Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1577
==== 27. apríl 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Rekstur deilda janúar til desember 2022 ==
[202304215](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304215#5go3aymgu2kw93kvikkda1)
Minnisblað fjármáladeildar um rekstur deilda A og B hluta janúar til desember 2022.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, fór yfir yfirlit yfir rekstur A og B hluta janúar til desember 2022.
== Gestir ==
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
== 2. Útboð á akstri strætisvagna ==
[202304137](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304137#5go3aymgu2kw93kvikkda1)
Tillaga stjórnar Strætó bs. um útboð á akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu stjórnar Strætó bs. um útboð á akstri almenningsvagna til átta ára með heimild til framlengingar í tvö ár.
== 3. Staða heimilislausra með fjölþættan vanda. ==
[202203436](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202203436#5go3aymgu2kw93kvikkda1)
Skýrsla samstarfsverkefnis í málefnum heimilislausra lögð fram til kynningar og umræðu.
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir verkefnisstjóri samstarfsverkefnis vegna heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir kynnti fyrirliggjandi skýrslu um verkefnið sem unnið var í samstarfi Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til meðferðar velferðarnefndar.
== Gestir ==
- Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, lögfræðingur
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
== 4. Seljadalsvegur 4 - Kæra til ÚUA vegna ákvörðunar um útgáfu byggingarleyfis ==
[202304042](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304042#5go3aymgu2kw93kvikkda1)
Kæra til ÚUA varðandi ákvörðun byggingarfulltrúa um útgáfu byggingarleyfis fyrir Seljadalsveg 4, Mosfellsbæ án undangenginnar grenndarkynningar og kynningar á deiliskipulagi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.
== 5. Lýsing á reiðleið um Tungubakka ==
[202304291](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304291#5go3aymgu2kw93kvikkda1)
Erindi frá Hestamannfélaginu Herði varðandi lýsingu á reiðleið við Tungubakka.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar umhverfissviðs Mosfellsbæjar.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
== 6. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits 2022 ==
[202304343](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304343#5go3aymgu2kw93kvikkda1)
Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness 2022 lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
== 7. Mögulegar lagabreytingar vegna óleyfisbúsetu ==
[202304407](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304407#5go3aymgu2kw93kvikkda1)
Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á áformum um lagabreytingu í tenglum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði. Umsagnafrestur er til 28. apríl nk.
Lagt fram.
Í lok fundar var samþykkt að fundarboð og fundargögn næsta fundar bæjarráðs verði send þriðjudaginn 2. maí vegna almenns frídags 1. maí.