Borgarbyggð

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 47. fundur

24.04.2023 - Slóð - Skjáskot

    = Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =

Dagskrá === 1.Breytt fyrirkomulag á boðun reglubundins eftirlits og ný gjaldskrá === 2304069 Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun dags. 13.4. 2023 þar sem stofnunin kynnir breytingu á boðun reglubundins eftirlits og nýja gjaldskrá. Einnig sendir stofnunin kynningu á nýjum gagnagrunni stofnunarinnar um mengaðan jarðveg. === 2.Umhverfisviðurkenningar 2023 === 2304150 Undanfarin ár hefur Borgarbyggð veitt umhverfisviðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga líkt og undanfarin ár. Opnað verði á rafrænar tilnefningar á heimasíðu Borgarbyggðar og frestur til að skila inn tilnefningum verði til 20. ágúst. === 3.Hreinsunarátak 2023 === 2304031 Rætt um fyrirkomulag hreinsunarátaks í dreifbýli. Lagt er til að hreinsunarátak í dreifbýli verði með svipuðu sniði og undanfarin ár; gámar fyrir timbur og úrgang til urðunar verði settir út sem hér segir: 6-12. júní Bæjarsveit Brautartunga Bjarnastaðir - á eyrinni Síðumúli Lundar 14-20. júní Lyngbrekka Lindartunga Eyrin við Bjarnadalsá (Norðurárdalur) Högnastaðir Ekki verði boðið upp á gáma fyrir málmúrgang að þessu sinni en stefnt verði að hirðingu málma í haust með svipuðu sniði og undanfarin ár. Stóri Plokkdagurinn er 30. apríl. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmdamála að setja auglýsingu á vefmiðla sveitarfélagsins og hvetur íbúa til að hreinsa rusl í sínu nærumhverfi. 6-12. júní Bæjarsveit Brautartunga Bjarnastaðir - á eyrinni Síðumúli Lundar 14-20. júní Lyngbrekka Lindartunga Eyrin við Bjarnadalsá (Norðurárdalur) Högnastaðir Ekki verði boðið upp á gáma fyrir málmúrgang að þessu sinni en stefnt verði að hirðingu málma í haust með svipuðu sniði og undanfarin ár. Stóri Plokkdagurinn er 30. apríl. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmdamála að setja auglýsingu á vefmiðla sveitarfélagsins og hvetur íbúa til að hreinsa rusl í sínu nærumhverfi. === 4.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir === 2211253 Unnið áfram að verklagsreglum vegna smölunar. Lilja Björg Ágústsdóttir kom inn á fundinn undir þessum lið. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar vinnur áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. === 5.Áskorun vegna sauðfjárveikivarnagirðinga === 2304076 Rætt um ástand sauðfjárveikivarnagirðinga. Fulltrúar úr umhverfis-og landbúnaðarnefnd sátu opinn upplýsingafund vegna riðusmits í Miðfjarðarhólfi, sem haldinn var á Hótel Laugarbakka í Miðfirði, 18. apríl síðastliðinn. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi sauðfjárveikivarnagirðinga á landinu. Fram kom á fundinum að MAST telur að svokölluðum forgangsgirðingum sé vel sinnt . Fram kom í máli heimamanna í Miðfirði að þrátt fyrir að um sé að ræða forgangsgirðinu, þá sé viðhaldi ábótavant og girðingar ekki fjárheldar. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum af viðhaldi girðinga milli varnarhólfa 7, Miðfjarðarhólfs annars vegar og hólfs nr. 2, Vesturlandshólfs hins vegar. Einnig sauðfjárveikivarnagirðingu milli Snæfellsneshólfs nr. 3 og Vesturlandshólfs nr. 2, en vitað er að sú girðing er ónýt og ljóst að leggja þarf umtalsvert fjármagn í þá girðingu. Nefndin skorar á Matvælaráðuneyti og MAST að axla ábyrgð á hlutverki sínu í þessum málum og krefst frekara fjármagns í málaflokkinn sem fyrst í ljósi aðstæðna í Miðfjarðarhólfi. Deildarstjóra falið að koma bókun nefndarinnar á framfæri við Matvælaráðuneyti, Matvælastofnun, Fjármálaráðuneyti, þingmenn NV-kjördæmis og sveitarstjórna innan ofangreindra hólfa. Fram kom í máli heimamanna í Miðfirði að þrátt fyrir að um sé að ræða forgangsgirðinu, þá sé viðhaldi ábótavant og girðingar ekki fjárheldar. