Skagafjörður

Byggðarráð Skagafjarðar

26.04.2023 - Slóð - Skjáskot

    = Byggðarráð Skagafjarðar =

Dagskrá === 1.Framkvæmdir við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi === 2304125 Undir þessum dagskrárlið kom Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs á fundinn og fór yfir framkvæmdir ársins vegna húsnæðis Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og þar á meðal lagfæringu á fráveitulögnum sem reyndust í verra ástandi en búist var við. Búið er að bjóða út endurnýjun á gluggum, einangrun og klæðningu útveggja ásamt endurnýjun á þakklæðningu fyrir stóran hluta hússins. === 2.Varmahlíð - VH-03, ný dæla, frágangur umhverfis og yfirfallslögn === 2303260 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti nauðsynlegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í vegna hitaveituholu VH-03 í Varmahlíð. Áætlaður heildarkostnaður er 88,3 milljónir króna. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna frekar að málinu og undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna frekar að málinu og undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins. === 3.Beitarhólf við Hofsós === 2212153 Lagt fram kort af beitarhólfum við Hofsós merkt S01, í verki 416302 Stoð, breyting gerð 08.12. 2022 ásamt korti af Naustalandi. Engir samningar eru í gildi um skika númer 2 og 4 né Naustaland. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa skikana til leigu. Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa skikana til leigu. === 4.Óska eftir landi á leigu === 2303165 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. mars 2023 frá Guðjóni Ólafi Guðjónssyni, þar sem hann óskar eftir að fá leigt hólf fyrir ofan Lækjarbakka 3 og norðan við Lækjarbrekku í Steinsstaðahverfi. Svæðið er í deiliskipulagsferli undir íbúðabyggð. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Byggðarráð samþykkir að synja erindinu. Byggðarráð samþykkir að synja erindinu. === 5.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2023 === 2304098 Lagt fram aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett 17. apríl 2023, vegna aðalfundar félagsins þann 9. maí 2023 í Reykjavík. === 6.Samráð; Grænbók um sjálfbært Ísland === 2304088 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2023 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2023, "Grænbók um sjálfbært Ísland". Umsagnarfrestur er til og með 29.05.2023. === 7.Grænbók um sjálfbært Ísland - Fundarferð forsætisráðherra === 2304081 Lögð fram til kynningar auglýsing um fundarferð forsætisráðherra, "Mótum sjálfbæra framtíð. Samtal við forsætisráðherra um sjálfbært Ísland". Sjá nánar á heimasíðu https://www.stjornarradid.is/verkefni/sjalfbaert-island/ === 8.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023 === 2301003 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 922.,923. og 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi slitið - kl. 13:53.

Framleitt af pallih fyrir gogn.in