Vopnafjarðarhreppur
Menningar- og atvinnumálanefnd - 1
== Fundur nr. 1 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
FBF
Fanney Björk FriðriksdóttirNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
RLG
Ragna Lind GuðmundsdóttirNefndarmaður
SB
Sigríður BragadóttirNefndarmaður
USÖS
Urður Steinunn Önnudóttir SahrNefndarmaður
SBK
Signý Björk KristjánsdóttirSkrifstofustjóri
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 2.9 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 10:00.
Sveitarstjóri bar upp tillögu um að Fanney Björk Friðriksdóttir verði formaður menningar- og atvinnumálanefndar.
Tillagan er samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Tillaga lögð fram um að Bobana Micanovic verði varaformaður menningar- og atvinnumálanefndar.
Tillagan er samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Erindisbréf menningar- og atvinnumálanefndar rætt og yfirfarið
Menningar- og atvinnumálanefnd gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið og vísar því til sveitarstjórnar til samþykktar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:37.