Mosfellsbær
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 826
==== 26. apríl 2023 kl. 16:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) 1. varabæjarfulltrúi
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) 1. varabæjarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Afbrigði ===
== 1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2022 ==
[202211470](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211470#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2022 (síðari umræða).
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi.
Helstu niðurstöður eru þessar:
Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 16.446 m.kr. Laun og launatengd gjöld 8.062 m.kr. Hækkun lífeyrisskuldbindingar 244 m.kr. Annar rekstrarkostnaður 6.724 m.kr. Afskriftir 597 m.kr. Fjármagnsgjöld 1.698 m.kr. Tekjuskattur 19,4 m.kr. Rekstrarniðurstaða neikvæð um 898 m.kr. Veltufé frá rekstri 1.233 m.kr.
Efnahagsreikningur A og B hluta: Eignir alls: 28.829 m.kr. Skuldir og skuldbindingar: 22.064 m.kr. Eigið fé: 6.765 m.kr.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða á 826. fundi við síðari umræðu ársreikning Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 samkvæmt 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 73. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar, sbr. og 2. tölul. 1. mgr. 18. gr. laganna og 2. tölul. 15. gr. samþykktarinnar.
Samþykktinni til staðfestingar er ársreikningurinn undirritaður af viðstöddum bæjarfulltrúum.
Bókun L-lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar þakkar fyrir góðan undirbúning og greinargóð svör við ársreikningi fyrir árið 2022. Ársreikningurinn endurspeglar þær aðstæður sem hafa verið í okkar umhverfi á liðnu ári. Skuldaaukning og hækkað skuldaviðmið valda ákveðnum áhyggjum og teljum við í Vinum Mosfellsbæjar afskaplega mikilvægt að nú sé stigið varlega til jarðar. Forgangsraða þarf framkvæmdum og leggja allt kapp á að halda rekstri ársins innan ramma fjárhagsáætlunar.
Bókun D lista:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsfólki Mosfellsbæjar góða vinnu og greinargóðar útskýringar á ársreikningi 2022. Sjá má á ársreikningnum að rekstrarumhverfið hefur ekki verið hagstætt. Mosfellsbær býr þó vel að ábyrgri fjármálastjórn undanfarinna ára þar sem meðal annars voru teknar góðar ákvarðanir í hagstæðum lántökum sem greiddu upp óhagstæðari lán og skuldbindingar sveitarfélagsins. Auk þess sem lögð var áhersla á þjónustu við íbúa, áframhaldandi nýframkvæmdir og viðhald eigna í eigu bæjarins.
Há verðbólga og mikil vaxtahækkun útskýrir lakari niðurstöðu Mosfellsbæjar en áætlanir gerðu ráð fyrir á árinu 2022. Í því óvissuástandi sem nú ríkir og ekki er fyrirséð um, er mikilvægt að huga vel að rekstrinum og vera tilbúin til forgangsröðunar hvað varðar framkvæmdir, þjónustu og starfsmannahald.
Bókun B, C og S lista:
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 endurspeglar þá stöðu sem er í efnahag landsins. Rekstrarniðurstaða ársins er neikvæð um 898 milljónir sem er 960 milljón króna lakari niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.233 milljónir, 16.5% lægri en áætlað hafði verið. Ljóst er að sá mikli viðsnúningur sem er frá fjárhagsáætlun ársins 2022 á rætur að rekja til ytri aðstæðna svo sem mikillar hækkunar verðbólgu. Þannig jukust verðbætur um 808 milljónir króna umfram áætlun.
Að mati bæjarfulltrúa B, S og C lista er mikilvægt að grípa til ráðstafana til að auka möguleikana á því að ná sjálfbærni í rekstri á næstu árum. Há skuldastaða bæjarins setur okkur þröngar skorður í þeim aðstæðum sem nú ríkja og því er nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í auknum fjárfestingum til skemmri tíma en tryggja jafnframt áframahaldandi góða þjónustu við bæjarbúa.
Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki Mosfellsbæjar, bæjarfulltrúum og nefndarfólki fyrir góð störf í þágu bæjarins.
