Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 34. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Móttaka nýs sveitarstjórnarfólks og nefndarmanna ===
2205069
Farið yfir fyrstu skref nefndarmanna innan stjórnsýslunnar við upphaf kjörtímabils.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Erindisbréf Umhverfis-og landbúnaðarnefndar ===
2206072
Framlagt erindisbréf Umhverfis- og landbúnaðarnefndar frá 2019 til yfirferðar nefndarinnar.
Lagt fram. Nefndin felur deildarstjóra að vinna að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
Uppfært erindisbréf verði lagt fyrir nefndina að loknum breytingum.
Uppfært erindisbréf verði lagt fyrir nefndina að loknum breytingum.
=== 3.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Kynning á verkefnum á vegum Sambandsins er varðar innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
Lagt fram til kynningar.
=== 4.Veggirðingar 2022 ===
2206069
Rætt um ástand veggirðinga í sveitarfélaginu. Viðhald veggirðinga við stofnbrautir er ábótavant og lausaganga búfjár á vegum er víða vandamál.
Umferð um Snæfellsnesveg (nr. 54) hefur stóraukist á undanförnum árum skv. mælingum Vegagerðarinnar og telja nefndarmenn að umferðaröryggi sé stefnt í hættu vegna ástands veggirðinga.
Umhverfis - og landbúnaðarnefnd felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að senda erindi á Innviða-og Matvælaráðuneyti í samræmi við umræður á fundinum.
Umhverfis - og landbúnaðarnefnd felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að senda erindi á Innviða-og Matvælaráðuneyti í samræmi við umræður á fundinum.
=== 5.Samþykkt um búfjárhald ===
1210076
Umræða um Samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. nóvember 2021.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að skrifa fréttatilkynningu og koma henni á heimasíðu sveitarfélagsins og aðra miðla.
=== 6.Umhverfisviðurkenningar 2022 ===
2206070
Undanfarin ár hefur Borgarbyggð árlega veitt umhverfisviðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja. Óskað verður eftir tilnefningum íbúa og viðurkenningar veittar í haust.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga líkt og verið hefur undanfarin ár.
=== 7.Holtavörðuheiðarlína 1,Matsáætlun,ósk um umsögn. ===
2205062
Framlögð matsáætlun vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar.
Lagt fram.
=== 8.Deild umhverfis-og framkvæmdamála skýrsla júní 2022 ===
2206071
Kynning á verkefnum deildarinnar sem eru í gangi.
Lagt fram
=== 9.Fundatími Umhverfis-og landbúnaðarnefndar ===
2206098
Rætt um fundartíma Umhverfis-og landbúnaðarnefndar.
Samþykkt að fundartími Umhverfis-og landbúnaðarnefndar verði þriðja fimmtudag í mánuði.
Næsti fundur nefndarinnar er 18. ágúst 2022 kl. 13:00.
Næsti fundur nefndarinnar er 18. ágúst 2022 kl. 13:00.
Fundi slitið - kl. 17:35.