Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 33
== Fundur nr. 33 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
SB
Sigríður BragadóttirNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
TH
Teitur HelgasonNefndarmaður
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 14.október 2021 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Hreppsráð og sveitarstjóri fóru í vettvangsferð að Arnarvatni 25.ágúst síðastliðinn. Hreppsráð felur sveitarstjóra að boða stjórn veiðifélags Vesturdalsár á fund til að ræða umhverfi Arnarvatns. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram minnisblað HMS, ásamt skýrslu HMS og viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki fyrir lok október afstöðu til hugmyndar um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun á þeim grundvelli sem lýst er í minnisblaðinu. Hreppsráð tekur jákvætt í hugmyndina um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun og vísar erindinu til afgreiðslu á næsta sveitarstjórnarfundi. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar greining Ráðríkar á rekstri sveitarfélagsins. Hreppsráð felur sveitarstjóra að boða sveitarstjórn á vinnufund 25.október næstkomandi þar sem farið verður yfir greininguna. Samþykkt samhljóða.
Máli vísað til afgeiðslu hreppsráðs frá sveitarstjórnarfundi 24.september. Hreppsráð telur sveitarfélaginu ekki kleift að taka þátt í þessu núna og felur sveitarstjóra að senda skriflegt svar þess efnis. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:51.