=== Fundargerðir til staðfestingar ===
== 2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1576 ==
[202303045F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303045F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 1576. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 826. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 2.1. Krafa vegna Bröttuhlíðar 23 ==
[202210111](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210111#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Krafa um skaðabætur í tengslum við útgáfu byggingarleyfis Bröttuhlíðar 23.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.2. Varmárvellir - nýframkvæmdir ==
[202209235](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202209235#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, um hönnun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.3. Kvíslarskóli endurinnrétting 1. hæðar ==
[202301560](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301560#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við E. Sigurðsson ehf. um innréttingu 1. hæðar Kvíslarskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.4. Gloría, Bjarkarholti 12 umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis. ==
[2023031132](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/2023031132#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar Gloríu um rekstrarleyfi fyrir veitingaleyfi fyrir kaffihús (flokkur II, tegund E) að Bjarkarholti 12.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.5. Hlégarður, Háholti 2- umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfis ==
[202304035](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304035#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tímabundið áfengisleyfi vegna uppistandssýningar í Hlégarði þann 20 apríl nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.6. Jafnlaunavottun 2021-2024 ==
[202103579](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202103579#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Kynning á niðurstöðum árlegrar jafnlaunaúttektar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.7. Samningur um hæfingartengda þjónustu við Ásgarð 2023-2026 ==
[202303539](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303539#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Þjónustusamningur Mosfellsbæjar og Ásgarðs handverkstæðis fyrir tímabilið 2023-2026 lagður fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.8. Drulluhlaup Krónunnar 12. ágúst 2023 ==
[202304005](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304005#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Ósk Aftureldingar um fjárhagslegan stuðning við Drulluhlaup Krónunnar ásamt áframhaldandi stuðning í formi vinnuframlags við gerð og undirbúning brautar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.9. Nessel í Seljadal, í Þormóðsdalslandi - Leyfi til fornleifarannsókna ==
[202304004](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304004#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Bréf frá Fornleifastofnun Íslands varðandi leyfi til fornleifarannsókna á Nesseli í Seljadal, í Þormóðsdalslandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.10. Endurnýjun skólalóða - Reykjakot ==
[202302175](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302175#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.11. Búnaður og rekstur Hlégarðs ==
[202301430](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301430#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af Hlégarði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.12. Hlégarður. Rekstur hússins og framtíðarsýn ==
[202301450](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301450#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Tillaga menningar- og lýðræðisnefndar um tímabundna ráðningu viðburðastjóra í Hlégarði frá 1. maí næstkomandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun D lista:
Við fögnum og styðjum ráðningu viðburðastjóra en erum á móti því að sveitarfélagið taki að sér allan rekstur Hlégarðs, þ.e. veitingarekstur, áfengissölu og annað sem fellur til.
Bókun B, S og C lista
Sú tillaga sem hér liggur fyrir er lögð fram af menningar- og lýðræðisnefnd þar sem hún var samþykkt á 5. fundi nefndarinnar, af öllum nefndarmönnum, þ.e. bæði fulltrúum meirihluta og minnihluta. Það vekur því furðu að einn bæjarfulltrúi sem samþykkti tillöguna á fundi menningar- og lýðræðisnefndar velji nú að sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar í bæjarstjórn.
Við ítrekum að umrædd tillaga snýr að því að rekstur hússins verði á hendi Mosfellsbæjar næstu tvö árin sem tilraunaverkefni og verði það endurskoðað að þeim tíma liðnum.
== 2.13. Rekstur deilda janúar til desember 2022 ==
[202304215](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304215#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Minnisblað fjármáladeildar um rekstur deilda A og B hluta janúar til desember 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.14. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2023 ==
[202301251](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301251#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.15. Lausn mannauðsstjóra frá störfum. ==
[202304214](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304214#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Upplýsingar veittar um að mannauðsstjóri hafi óskað lausnar frá störfum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.16. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjöleignahús ==
[2023031129](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/2023031129#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjöleignahús (gæludýrahald). Umsögn óskast eigi síðar en 12. apríl nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.17. Tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040 ==
[202304003](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304003#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040. Umsagnafrestur er til 17. apríl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.18. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk árin 2024-2028 ==
[2023031229](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/2023031229#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um þjónustu við eldra fólk árin 2024-2028. Umsagnarfrestur er til 12. apríl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 2.19. Tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040 ==
[2023031235](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/2023031235#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Umsagnarfrestur er til 17. apríl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
=== Fundargerð ===
== 3. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 237 ==
[202303029F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303029F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 237. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 826. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 3.1. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun ==
[202101312](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202101312#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Kynning á stöðu samræmdrar úrgangsflokkunar lögð fram til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 237. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 3.2. Ævintýragarður - deiliskipulag ==
[201710251](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201710251#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Kynning á stöðu deiliskipulags og framkvæmda í Ævintýragarði árið 2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 237. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 3.3. Erindi Michele Rebora um stíg meðfram Varmá ==
[2023031038](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/2023031038#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Erindi Michele Rebora um stíg meðfram Varmá lagt fyrir umhverfisnefnd
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 237. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 4. Menningar- og lýðræðisnefnd - 5 ==
[202304006F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304006F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 5. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 826. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 4.1. Hlégarður. Rekstur hússins og framtíðarsýn ==
[202301450](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301450#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Lögð fram tillaga menningar- og lýðræðisnefndar um rekstur Hlégarðs og ráðningu viðburðastjóra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 5. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 4.2. Styrkbeiðni - Kvennakórinn Heklurnar ==
[202304057](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304057#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Ósk stjórnar Kvennakórsins Heklurnar um styrk úr lista- og menningarsjóði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 5. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 4.3. Jólaþorp í Mosfellsbæ ==
[202304058](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304058#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fram fara umræður um jólaþorp í Mosfellsbæ og viðburði í desember.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 5. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 4.4. Viðburðir í desember ==
[202304059](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304059#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Lagt fram erindi Helgu Jóhannesdóttur myndlistarmanns og framhaldsskólakennara um viðburði í desember.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 5. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 5. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 267 ==
[202304007F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304007F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 267. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 826. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 5.1. Styrkir til efnilegra ungmenna sumarið 2023 ==
[202304104](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304104#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Á fund nefndarinnar mæta styrkþegar sumarsins og fjölskyldur þeirra.
