Vopnafjarðarhreppur
Sveitarstjórn - 62
== Fundur nr. 62 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
ÍG
Íris GrimsdóttirNefndarmaður
TH
Teitur HelgasonNefndarmaður
BJ
Bárður JónassonNefndarmaður
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
SB
Sigríður BragadóttirNefndarmaður
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
SEK
Sigríður Elva KonráðsdóttirNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 21.mars 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga og fordæmir brot á sjálfstæði Úkraínu og lýsir yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra. Samþykkt samhljóða. ´
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Baldur Kjartansson, fjármálastjóri kynnti fyrir sveitarstjórn samantekt á framkvæmdum og fjárfestingum 2021.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fór yfir framlögð gögn um fyrirhugaða breytingu á skipulagi Langanesbyggðar og telur ekki að áformin komi til með að hafa mikil áhrif í Vopnafjarðarhreppi. Sveitarstjórn telur því ekki tilefni til að veita frekari umsögn.
Lagt fram erindi frá félag- og vinnumarkaðsráðuneytinu um móttöku flóttafólks. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið um að taka á móti flóttafólki og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram styrkbeiðni frá Tónkvíslinni sem haldin var 19.mars sl. á Laugum. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Tónkvíslina um 100.000 kr.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:52.