Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 119
**119. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 3. maí 2023 og hófst hann kl. 16:15.**
Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður og
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 7. mál: Fyrirspurn - Spóahlíð 12-20 - 2305002
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
**1. Seljabót 1-3 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu - 2303047**
Tekin er fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Seljabót 1-3. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna.
Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
**2. Spóahlíð 5 og 9 - umsókn um skipulagsbreytingu - 2303010**
Tekin er fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Spóahlíð 5 og 9. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna.
Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
**3. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis í Svartsengi - 2304089**
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við HS orku um deiliskipulag iðnaðarsvæðisins í Svartsengi.
**4. Hafnargata 26 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2212014**
Eldhamar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á Hafnargötu 26. Sótt er um að byggja við eldra hús til austurs, einnig 2 hæðir, þar sem hótelið er stækkað og bætt við 12 hótelherbergjum ásamt rýmum sem tengjast þeirri starfsemi. Nýbygging er byggð upp á sama hátt og eldra hús þar sem 1. hæð er steypt og 2. hæð er léttbyggt timburhús. Stærð nýbyggingar samkvæmt umsókn er 898,2 fermetrar.
Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag.
Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022.
Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
**5. Borgarhraun 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2302079**
Grenndarkynningu vegna byggingarleyfisumsóknar við Borgarhraun er lokið. Ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að ganga úr skugga um hvort Borgarhraun 1 sé í raun einbýli eða fjölbýli.
**6. Seljabót 2a - Umsókn um byggingarleyfi - 2304088**
Grindavíkurbær sækir um byggingarleyfi fyrir dælustöð á fráveitukerfi Grindavíkurbæjar við Seljabót 2a. Birt flatarmál stöðvarinnar er 50,1 m2. Einnig er sótt um leyfi fyrir aðliggjandi lögnum í götu sem tengjast dælustöðinni.
Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag.
Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022.
Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
**7. Fyrirspurn - Spóahlíð 12-20 - 2305002**
Fyrirspurn frá lóðarhafa við Spóahlið 12-20 um að lóðir fari úr 9 m á breidd í 7 m á breidd ásamt því að óskað er eftir því að lóðum fjölgi úr fimm í sex.
Skipulagsnefnd hafnar fyrirspurninni. Nefndin vill ekki breytta því skipulagi sem er í gildi fyrir raðhúsalóðina, þ.e. 5 íbúðir og að breidd bygginarreita sé 9 m.
**8. Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125**
Fundargerð 36. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja þann 30. mars 2023 lögð fram til kynningar.
**9. Sorpflokkun við heimili - Borgað þegar hent er, innleiðing - 2304042**
Farið yfir innleiðing á breyttu tunnukerfi og flokkun heimilissorps. Íbúafundur verður haldinn fimmtudaginn 11. maí kl. 17:30 í Gjánni.
Fyrirhugað er að deila út tvískiptri tunnu á hvert heimili nú í lok maí eða byrjun júní ásamt því að merkja þær tunnur sem fyrir eru. Skipulagsnefnd tekur vel í aukna sorpflokkun.
**10. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 71 - 2304013F **
Fundargerð 71. fundar afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmál þann 19. apríl 2023 lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.
Skipulagsnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 119](/v/26393)
Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 125](/v/26392)
Fræðslunefnd / 17. apríl 2023
[Fundur 130](/v/26387)
Bæjarstjórn / 25. apríl 2023
[Fundur 540 ](/v/26378)
Bæjarráð / 18. apríl 2023
[Fundur 1641](/v/26371)
Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023
[Fundur 118](/v/26358)
Fræðslunefnd / 2. mars 2023
[Fundur 129](/v/26356)
Bæjarráð / 4. apríl 2023
[Fundur 1640](/v/26355)
Bæjarstjórn / 29. mars 2023
[Fundur 539](/v/26340)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1639](/v/26326)
Skipulagsnefnd / 22. mars 2023
[Fundur 117](/v/26325)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1638](/v/26324)
Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023
[Fundur 124](/v/26303)
Bæjarráð / 8. mars 2023
[Fundur 1637](/v/26300)
Bæjarstjórn / 1. mars 2023
[Fundur 538](/v/26284)
Fræðslunefnd / 27. febrúar 2023
[Fundur 128](/v/26282)
Bæjarráð / 23. febrúar 2023
[Fundur 1636](/v/26277)
Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023
[Fundur 115](/v/26273)
Bæjarráð / 15. febrúar 2023
[Fundur 1635](/v/26264)
Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023
[Fundur 114](/v/26255)
Bæjarráð / 8. febrúar 2023
[Fundur 1634](/v/26251)
Frístunda- og menningarnefnd / 2. febrúar 2023
[Fundur 123](/v/26242)
Bæjarstjórn / 1. febrúar 2023
[Fundur 537](/v/26240)
Skipulagsnefnd / 31. janúar 2023
[Fundur 113](/v/26234)
Bæjarráð / 18. janúar 2023
[Fundur 1633](/v/26217)
Frístunda- og menningarnefnd / 12. janúar 2023
[Fundur 122](/v/26211)
Fræðslunefnd / 11. janúar 2023
[Fundur 126](/v/26210)