nefndin tekur á móti þeim í Listasal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 267. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 5.2. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri ==
[202301334](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301334#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Kynning á fyrirkomulagi skóla- og frístundaaksturs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 267. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 5.3. Vinnuskóli sumar 2023 ==
[202304076](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304076#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Íþrótta- og tómstundanefnd fól tómstunda- og forvarnarfulltrúa að óska eftir upplýsingum um möguleg verkefni hjá þeim félögum og stofnunum sem notið hafa starfskrafta vinnuskólans á liðnum árum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 267. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 5.4. Samráðsvettvangur íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ. ==
[202304101](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304101#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Eitt af verkefnum kjörtímabilsins, í starfsáætlun Íþrótta- og tómstundanefndar er að stuðlað verði að samsráðsvettvangi íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 267. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 588 ==
[202304004F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304004F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 588. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 826. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 6.1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 ==
[202005057](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202005057#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu vinnslutillaga og meginmarkmið fyrir endurskoðað aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 588. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 7. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 6 ==
[202304013F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304013F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 6. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 826. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 7.1. Styrkbeiðnir á sviði félagsþjónustu 2023 ==
[202210119](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210119#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Tillaga um úthlutun styrkja ársins 2023 lögð fram. Afgreiðsla velferðarnefndar eins og einstök mál nr. 2-5 bera með sér. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar velferðarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 7.2. Umsókn um styrk - jólasöfnun FÍ ==
[202210535](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210535#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Umsókn Fjölskylduhjálpar um styrk lögð fram til samþykktar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar velferðarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 7.3. Beiðni um styrk ==
[202210518](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210518#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Umsókn Félags heyrnarlausra um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli lögð fyrir til samþykktar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar velferðarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 7.4. Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2023 ==
[202211277](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211277#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2023 lög fram til samþykktar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar velferðarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 7.5. Umsókn um styrk vegna verkefnisins Samvera og súpa ==
[202210181](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210181#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Umsókn Samveru og súpu um rekstrarstyrk fyrir árið 2023 lögð fram til samþykktar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar velferðarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 7.6. Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð ==
[202012339](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202012339#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Breyting á reglum um fjárhagsaðstoð lögð fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar velferðarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 7.7. Lykiltölur 2023 ==
[202304012](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304012#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Lykiltölur jan-mars 2023 lagðar fram til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar velferðarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 7.8. Niðurstöður jafnlaunaúttektar 2023 ==
[202304236](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304236#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Mannauðsstjóri mætir á fund nefndarinnar til að kynna niðurstöður jafnlaunaúttektar 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar velferðarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 7.9. Styrkbeiðni ==
[202304253](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304253#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Styrkbeiðni Okkar heims góðgerðarsamtaka fyrir árið 2023 lögð fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar velferðarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 7.10. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1624 ==
[202304011F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304011F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1) Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar velferðarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 8. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5 ==
[202304012F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304012F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 5. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 826. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 8.1. Atvinnu- og nýsköpunarstefna ==
[202211413](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211413#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Drög að áherslum atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 8.2. Dagskrá íbúafundar um atvinnu- og nýsköpunarstefnu ==
