Vesturbyggð
Bæjarstjórn - 382
= Bæjarstjórn #382 =
Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. apríl 2023 og hófst hann kl. 17:00
====== Nefndarmenn ======
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Einar Helgason (EH) varamaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
====== Hljóðupptaka ======
== Almenn erindi ==
=== 1. Skýrsla bæjarstjóra ===
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
=== 2. Ársreikningur 2022 ===
Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2022 ásamt endurskoðunarskýrslu. Bæjarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2022 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagins Sigurjóni Arnarsyni.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2022 til seinni umræðu.
=== 3. Grund Selárdal, ósk um breytta skráningu. ===
Erindi frá Eini Steini Björnssyni, dags. 3. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um breytta skráningu á Grund, Selárdal. Sótt er um að skráningu eignarinnar sé breytt úr sumarhúsi í íbúðarhús.
Erindið var tekið fyrir á 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt var til við bæjarstjórn að erindið yrði samþykkt.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir erindið og felur bygginafulltrúa að gera viðeigandi breytingar á skráningu hússins.
=== 4. Járnhóll 8. Umsókn um lóð. ===
Lagt fyrir erindi frá Landsneti hf. dags. 21. mars 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Járnhól 8, Bíldudal. Sótt er um lóðina til byggingar tengivirkis Landsnets.
Erindið var tekið fyrir á 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs þar sem ráðið lagði til við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar en vakti jafnframt athygli bæjarstjórnar á því að klára þarf veglagningu að lóðinni skv. deiliskipulagi.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið en telur ekki forsendur til að samþykkja úthlutun lóðarinnar að svo stöddu. Bæjarstjórn frestar ákvörðun málsins og felur bæjarstjóra að setja sig í samband við umsækjanda vegna veglagningar að lóðinni sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
=== 5. Aðalskipulag Bíldudal, breyting á þéttbýlisuppdrætti. ===
Tekin fyrir breyting á þéttbýlisuppdrætti Vesturbyggðar 2018-2035 á Bíldudal. Breytingin fjallar um að bætt er við iðnaðarsvæði á þéttbýlisuppdrátt fyrir Bíldudal. Um er að ræða hreinisvirki sem þjóna á íbúðarsvæði ÍB12.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn á 105. fundi sínum þann 11.04.2023 að breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar verði auglýst skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Forseti.
Bæjartjórn samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 6. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar. ===
Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar dagsett 27. febrúar 2023 er varðar afgreiðslu deiliskipulags íbúðarsvæðis Hóls á Bíldudal. Í bréfinu var gerð athugasemd við að bæjarstjórn auglýsti deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda. Deiliskipulagið hafði áður verið auglýst og lagfært m.t.t. fyrri ábendinga Skipulagsstofnunar og breytt á þann hátt að lítið fjölbýli og hreinsivirki voru fjarlægð úr tillögu deiliskipulags. Með þeim aðgerðum samræmdist tillagan ekki ákvæðum Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2035.
Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 105. fundi sínum þann 11.04.2023 og lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagið yrði auglýst að nýju með hreinsivirki samhliða breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar um sama efni. Málsmeðferð verði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst að nýju með hreinsivirki samhliða breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggar 2018-2035 um sama efni. Málsmeðferð verði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
=== 7. Bíldudalsvegur nr. 63 um Mikladal, umsókn um framkvæmdaleyfi. ===
Fyrir liggur erindi frá Vegagerðinni dagsett 5.04.2023. Í erindinu er óskað eftir breytingu á áður samþykktu framkvæmdaleyfi vegna Bíldudalsvegar um Mikladal. Breytingin felur í sér að vinna efni í burðarlag innan vinnusvæðisins. Heildarmagn þess efnis sem um ræðir er 8.800 m3 og mun nú efnið koma innan vinnusvæðisins með því að breikka skeringu um 6 metra. Áður átti efnið að koma úr námu á Hvalskeri.
Skipulags- og umhverfisráð tók breytinguna fyrir á 105. fundi sínum þann 11.04.2023 og lagði til við bæjarstjórn að breyting á framkvæmdaleyfi yrði heimiluð og fól skipulagsfulltrúa að gera viðbót við gildandi framkvæmdaleyfi sem innifelur þessa skeringu.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn heimilar breytingu á framvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa gera viðbót við gildandi framkvæmdaleyfi sem innifelur skeringuna.
