Borgarbyggð
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 4. fundur
= Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi =
Dagskrá
=== 1.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Framlögð drög að samningi við verkefnastjóra um vinnu við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
Byggingarnefnd samþykkir framlagðan samning við verkefnastjóra og vísar til byggðarráðs til endanlegrar samþykktar.
=== 2.Íþróttahús - Frumhönnun ===
2110088
Til fundarins kemur Heiðrún Ösp Hauksdóttir, verkefnastjóri vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja til þess að kynna næstu skref vegna vinnu við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
Byggingarnefnd felur verkefnastjóra að ljúka við minnisblað vegna uppbyggingar á gervigrasvelli í Borgarnesi þar sem stillt verði upp mismunandi valkostum miðað við bæði stofn- og rekstrarkostnað ásamt mögulegri tímaáætlun á uppbyggingu mannvirkisins.
Fundi slitið - kl. 14:55.