[202304238](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304238#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Drög að dagskrá íbúafundar vegna undirbúnings atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 589 ==
[202304005F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304005F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 589. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 826. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 9.1. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag ==
[202304103](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304103#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu minnisblað og tillaga skipulagsfulltrúa að áframhaldandi vinnu og undirbúningi 1. áfanga deiliskipulags við uppbyggingu íbúðarsvæðis að Blikastöðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.2. Þrastarhöfði 14, 16 og 20 - deiliskipulagsbreyting ==
[202210556](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210556#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að umsögn nefndar við innsendar athugasemdir auglýstrar deiliskipulagsbreytingar ásamt tillögu skipulagsfulltrúa um afgreiðslu, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir til umræðu og kynntar á 587. fundi nefndarinnar. Tillaga deiliskipulagsbreytingar lögð fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
[FylgiskjalMinnisblað athugasemda og umsagnir.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=8aQMbUyT3U6hBmzdQCNHMQ&meetingid=XWM5Z3yhakuGkBHvp0uicA1&filename=Minnisblað athugasemda og umsagnir.pdf) [FylgiskjalMinnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa við innsendum athugasemdum](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=pw0zQg0DK0KorB6yWNjRZQ&meetingid=XWM5Z3yhakuGkBHvp0uicA1&filename=Minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa við innsendum athugasemdum) [FylgiskjalÞrastarhöfði 20_deiliskipulag til breytingar-þrastarhöfði 14 16 og 20 deiliskipulagsbreyting.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=BQbiy3rxCk6bs6TTKKUuKg&meetingid=XWM5Z3yhakuGkBHvp0uicA1&filename=Þrastarhöfði 20_deiliskipulag til breytingar-þrastarhöfði 14 16 og 20 deiliskipulagsbreyting.pdf) [FylgiskjalSkuggavarpssnið.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=tn68MnOYS0mTLlz9yFht0g&meetingid=XWM5Z3yhakuGkBHvp0uicA1&filename=Skuggavarpssnið.pdf) [FylgiskjalÞrastarhöfði 20_skuggavarp_11_11_2022.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=FjVq_WTJUWdGSx5_K4MnQ&meetingid=XWM5Z3yhakuGkBHvp0uicA1&filename=Þrastarhöfði 20_skuggavarp_11_11_2022.pdf)
== 9.3. Álafossvegur 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202208800](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202208800#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað og rýni skipulagsfulltrúa á byggingarleyfisumsókn Álafossvegar 25 og á deiliskipulagi Álafosskvosar, í samræmi við afgreiðslu á 579. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.4. Skotíþróttasvæði á Álfsnesi - breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 ==
[2023031043](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/2023031043#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 22.03.2023, með ósk um umsögn á kynntri verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, er snertir skotíþróttasvæðið á Álfsnesi.
Athugasemdafrestur er til og með 20.04.2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.5. Sölkugata 11 - byggingarreitur og skilmálar ==
[202304088](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304088#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Borist hefur erindi frá Svövu Björk Hjaltalín Jónsdóttur arkitekt, f.h. lóðarhafa að Sölkugötu 11, dags. 10.04.2023, með ósk um breytingu á skilmálum skipulags fyrir lóðina. Óskað er eftir því að hækka nýtingarhlutfall lóðar úr 0,45 í 0,50, um 44 m², og stækka byggingarreit um 65 cm til austurs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.6. Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags ==
[201711111](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201711111#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Lögð eru fram að nýju til kynningar og afgreiðslu uppfærð gögn deiliskipulags frístundabyggðar í Miðdal L213970. Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5 ha landi. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í sex frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa fimm frístundahús um 130 m² og eitt allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er um veg sem liggur frá Nesjavallavegi. Athugasemdafrestur tillögu var til og með 08.08.2022 og voru umsagnir kynntar á 572. fundi nefndarinnar.
Þar sem meira en sex mánuðir eru liðnir frá kynningu skipulagsins er það tekið fyrir að nýju til afgreiðslu, í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga samanstendur af greinargerð, skýringaruppdrætti og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:2000.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.7. Miðdalur L226500 - deiliskipulag frístundabyggðar ==
[202203441](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202203441#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á landi L226500 í samræmi við afgreiðslu á 569. fundi nefndarinnar. Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í tíu frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa fimm frístundahús allt að 130 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er í gegnum einkaland L123625 frá Nesjavallavegi með samþykki landeigenda. Tillaga samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:2000.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.8. Litlaselshæð L226501 frístundabyggð við Selvatn - nýtt deiliskipulag ==
[202303227](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303227#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Erindi barst frá Davíð Kristjáni Chatham Pitt, f.h. landeigenda að L226501, dags. 07.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð. Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í fimm frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa fjögur frístundahús um 130 m² og eitt allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er í gegnum einkalönd L123625 og L226500 frá Nesjavallavegi með samþykki landeigenda.