=== 8. Hafnarteigur 4 - viðbætir við lóðarleigusamning, stækkun lóðar. ===
Lagður fram til samþykktar viðbætur við lóðarleigusamning Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf að Hafnarteig 4 á Bíldudal. Samningurinn er varðandi viðbótarathafnarsvæði til handa Íslenska Kalkþörungafélaginu ehf. í samræmi við Verksmiðjubyggingarsvæðissamning frá 2006.
Hafna- og atvinnumálaráð tók málið fyrir á 48. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samningur um viðbætur við lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins að Hafnarteig 4 verði samþykktur. Þá lagði ráðið ríka áherslu á að gengið verði snyrtilega um svæðið, þá skulu framkvæmdir vera komnar af stað við uppbyggingu svæðisins innan tveggja ára.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir að ofangreindar breytingar verði gerðar á samningi um lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins að Hafnarteig 4 og tekur undir áherslur hafna- og atvinnumálaráðs um að gengið verði snyrtilega um svæðið og framkvæmdir verði konnar af stað innan tveggja ára.
=== 9. Strandgata 10-12. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits. ===
Tekin fyrir umsókn Arnalax um breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis á Bíldudal dags. 5.4.2023.
Breytingin gengur út að að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8x2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá tók hafna- og atvinnumálaráð undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4, Strandgötu 5, 6 og 7.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4, Strandgötu 5, 6 og 7.
== Fundargerðir til kynningar ==
=== 10. Bæjarráð - 959 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 959. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 28. mars 2023. Fundargerð er í 24 liðum.
Til máls tók: Forseti.
[10.1. #2302087 – Framkvæmdaáætlun ársins 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302087/) [10.2. #2303041 – Móttökuáætlun fyrir íbúða af erlendum uppruna - bæklingur.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303041/) [10.3. #2302009 – Tilkynning um kæru 20-2023 vegna útgefins nýtingarleyfi til nýtingar jarðhita á Krossholti á Barðaströnd](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302009/) [10.4. #2302095 – Áhrif orkuskipta á hafnarsvæði, skýrsla](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302095/) [10.5. #2303049 – Neysluvatnssýni Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303049/) [10.6. #2211041 – Sveitarfélag ársins 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2211041/) [10.7. #2301036 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2301036/) [10.8. #2302074 – Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302074/) [10.9. #2303031 – Til samráðs - Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303031/) [10.10. #2302081 – Til samráðs - Frumlag til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61-2003 (gjaldtaka og fleira).](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302081/) [10.11. #2303022 – Mál nr. 782 um breytingu á lögum málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar).](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303022/) [10.12. #2210049 – Heimastjórnir í Vesturbyggð](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2210049/) [10.13. #2303025 – Mál nr. 126 um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303025/) [10.14. #2303026 – Mál nr. 128 um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla). Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303026/) [10.15. #2303027 – Mál nr. 165 um brottfall laga um orlof húsmæðr, nr. 53-1972, með síðari breytingum.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303027/) [10.16. #2303028 – Mál nr. 795 um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303028/) [10.17. #2303040 – Til samráðs - Drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga ( hvítbók).](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303040/) [10.18. #2209022 – Ósk um upplýsingar um stöðu slökkviliðs og vinnslu brunavarnaáætlunar](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2209022/) [10.19. #2303050 – Vegagerð við Járnhól, vegna úthlutunar lóða](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303050/) [10.20. #2303036 – Sameiginlegt bréf innviðaráðherra og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303036/) [10.21. #2207026 – Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2207026/) [10.22. #2302068 – Stofnframlag HMS til umsóknar vor 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302068/) [10.23. #2302056 – Styrkvegir 2023 umsóknir](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302056/) [10.24. #2303044 – Fallinn ljósastaur Bíldudal skortur á viðhaldi](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303044/)
=== 11. Bæjarráð - 960 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 960. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 24. apríl 2023. Fundargerð er í 16 liðum.
Til máls tók: Forseti.
