Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 6
== Fundur nr. 6 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir ritaði fundargerð
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps þann 5. janúar 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.
Lagt fram til kynningar erindi frá Matvælaráðuneytinu um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta á árinu 2022-2023. Vopnafjarðarhreppur fær úthlutað 1,1 % af heildar þorskígildistonnum eða 54 tonnum á fiskveiðiárinu 2022/2022.
Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa erindinu til menningar- og atvinnumálanefndar til umsagnar og að sveitarstjóri vinni málið nánar með tilliti til sérreglna.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram styrktarbeiðni frá Pílufélagi Vopnafjarðar.
Hreppsráð felur sveitarstjóra að óska eftir nánari upplýsingum frá forsvarsfólki pílufélagsins og frestar erindinu til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram styrktarbeiðni frá Tónkvíslinni.
Hreppsráð samþykkir að styrkja Tónkvíslina um 100 þúsund krónur í formi auglýsingakaupa.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps leggur til að fundað verði með deildarstjóra leikskólans vegna styttingu vinnuvikunnar.
Samþykkt samhljóða.
Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps tekur vel í lið c. og vísar því áfram til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:58.