Vopnafjarðarhreppur
Ungmennaráð - 2
== Fundur nr. 2 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilið Mikligarður kl. 15:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
MVE
Mikael Viðar ElmarssonNefndarmaður
ARS
Arney Rósa SvansdóttirNefndarmaður
LBH
Lilja Björk HöskuldsdóttirNefndarmaður
AC
Adam CrumptonNefndarmaður
ÁFV
Ásdís Fjóla VíglundsdóttirNefndarmaður
BIG
Böðvar Ingvi GuðjónssonNefndarmaður
ÞS
Þórhildur SigurðardóttirVerkefnastjóri frístunda-, æskulýðs- og fjölmenningarmála
Fundur var haldinn í félagsheimilinu Miklagarði 6. október 2022 klukkan 15.
Fanney Björk Friðriksdóttir formaður menningar- og atvinnumálanefndar kom í heimsókn og hvatti ungmennaráð til þess að koma endilega með hugmyndir af viðburðum til nefndarinnar. Fanney sagði frá Dögum myrkurs sem eru framundan í lok október. Fulltrúi Vopnafjarðarhrepps í stýrihópi BRAS er Urður Sahr danskennari.
a) Farið var yfir þátttökumatstæki ungmennaráða -niðurstöður. Athugasemd: Ungmennaráðið hefur ekki fengið nægar upplýsingar um helstu verkefni sveitarfélagsins né stjórnmál og stjórnsýslu eða starfsemi nefnda.
b) Ráð frá UNICEF • Til þess að hafa áhrif innan sveitarfélagsins er nauðsynlegt fyrir ungmennaráðið að þekkja starfsemi þess vel. Við hvetjum sveitarfélagið til þess að hlúa að reglubundinni fræðslu til ungmennaráðsins um strörf sveitarfélagsins.
c) Fræðsla: Ungmennaráð fór saman yfir helstu störf nefnda og verkefni. Meiri fræðsla nauðsynleg. Tekið fyrir á næsta fundi.
a) Unicef akademían. Allir þurfa að taka námskeiðin inn á Unicef.
b) Stýrihópur Barnvænt sveitarfélag. Fundur fimmtudaginn 13. október.
Fundi slitið klukkan 16:16.