Mosfellsbær
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 238
==== 2. maí 2023 kl. 16:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Ölvir Karlsson (ÖK) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir (KDÞ) umhverfissvið
== Fundargerð ritaði ==
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Friðland við Varmárósa, endurskoðun á mörkum ==
[202002125](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202002125#-itjw4a96ui1dl9ulfa0zq1)
Tillaga að áætlun um Friðland við Varmárósa. Frestur til að senda inn athugasemdir er til 19. maí 2023.
Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við auglýst gögn.
== 2. Aðstaða hunda í Mosfellsbæ - erindi til nefnda ==
[202304270](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304270#-itjw4a96ui1dl9ulfa0zq1)
Erindi barst frá Jóni Péturssyni, dags. 16.04.2023, með fyrirspurn og tillögu um tilfærslu hundagerðis fyrir lausagöngu hunda.
Umhverfisnefnd vísar erindinu til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
== 3. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun ==
[202101312](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202101312#-itjw4a96ui1dl9ulfa0zq1)
Staða innleiðingar kynnt fyrir umhverfisnefnd
Lagt fram til kynningar og rætt.
== 4. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ ==
[202302133](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302133#-itjw4a96ui1dl9ulfa0zq1)
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga um þróun grenndarstöðva
Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að útfærslu grenndarstöðva sem kynnt var í tillögu um aðgerðir fyrir 2023. Umhverfisnefnd beinir því til skipulagsnefndar að setja af stað gerð deiliskipulags grenndarstöðvar við Vefarastræti í samræmi við framangreinda tillögu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
== 5. Stígur meðfram Varmá ==
[201511264](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201511264#-itjw4a96ui1dl9ulfa0zq1)
Tillaga um viðgerðir á stíg meðfram Varmá sumarið 2023 lögð fyrir umhverfisnefnd til samþykktar
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga á viðgerðum á stíg meðfram Varmá árið 2023.
Tillaga samþykkt með 5 atkvæðum.