kynningar erindi frá menningar- og atvinnumálanefnd varðandi byggðakvóta
Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Hafdís Bára Óskarsdóttir.
Sveitarstjóri fór yfir verkefni sveitarfélagsins og svaraði spurningum.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:06.