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum af viðhaldi girðinga milli varnarhólfa 7, Miðfjarðarhólfs annars vegar og hólfs nr. 2, Vesturlandshólfs hins vegar. Einnig sauðfjárveikivarnagirðingu milli Snæfellsneshólfs nr. 3 og Vesturlandshólfs nr. 2, en vitað er að sú girðing er ónýt og ljóst að leggja þarf umtalsvert fjármagn í þá girðingu. Nefndin skorar á Matvælaráðuneyti og MAST að axla ábyrgð á hlutverki sínu í þessum málum og krefst frekara fjármagns í málaflokkinn sem fyrst í ljósi aðstæðna í Miðfjarðarhólfi. Deildarstjóra falið að koma bókun nefndarinnar á framfæri við Matvælaráðuneyti, Matvælastofnun, Fjármálaráðuneyti, þingmenn NV-kjördæmis og sveitarstjórna innan ofangreindra hólfa. === 6.Vatnsveitur í Borgarbyggð === 2203242 Afgreiðsla byggðarráðs af 631. fundi ráðsins þann 19. 4. 2023: "Byggðarráð tekur undir með Umhverfis- og landbúnaðarnefnd og felur sveitarstjóra að hefja viðræður við ráðgjafa KPMG um að vinna valkostagreiningu. Samþykkt samhljóða. Eiríkur Ólafsson fór af fundi að loknum þessum lið Lilja Björg Ágústsdóttir fór af fundi að loknum þessum lið." "Byggðarráð tekur undir með Umhverfis- og landbúnaðarnefnd og felur sveitarstjóra að hefja viðræður við ráðgjafa KPMG um að vinna valkostagreiningu. Samþykkt samhljóða. Eiríkur Ólafsson fór af fundi að loknum þessum lið Lilja Björg Ágústsdóttir fór af fundi að loknum þessum lið." Lagt fram. === 7.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis === 2111023 Afgreiðsla byggðarráðs af 631.fundi ráðsins þann 19. apríl 2023: "Byggðarráð samþykkir að útbúinn verði einblöðungur á íslensku, pólsku, ensku og úkraínsku í samræmi við framlagt tilboð ÍGF. Þá samþykkir byggðarráð að haldinn verði íbúafundur um málið þar sem ÍGF kynnir breytingar og svara fyrirspurnum. Sveitarstjóra falið að útfæra ásamt deildarstjóra umhverfismála. Byggðarráð vísar erindi um fjölda og staðsetningu grenndarstöðva til Umhverfis- og landbúnaðarnefndar með ósk um tillögur frá nefndinni. Samþykkt samhljóða. Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála sat fundinn undir þessum lið." "Byggðarráð samþykkir að útbúinn verði einblöðungur á íslensku, pólsku, ensku og úkraínsku í samræmi við framlagt tilboð ÍGF. Þá samþykkir byggðarráð að haldinn verði íbúafundur um málið þar sem ÍGF kynnir breytingar og svara fyrirspurnum. Sveitarstjóra falið að útfæra ásamt deildarstjóra umhverfismála. Byggðarráð vísar erindi um fjölda og staðsetningu grenndarstöðva til Umhverfis- og landbúnaðarnefndar með ósk um tillögur frá nefndinni. Samþykkt samhljóða. Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála sat fundinn undir þessum lið." Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til að grenndarstöðvar fyrir málm, textíl og gler verði settar upp til reynslu á eftirfarandi stöðum: Við íþróttasvæði í Borgarnesi, á Hvanneyri við Arnarflöt og á Kleppjárnsreykjum við grunnskóla eða íþróttasvæði. Þá verði hafin vinna við að koma fyrir stærri grenndarstöð framan við núverandi gámastöð á Sólbakka og á Bifröst verði áfram unnið að lausn í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Þess utan felur umhverfis-og landbúnaðarnefnd deildarstjóra að vinna að frekara upplýsingaefni til að birta á vefmiðlum sveitarfélagsins í samstarfi við íslenska gámafélagið. Við íþróttasvæði í Borgarnesi, á Hvanneyri við Arnarflöt og á Kleppjárnsreykjum við grunnskóla eða íþróttasvæði. Þá verði hafin vinna við að koma fyrir stærri grenndarstöð framan