Dalabyggð
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 66
**1. 2206033 - Jafnréttisáætlun**
|Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun og felur sveitarstjóra að ganga frá skjalinu, m.a. m.t.t. dagsetninga/tímasetninga ákveðinna aðgerða. Jafnframt hvetur nefndin til að jafnréttisáætlunin verði kynnt á vef og öðrum miðlum sem sveitarfélagið hefur yfir að ráða.|
Nefndin leggur til að hugað verði að fjárveitingu til nefndarinnar vegna jafnréttismála, m.a. til þess að sækja námsskeið og þ.h.
**2. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu**
|Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.|
**3. 2304015 - Fjárhagsaðstoð 2023**
|Samþykkt, fært í trúnaðarbók|
**4. 2301067 - Starfsmannamál**
|Sveitarstjóri kynnti drög að starfslýsingu verkefnastjóra fjölskyldumála.|
Félagsmálanefnd fagnar því að þetta starf verði til.