Vopnafjarðarhreppur
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 4
== Fundur nr. 4 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
BDS
Bylgja Dögg SigurbjörnsdóttirNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
BS
Borghildur SverrisdóttirNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
AKÁ
Agnar Karl ÁrnasonNefndarmaður
SJ
Sigurður JónssonSkipulags- og byggingarfulltrúi
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 7.11 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 09:00.
Lögð fram tillaga að skipulagsbreytingum við endurskoðun aðalskipulags frá Framsókn og óháðum á Vopnafirði.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögunum til skipulagsráðgjafa til nánari útfærslu og óskar eftir því að minnisblað varðandi þessar tillögur verði lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Minnisblað varðandi samantekt umsagna frá fagráðum Vopnafjarðarhrepps varðandi staðsetningu tjaldsvæðisins, dagsett 24.október 2022 lagt fram.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gera ráð fyrir tjaldsvæði á Merkistúni í endurskoðuðu aðalskipulagi.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Agnar Karl Árnason, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Lárus Ármannsson sitja hjá.
Lagt fram til kynningar.
Skýrsla hafnarvarðar fyrir september og október 2022 lögð fram til kynningar.
Erindi frá fjallskilastjóra um hækkun fundarlauna eftir hrútamessu lagt fram.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hækka fundarlaun eftir hrútamessu úr 5000 kr í 6000 kr og að þau verði framvegis tengd vísitölu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Drög að umhverfisskýrslu vegna aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2040 lögð fram til kynningar.
Unnið er að stefnu Vopnafjarðarhrepps í loftlagsmálum og taka þarf tillit til hennar í umhverfisskýrslunni þegar hún liggur fyrir.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:16.