Skagafjörður
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
= Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023 ===
2304083
Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2023 verða Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í áttunda sinn. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd samþykkir einum rómi að Rögnvaldur Valbergsson hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023. Rögnvaldur er flestum Skagfirðingum góðkunnugur. Hann hefur staðið vaktina í samfélagi okkar í áratugi og aðstoðað leika og lærða. Hans afrek eru mörg og tengjast mikið tónlist. Hann er óþreytandi að leggja góðum hlutum lið og er hafsjór af fróðleik í þeim efnum. Rögnvaldur hefur spilað undir hjá fjölmörgum kórum og allskyns hópum auk þess að vera organisti Sauðárkrókskirkju til langs tíma. Rögnvaldur er gjöfull og greiðagóður á tíma sinn og hæfileika til samfélagsins.
Það er því vel við hæfi að Rögnvaldur Valbergsson hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og að þakka honum opinberlega fyrir öll hans óeigingjörnu störf í gegnum tíðina.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd samþykkir einum rómi að Rögnvaldur Valbergsson hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023. Rögnvaldur er flestum Skagfirðingum góðkunnugur. Hann hefur staðið vaktina í samfélagi okkar í áratugi og aðstoðað leika og lærða. Hans afrek eru mörg og tengjast mikið tónlist. Hann er óþreytandi að leggja góðum hlutum lið og er hafsjór af fróðleik í þeim efnum. Rögnvaldur hefur spilað undir hjá fjölmörgum kórum og allskyns hópum auk þess að vera organisti Sauðárkrókskirkju til langs tíma. Rögnvaldur er gjöfull og greiðagóður á tíma sinn og hæfileika til samfélagsins.
Það er því vel við hæfi að Rögnvaldur Valbergsson hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og að þakka honum opinberlega fyrir öll hans óeigingjörnu störf í gegnum tíðina.
Fundi slitið - kl. 16:30.