Borgarbyggð
Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 46. fundur
= Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla samskiptastjóra ===
2112089
Samskiptastjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
=== 2.Heimasíða Borgarbyggðar ===
2205028
Þann 16. mars sl. sendi samskiptastjóri verðfyrirspurn til sex fyrirtækja vegna efnisumsjónar, forritunar og uppsetningar á nýjum vef Borgarbyggðar.
Alls bárust 3 tilboð í verkið.
Alls bárust 3 tilboð í verkið.
Nefndin fór yfir framlögð tilboð og felur samskiptastjóra að taka verkefnið áfram til afgreiðslu.
=== 3.Samstarfssamningar um hátíðar í Borgarbyggð ===
2101027
Lögð fram drög af uppfærðum samstarfssamningi vegna hátíða í Borgarbyggð.
Nefndin samþykkir drög af uppfærðum samstarfssamningi vegna hátíða í Borgarbyggð og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar.
=== 4.Sumaropnun Safnahúss Borgarfjarðar 2023 ===
2304259
Lögð fram tillaga að sumaropnun Safnahúss Borgarfjarðar árið 2023.
Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns menningarmála er varðar sumaropnun Safnahúss Borgarfjarðar.
Opnunartíminn verður sem hér segir:
Frá 10. júní 2023 - 31. ágúst 2023
Virka daga frá kl. 10:00 - 17:00
Laugardaga kl. 11:00 - 14:00
Héraðsskjalasafnið verður lokað frá og með 1. júlí 2023 til 31. júlí 2023.
Opnunartíminn verður sem hér segir:
Frá 10. júní 2023 - 31. ágúst 2023
Virka daga frá kl. 10:00 - 17:00
Laugardaga kl. 11:00 - 14:00
Héraðsskjalasafnið verður lokað frá og með 1. júlí 2023 til 31. júlí 2023.
=== 5.Val á listamanni Borgarbyggðar ===
2206059
Lögð fram tillaga um að breyta heiti á Listamanni Borgarbyggðar í Listamanneskju Borgarbyggðar.
Nefndin samþykkir að breyta heiti á Listamanni Borgarbyggðar í Listamanneskju Borgarbyggðar og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar.
=== 6.Listamanneskja Borgarbyggðar 2023 ===
2304247
Árið 2022 samþykkti atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd að veita listamanneskju í sveitarfélaginu nafnbótina listamanneskja Borgarbyggðar ár hvert.
Umræður um val á listamanneskju og fyrirkomulag.
Umræður um val á listamanneskju og fyrirkomulag.
Samkvæmt reglum um tilnefningu listamanneskju Borgarbyggðar auglýsir atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefnd eftir tilnefningum með rökstuðningi um listamanneskju.
Tilnefningar þurfa að berast fyrir 25. maí nk.
Listamanneskjan er útnefnd á 17. júní og ber titilinn í eitt ár frá þeirri dagsetningu.
Tilnefningum skal skila rafrænt á netfangið mannlif@borgarbyggd.is.
Hægt er að kynna sér reglurnar á heimasíðu Borgarbyggðar.
Tilnefningar þurfa að berast fyrir 25. maí nk.
Listamanneskjan er útnefnd á 17. júní og ber titilinn í eitt ár frá þeirri dagsetningu.
Tilnefningum skal skila rafrænt á netfangið mannlif@borgarbyggd.is.
Hægt er að kynna sér reglurnar á heimasíðu Borgarbyggðar.
Fundi slitið - kl. 09:30.