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:500.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.9. Úr landi Miðdals L125371 - deiliskipulag frístundalóðar ==
[202304036](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304036#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að spildu L125371 í Miðdal, dags. 03.04.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundahús. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Hríshöfða, á 1,1 ha landi. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja þar eitt frístundahús allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma er um sameiginlega einkavegi er tengjast Nesjavallavegi um Lynghólsveg, vestan Dallands.
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:500.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.10. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag ==
[202303972](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303972#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Borist hefur erindi frá Odd Þorbergi Hermannssyni, f.h. landeigenda að Dallandi L123625, dags. 21.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu landbúnaðarlands. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Dalland, á 10,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni eru tveir byggingarreitir og reiðgerði þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingu íbúðarhúss/smábýli með kosti á fjölbreyttri nýtingu lands með áherslu á hrossarækt, tún- matvæla- og eða fóðurframleiðslu. Aðkoma er frá Nesjavallavegi.
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1250.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.11. Aðstaða hunda í Mosfellsbæ - erindi til nefnda ==
[202304270](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304270#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Erindi barst frá Jóni Péturssyni, dags. 16.04.2023, með fyrirspurn, tillögu og ábendingu um nýtt hundagerði fyrir lausagöngu hunda við Skarhólabraut.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.12. Seljadalsvegur 4 - Kæra til ÚÚA vegna ákvörðunar um útgáfu byggingarleyfis ==
[202304042](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304042#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Lögð er fram til kynningar kæra nr. 41/2023 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Elsa Sigríður Jónsdóttir, landeigandi Lækjartanga L125186, kærir útgáfu byggingarleyfis fyrir frístundahús að Seljadalsvegi 4 L232277.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 495 ==
[202303038F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303038F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
== 9.14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 66 ==
[202303040F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303040F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
=== Fundargerðir til kynningar ===
== 10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 496 ==
[202304010F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304010F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 496. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 10.1. Birkiteigur 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202303564](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303564#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Hlynur Elfar Þrastarson Birkiteig 3 sækir um leyfi til breytinga gluggasetningar á suð-vesturhlið einbýlishúss á lóðinni Birkiteigur 3 nr. í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 496. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar.
== 10.2. Brúarfljót 1, Umsókn um byggingarleyfi. ==
[201912293](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201912293#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Berg Verktakar ehf. sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 891,1 m², 4.567,0 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 496. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar.
== 10.3. Hamrabrekkur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202210491](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210491#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 8 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 42,7 m², 100,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 496. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar.
== 10.4. Merkjateigur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202301116](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301116#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Birgir Magnús Björnsson Merkjateig 1 sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta tveggja hæða einbýlishúss á lóðinni Merkjateigur nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um leyfi til útlitsbreytinga, breytinga á innra skipulagi og breyttrar skráningar í formi þess að húsið verði skráð sem tveir sjálfstæðir eignarhlutar. Að undangenginni umfjöllun á 582. fundi skipulagsnefndar var erindið grenndarkynnt skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 496. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar.
== 11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 497 ==
[202304020F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304020F#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 497. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 11.1. Flugumýri 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202304017](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304017#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Bílastæðamálun Ása ehf. Krókabyggð 14 sækir um leyfi til að byggja við atvinnuhúsnæði á lóðinni Flugumýri nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 66,2 m², 258,0 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 497. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar.
== 11.2. Grenibyggð 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202304122](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304122#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Arnar Agnarsson Grenibyggð 2 sækir um leyfi til að byggja við parhús á einni hæð á lóðinni Grenibyggð nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 28,5 m², 71,25 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 497. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar.
== 11.3. Leirvogstunga 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202304009](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304009#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Ragnar Kristinn Lárusson Leirvogstungu 1 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Leirvogstunga nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 497. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar.
== 11.4. Leirvogstunga 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202304010](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304010#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Gunnlaugur Karlsson Leirvogstungu 3 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Leirvogstunga nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 497. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar.
== 12. Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ==
[202304093](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304093#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
== 13. Fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga ==
[202304339](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304339#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
== 14. Fundargerð 555. fundar stjórnar SSH ==
[202304139](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304139#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 555. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 555. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
== 15. Fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga ==
[202304340](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304340#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
== 16. Fundargerð 556. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ==
[202304344](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304344#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 556. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 556. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
== 17. Fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga ==
[202304341](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304341#v1nfyfu36uohobuts48jcw1)
Fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.