Skorradalshreppur
Skipulags- og bygginganefnd - 158. fundur
=== Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps ===
158. fundur
==== föstudaginn 25. febrúar 2022 kl.12:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir. ====
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Gestir fundarins voru Guðný Elíasdóttir, deildarstjóri skipulags- og byggingarmála hjá Borgarbyggð, og Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar. Þær sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað undir lið 2. SGÞ og SÓÁ tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
**Þetta gerðist:** **Framkvæmdarleyfi** **1. Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021 – Mál nr. 2201006**
Nefndin kom saman til að undirbúa fund með Skipulagsstofnun
Farið var yfir málið.
**2. Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021 – Mál nr. 2201006**
Á fund nefndarinnar komu fulltrúar Skipulagsstofnunar kl. 13:00 og sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið var vítt og breytt yfir efnið með fulltrúum Skipulagsstofnunar. Fulltrúar Skipulagsstofnunar yfirgáfu fundinn kl. 14:30. Rafmagnstruflanir voru vegna veðurs á meðan á fundi stóð. Fundur tafðist af þeim sökum.
**Gestir**
Egill Þórarinsson – Sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun
Ottó Björgvin Óskarsson – Lögfræðingur Skipulagsstofnunar
Þórdís Stella Erlingsdóttir – Sérfræðingur á sviði umhverfismats hjá Skipulagsstofnun
**3. Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021 – Mál nr. 2201006**
Nefndin fór yfir stöðu málsins eftir fund með Skipulagsstofnun. Verkís mun kynna framkvæmdirnar fyrir Skipulagsstofnun þann 28. febrúar 2022.
Nefndin leggur til að fá annan fund með Orkustofnun til að fara yfir umsögn stofnunarinnar um matsskildu framkvæmda í og við Andakílsárvirkjun. Nefndin þiggur boð Skipulagsstofnunar um að fá að sitja kynningu Verkís fyrir Skipulagsstofnun um framkvæmdina. Nefndin felur PD að kanna afstöðu lögfræðings almennt um málið.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:30.