Vesturbyggð
Menningar- og ferðamálaráð - 28
= Menningar- og ferðamálaráð #28 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. maí 2023 og hófst hann kl. 17:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi
====== Fundargerð ritaði ======
- Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi
== Almenn mál ==
=== 1. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023 ===
Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í annarri úthlutun ársins 2023. Alls bárust sjö umsóknir.
1. Eyrún Lind Árnadóttir sækir um styrk fyrir uppsetningu hinsegin hátíðar á sunnanverðum Vestfjörðum. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
2. Foreldrafélag Patreksskóla sækir um styrk fyrir fræðslunni Fokk Me - Fokk You. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
3. Kómedíuleikhúsið sækir um styrk fyrir uppsetningu á sýningunni Tindátunum fyrir eldri borgara á Patreksfirði. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
4. Sögufélag Barðastrandasýslu sækir um styrk fyrir útgáfu árbókar Barðastrandasýslu sem kom út í desember 2022. Sótt er um 140 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
5. Guðni Agnarsson sækir um styrk fyrir uppsetningu á leikritinu Undurheimar Astrid Lindgren á Bíldudal og Patreksfirði. Sótt er um styrk sem nemur leigu á Baldurshaga og félagsheimili Patreksfjarðar.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
6. 10. bekkur Patreksskóla og Bíldudalsskóla sækir um styrk fyrir menningarferð til Barcelona. Sótt er um 130 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
7. Foreldrafélag Bíldudalsskóla sækir um styrk fyrir árlegu grímuballi félagsins. Sótt er um styrk sem nemur leigu á Baldurshaga.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
=== 2. 17. júní 2023 ===
Farið var yfir mögulegt fyrirkomulag hátíðahalda á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Ráðið felur menningar- og ferðamálafulltrúa að auglýsa eftir tilboðum í hátíðahöldin sem og tilnefningum til bæjarlistamanns Vesturbyggðar 2023.
== Mál til kynningar ==
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30**
Hlynur Freyr Halldórsson boðaði forföll, ekki tókst að boða varamann í hans stað.
Lagt var til að fundir nefndarinnar verði haldnir annan fimmtudag í mánuði kl. 9.