Hveragerðisbær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 26. apríl 2023 ===
2304087
Í bréfinu óskar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 26. apríl 2023 ===
2304088
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. apríl 2023 ===
2305003
Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. apríl 2023 ===
2305004
Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Bréf frá Innviðaráðuneytinu frá 28. apríl 2023 ===
2305008
Í bréfinu vekur Innviðaráðuneytið athygli á því að frumvarp um breytingar á kosningalögum er nú til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Í frumvarpinu eru lagðar til frekari breytingar á 133. gr. sveitarstjórnarlaga sem fjallar um íbúakosningar sveitarfélaga en regluverk þar að lútandi var einfaldað með lagabreytingu á síðasta ári. Allir hafa tækifæri til að veita stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis umsögn um frumvarpið en ráðuneytið hvetur sveitarfélögin sérstaklega til að skoða málið og veita umsögn. Frestur er til 10. maí nk.
Lagt fram til kynningar.
=== 6.Yfirlit um rekstur Hveragerðisbæjar janúar-mars 2023, fjárfestingar og greidda staðgreiðslu ===
2305005
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar til mars ásamt yfirliti um fjárfestingar og greidda staðgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Minnisblað frá bæjarstjóra - vegna ráðningar starfsfólks á bæjarskrifstofu ===
2305012
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 2. maí 2023 vegna ráðningar menningar- atvinnu og markaðsfulltrúa Hveragerðis og bæjarritara Hveragerðis.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja ráðningaferli í þessi störf.
Fulltrúi D-listans sat hjá.
Fulltrúi D-listans sat hjá.
=== 8.Samkomulag um samstarf um bakvaktir barnaverndar ===
2304089
Lagt fram samkomulag Hveragerðisbæjar, sveitarfélagsins Ölfus,og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. um samstarf um bakvaktir barnaverndar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
=== 9.Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags ===
2304093
Óskað eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerði á meðan beðið er eftir plássi í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir umsóknina þar til barnið fær pláss á leikskólum Hveragerðis.
=== 10.Umsókn um leikskóladvöl barns í öðru sveitarfélagi ===
2304094
Óskað er eftir að barn með lögheimili í Hveragerði fái framlengingu á leikskóladvöl í öðru sveitarfélagi á meðan beðið er eftir leikskólavist í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir umsóknina þar til barnið fær pláss á leikskólum Hveragerðis.
=== 11.Umsókn um leikskóladvöl fyrir barn úr öðru sveitarfélagi ===
2305011
Óskað er eftir að barn með lögheimili í öðru sveitarfélagi fái leikskólapláss í Hveragerði meðan beðið er eftir leikskólaplássi í sínu sveitarfélagi.
Bæjarráð getur ekki orðið við þessari beiðni þar sem biðslisti er eftir leikskólaplássi hjá börnum með lögheimili í Hveragerði.
=== 12.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 31. mars 2023 ===
2304092
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 13.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 5. apríl 2023 ===
2305006
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 14.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. apríl 2023 ===
2305007
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 15.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 24. mars 2023 ===
2304095
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 16.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 14. apríl 2023 ===
2304096
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 17.Fundargerð Byggðasafn Árnesinga frá 17. apríl 2023 ===
2305009
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Getum við bætt efni síðunnar?