Vopnafjarðarhreppur
Skipulags- og umhverfisnefnd - 31
== Fundur nr. 31 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
BS
Borghildur SverrisdóttirNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
ÞB
Þórður BjörnssonNefndarmaður
IBA
Ingólfur Bragi ArasonNefndarmaður
RLG
Ragna Lind GuðmundsdóttirNefndarmaður
SDS
Sveinn Daníel SigurðssonNefndarmaður
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
SJ
Sigurður JónssonSkipulags- og byggingarfulltrúi
Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 19.október 2021, haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00.
Lagt fram til kynningar.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir inntaksstíflu Þverárvirkjunar í Vopnafirði með yfirfalli, botnrás og lokahúsi frá Þverárdal ehf. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur erindi frá Þjóðkirkjunni um endurheimt votlendis í landi Hofs. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag þar sem hún er á landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn heimili skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur erindi frá Landgræðslunni um endurheimt votlendis í Vatnsdalsgerði. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag þar sem hún er á landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn heimili skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um lóð fyrir starfsemi Bíla og véla við Sjóbúð 6 samkvæmt deiliskipulagi miðhluta hafnarsvæðis. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að þessi starfsemi þurfi ekki að vera svo nálægt hafnarkantinum og væri betur staðsett fjær kantinum. Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt erindið á þessum forsendum en lýsir yfir vilja til þess að finna lausn á þessum lóðarmálum í samvinnu við umsækjanda. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:28.