[11.1. #2301013 – Ársreikningur 2022](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2301013/) [11.2. #2304021 – Mál nr. 914 um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304021/) [11.3. #2304028 – Umhverfisstofnun reglubundið eftirlit ný gjaldskrá](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304028/) [11.4. #2303033 – Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Vestfjarðar 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303033/) [11.5. #2301036 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2301036/) [11.6. #2303055 – Tillaga kjörnefndar á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303055/) [11.7. #2303053 – Eftirlitsskýrslur vatnsveita Bíldudal 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303053/) [11.8. #2304032 – Grenjavinnsla 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304032/) [11.9. #2304014 – Stefnumótun lagareldis - boð til samráðs](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304014/) [11.10. #2304026 – Styrktarsjóður EBÍ 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304026/) [11.11. #2303061 – Hóll - Golfskáli, umsókn um samþykki byggingaráforma.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303061/) [11.12. #2303045 – Fyrirspurn - Svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303045/) [11.13. #2303011 – Akstur utan vegar á Þúfneyri](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303011/) [11.14. #2304023 – Mál nr. 861 um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða). Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304023/) [11.15. #2303057 – Mál nr. 80 um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26-1994 (gæludýrahald). Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303057/) [11.16. #2304022 – Mál nr. 915 um tillögu til þingályktunar um matvælastefnu til ársins 2040](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304022/)
== Fundargerð ==
===
12.
===
Skipulags og umhverfisráð - 105
Lögð fram til kynningar fundargerð 105. fundar skipulags og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 11. apríl 2023. Fundargerð er í 16 liðum.
Til máls tók: Forseti.
[12.1. #2303011 – Akstur utan vegar á Þúfneyri](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303011/) [12.2. #2303064 – Aðalskipulag Bíldudal, breyting á þéttbýlisuppdrætti.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303064/) [12.3. #2110023 – Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2110023/) [12.4. #2202042 – Fjósadalur deiliskipulag sorpsöfnunnarsvæði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2202042/) [12.5. #2303059 – Vinnslutillaga aðalskipulags Tálknafjarðar 2019-2039, ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303059/) [12.6. #2304010 – Ytri Bugur, Langholt. Umsókn um samþykki byggingaráforma.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304010/) [12.7. #2203046 – Bíldudalsvegur nr. 63 um Mikladal, umsókn um framkvæmdaleyfi.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2203046/) [12.8. #2304013 – Strandgata 10-12. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304013/) [12.9. #2302019 – Grund Selárdal, ósk um breytta skráningu.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302019/) [12.10. #2303035 – Brekkuvellir lóð 1 - ósk um breytt heiti.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303035/) [12.11. #2302065 – Járnhóll 8. Umsókn um lóð.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302065/) [12.12. #2303045 – Fyrirspurn - Svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303045/) [12.13. #2303048 – Hafnarteigur 4, girðingar umhverfis athafnasvæði Ískalks](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303048/) [12.14. #2303061 – Hóll - Golfskáli, umsókn um samþykki byggingaráforma.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303061/) [12.15. #2303051 – Umsókn um lóð - Hafnarteigur 4a og Strandgata 14E](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303051/) [12.16. #2303063 – Brjánslækur 3. Umsókn um samþykki byggingaráforma](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303063/)
===
13.
===
Hafna- og atvinnumálaráð - 48
Lögð fram til kynningar fundargerð 48. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 18. apríl 2023. Fundargerð er í 8 liðum.
Til máls tók: Forseti.
[13.1. #2303060 – Verbúðin, Patreksfirði. Ósk um endurskoðaðan leigusamning.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303060/) [13.2. #2303052 – Hafnarteigur 4 - viðbætir við lóðarleigusamning, stækkun lóðar.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303052/) [13.3. #2303051 – Umsókn um lóð - Hafnarteigur 4a og Strandgata 14E](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303051/) [13.4. #2303048 – Hafnarteigur 4, girðingar umhverfis athafnasvæði Ískalks](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303048/) [13.5. #2304013 – Strandgata 10-12. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304013/) [13.6. #2304018 – Umsagnarbeiðni - breyting eldissvæða og aukning heildarlífmassa í Arnarfirði fyrir Arnarlax](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304018/) [13.7. #2103034 – Breiðafjarðarferjan Baldur](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2103034/) [13.8. #2301041 – Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2301041/)
===
14.
===
Menningar- og ferðamálaráð - 27
Lögð fram til kynningar fundargerð 27. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 30. mars 2023. Fundargerð er í 2 liðum.
Til máls tóku: Forseti og GE.
===
15.
===
Fræðslu- og æskulýðsráð - 86
Lögð fram til kynningar fundargerð 86. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 13. mars 2023. Fundargerð er í 3 liðum.
Til máls tók: Forseti.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40**
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 382. fundar miðvikudaginn 26. apríl 2023 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Ásgeir Sveinsson annar varaforseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Jón Árnason boðaði forföll, í hans stað sat fundinn Gunnþórunn Bender. Friðbjörn Steinar Ottósson boðaði forföll, í hans stað situr fundinn Einar Helgason. Anna Vilborg Rúnarsdóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Valdimar Bernódus Ottósson.