Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 11. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Galtarholt II - Breyting á deiliskipulagi - L135042 ===
2210032
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholts 2 hefur verið auglýst samkvæmt 41.gr. skiplagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 18.10.2022-30.11.2022 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir hagsmunaaðila bárust á kynningartíma.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingar voru gerðar með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
Fundi slitið - kl. 10:30.