við núverandi gámastöð á Sólbakka og á Bifröst verði áfram unnið að lausn í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Þess utan felur umhverfis-og landbúnaðarnefnd deildarstjóra að vinna að frekara upplýsingaefni til að birta á vefmiðlum sveitarfélagsins í samstarfi við íslenska gámafélagið. === 8.Leikvellir og skólalóðir === 2302068 Afgreiðsla frá "Sveitarstjórnarfundi unga fólksins" 16.2.2023: "Marta Lukka Magnúsdóttir hafði framsögu og lagði fram eftirfarandi: "Á ungmennaþinginu sem var haldið 9. nóvember 2022 kom fram að það þarf virkilega að bæta leikvelli og skólalóðir í Borgarbyggð. Eitt af því sem ungmennum sveitafélagsins vilja sjá eru betri körfuboltavellir, körfurnar eru orðnar slitnar og illa farnar og vantar betra undirlag svo hægt sé að spila körfubolta. Almenn ánægja er með Bjössaróló en hinir leikvellirnir eru langflestir orðnir frekar þreyttir. Okkur finnst vanta fleiri og fjölbreyttari leiktæki og þarf að hugsa meira um umhverfi og staðsetningu á leikvöllunum. Það mætti kynna betur hvað er til staðar en allavega tveir leikvellir til dæmis á Þórólfsgötu og Kvíaholti eru mjög faldir og fáir vita um þá. Væri ekki sniðugt að vera frekar með fáa en mjög góða leikvelli í staðinn fyrir marga litla með óspennandi leiktæki eins og þetta er núna? Svo má huga að undirlagi á leikvöllunum, en það hefur verið kvartað yfir stórum grjótum upp í Bjargslandi. Það var líka talað um að hoppudýnan hjá íþróttahúsinu sé léleg, það er svo lítið loft í henni á meðan hoppudýnan í Bjargslandi er mikið betri. Eins er hjólabrettarampurinn mikið notaður við íþróttahúsið í Borgarnesi og kom ósk um að fá betra undirlag því það er erfitt að vera þarna á hjólabretti eða hlaupahjóli og auðvelt að slasa sig. Væri flott að fá fleiri rampa, allavega einn sem er minni sem gæti nýst betur þeim sem eru byrjendur. Skólalóðir við grunnskólana í Borgarbyggð eru ekki nægilega spennandi og vantar mun fleiri leiktæki. Bæði börn frá GB og GBF kvörtuðu yfir þessu á ungmennaþinginu. Við gerum okkur grein fyrir því að leikvöllurinn í GB er í vinnslu en við teljum þetta taka of langan tíma. Að lokum vil ég varpa fram tveim spurningum. Okkur langar að fá að vita hvenær áætlað sé að klára skólalóðina við Grunnskóla Borgarnes og er eitthvað á plani að bæta leikvellina í samfélaginu?" EMJ tók til máls og lagði til að erindinu yrði vísað til umræðu í umhverfis- og landbúnaðarnefnd og fulltrúar ungmennaráðs yrðu gestir fundarins undir þeim lið. MLM tók til máls. Samþykkt samhljóða að vísa til umræðu í umhverfis- og landbúnaðarnefnd og fulltrúar ungmennaráðs yrðu gestir fundar undir þeim lið." Umhverfis-og landbúnaðarnefnd þakkar ungmennaráði fyrir góðar hugmyndir og samtal um hvaða úrbætur eru mikilvægastar á leikvöllum og skólalóðum. Ungmennaráð og umhverfis-og landbúnaðarnefnd telja mikilvægt að fá góða kynningu á breytingum í úrgangsmálum inn í skólana, þar sem nemendur á öllum skólastigum fái fræðslu um flokkun úrgangs og endurvinnslu. Deildarstjóra falið að ræða við skólastjórnendur og fulltrúa Íslenska Gámafélagsins um fyrirkomulag kynningarinnar. Ungmennaráð og umhverfis-og landbúnaðarnefnd telja mikilvægt að fá góða kynningu á breytingum í úrgangsmálum inn í skólana, þar sem nemendur á öllum skólastigum fái fræðslu um flokkun úrgangs og endurvinnslu. Deildarstjóra falið að ræða við skólastjórnendur og fulltrúa Íslenska Gámafélagsins um fyrirkomulag kynningarinnar. Fundi slitið - kl. 16:00. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd fagnar því að upplýsingar um mengaðan jarðveg séu gerðar aðgengilegar í kortasjá Umhverfisstofnunar.

Framleitt af pallih fyrir gogn.in