Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 294
**1. 2208102 - Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði**
|Lögð fram niðurstaða verðkönnunar í polla, forsteyptar einingar og holplötur fyrir framkvæmdina "Lenging Strandarbryggju". Hafnarstjórn þakkar kynninguna og felur hafnarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.|
**2. 2012071 - Ósk Cargow um landtengingu á Mjóeyrarhöfn**
|Lagt fram til kynningar minnisblað Eflu verkfræðistofu um möguleika tengdum landtengingu fyrir skip Cargow á Mjóeyrarhöfn.|
**3. 2004076 - Mjóeyrarhöfn, fylling annar áfangi**
|Lagt fram til kynningar umsóknarbréf til Umhverfisstofnunar með ósk um heimild til vörpunar efnis í hafið.|
**4. 2304128 - Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2023**
|Lagt fram bréf Sjávarútvegsskóla unga fólksins er varðar samstarf og kostnaðarþátttöku sumarið 2023. Hafnarstjórn samþykkir að veita sambærilegan styrk og undanfarin ár.|
**5. 2303363 - Sjávarútvegsráðstefnan 2023**
|Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin í Hörpu 2.-3.nóvember næstkomandi.|
**6. 2304050 - SeaTrade Europe 2023**
|SeaTrade Europe sýningin verður haldin í Hamborg dagana 6.-8.september næstkomandi. Íslandsstofa hefur óskað eftir skráningum á sýninguna. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að svara bréfinu.|
**7. 2304307 - Heimsókn hafnarstjórnar á hafnir**
|Hafnarstjórn ásamt hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna stefnir á að heimsækja starfsstöðvar Fjarðabyggðarhafna nú í maí og júní.|
**8. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023**
|Lagðar fram til kynningar fundargerðir 451. og 452. fundar Hafnasambands Íslands|