Fjarðabyggð
Mannvirkja- og veitunefnd - 13
**1. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023**
|Lögð fram lokaskýrsla Eflu vegna innivistar í Grunnskóla Eskifjarðar sem skilað var 19.apríl. Bæjarstjóri fór yfir ráðstafanir til að tryggja skólastarf út skólaárið vegna lokunar á 1.hæð grunnskólans. Unnið er að á framkvæmdarsviði að áætlun um viðgerðir við skólann á sumri komandi. Tekið fyrir hjá nefndinni á næsta fundi þegar áætlun liggur fyrir.|
**2. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023**
|Lagður fram viðauki sem trúnaðarmál við samning um malbikunarstöð vegna efnistöku í Reyðarfirði. Mannvirkja og veitunefnd samþykkir viðaukan og felur bæjarstjóra frágang hans og undirritun.|
**3. 2304176 - Tenging vatnsveitu við sumarbústaðarlandið í Skuggarhlíðarhálsi (Seldal)**
|Erindi sumarhúsaeiganda í Seldal lagt fram er varðar tengingu á vatnsveitu við sumarhúsabyggðina. Forstöðumanni veitna falið að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir nefndina á nýju. |
[Skipulagsuppdráttur 2012.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=WmgmPofV3Ehf5gVsXJkzA&meetingid=sE1gRqscvUum9aRh5l86hA1
&filename=Skipulagsuppdráttur 2012.pdf)
**4. 2304066 - Uppsetning Mílu á fjarskiptamastri á Fjarðabyggðahöllinni Reyðarfirði**
|Framlagður samningur við Mílu varðandi fjarskiptamastur á Fjarðabyggðarhöllinni. Nefndir samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. |
**5. 2304099 - Skólalóð Grunnskóla Reyðarfjarðar**
|Erindi frá stjórendum grunnskóla Reyðarfjarðar er varðar skipulag á skólalóð. Nefndir þakkar fyrir erindið og mun taka það inní fjárhagsáætlunar vinnu fyrir komandi ár. Framkvæmdasviði falið að halda utan um málið.|
**6. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira**
|Vísað frá bæjarráði niðurstöður vegna úrgangsmála í Fjarðabyggð. Nefndin mun taka uppsetningu og rekstur grenndarstöðva til frekari útfærslu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð. Vísað til verkefnastjóra umhverfismála til vinnslu. Áfram verður unnið að innleiðingu klippikorta 1.júní næstkomandi samkvæmt fyrri samþykktum.|