Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 632. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Yfirlýsing frá félagi sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði ===
2304242
Framlögð yfirlýsing frá Félagi sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði varðandi riðuhættu.
=== 2.Nánari skilgreiningar vegna launa fyrir nefndastörf ===
2301087
Erindi til byggðarráðs þess efnis að ráðist verði endurskoðun erindisbréfa nefnda og ráða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta fara fram endurskoðun á erindisbréfum nefnda t.d. með tilliti til lagabreytinga, breytinga stefnu sveitarfélagsins í málaflokkum, fyrirkomulagi greiðslna, tíðni og tímasetningu funda o.fl. Endurskoðuninni verði lokið fyrir lok september 2023 og niðurstöður lagðar fyrir byggðarráð.
Samþykkt samhljóða.
Lilja B. Ágústsdóttir fór af fundi að afloknum þessum lið.
Samþykkt samhljóða.
Lilja B. Ágústsdóttir fór af fundi að afloknum þessum lið.
=== 3.Aldan framtíðarsýn - starfshópur ===
1912081
Fyrirkomulag dósamóttöku í Borgarbyggð og hugmyndir að næstu skrefum sbr. afgreiðslu byggðarráðs Borgarbyggðar frá 23. mars. s.l. Til fundarins koma Sjöfn Hilmarsdóttir fráfarandi forstöðumaður Öldunnar og Elísabet Jónsdóttir deildarstjóri í fötlunarmálum.
Fyrir liggur að samstarfi Öldunnar og Endurvinnslunnar um móttöku dósa og flaskna til endurvinnslu verður hætt. Stefnan er að því samstarfi ljúki þegar annar aðili hefur tekið að sér að sinna þeirri þjónustu. Byggðarráð vill þakka Endurvinnslunni fyrir gott samstarf undanfarin ár og vonast til að Endurvinnslan eigi gott samstarf við nýjan umboðsaðila.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Orlof húsmæðra 2023. ===
2304257
Framlagður tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi greiðslur í Orlofssjóð húsmæðra.
Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lagður fram. Þar kemur fram að skv. upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 141,01 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972. Samkvæmt þessu er lögbundið framlag Borgarbyggðar m.v. íbúafjölda í lok árs 2022 að lágmarki um 578 þús.kr.
=== 5.Fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar m.v. stöðu í apríl 2023 ===
2305001
Fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar, framvindu og endurskoðun fjárfestinga á árinu m.v. stöðu í lok apríl 2023. Mál tekið fyrir að beiðni Sigurðar Guðmundssonar byggðarráðsfulltrúa.
Samkvæmt fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2023 er áætlað að nettó fjárfestingar verði samtals kr. 566 m.kr. Þar af er ráðgert að 333 m.kr. verði fjárfest í húsnæði og 176 m.kr. í götum og vegum. Í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar kom fram að ráðgert væri að um 6% fjárfestingar ársins myndi falla til á fyrsta ársfjórðungi og að fjárfestingar yrðu mestar í sumar og haust. Ekkert hefur komið fram sem gefur tilefni til að breyta áætlun ársins og engum verkefnum hefur verið slegið á frest. Í núverandi vaxta- og verðbólguumhverfi er mikilvægt að varast að auka skuldir sveitarfélagsins þannig að áframhaldandi varfærni í fjárfestingum er skynsamleg.
Tillaga frá Sigurði Guðmundssyni fyrir hönd minnihluta: "Raun fjárfesting ársins 2023 stefnir í að verða lægri heldur en samþykkt fjárfestingaráætlun 2023 hljóðaði upp á m.a. vegna hagstæðra niðurstöðu útboðs á hönnun Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og framgang annarra verkefna á fyrstu mánuðum ársins. Fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar Borgarbyggðar legg ég til breytingar á fjárfestingaráætlun sem fela það í sér að auka fjárfestingu í skólalóð Grunnskólans í Borgarnesi þannig að henni verði lokið á árinu 2023 samkvæmt fyrirliggjandi hönnun lóðarinnar. Góð skólalóð er mikilvæg hverjum skóla og hjálpar til við að gera gott skólastarf betra. Fjármagn sem þarf til þess verði tekið af öðrum liðum innan ársins og fjárfesting í skólalóðum næstu ára lækkuð á móti þannig er einungis um tilfærslur fjármuna innan áætlunarinnar 2023-2026. Þar sem fyrir liggur hönnun á skólalóðinni þá á að vera mögulegt að hrinda þessu í framkvæmd á þessu ári.
Jafnframt legg ég til að ef í ljós kemur að ef það verði meiri slaki í fjárfestingum ársins að hann verði nýttur til þess að klára stækkun á búningsklefum kvenna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þar er ófrágengið pláss við hlið núverandi búningsklefa sem myndaðist við breytingar sem gerðar voru á sundlaug og líkamsræktaraðstöðu fyrir nokkrum árum. Verkefnið ætti ekki að vera stórt því einungis er um að ræða innréttinga- og frágangsvinnu á rýminu sem mætti undirbúa þannig að mögulegt sé að hrinda því í framkvæmd ef svigrúm skapast."
Bókun frá fulltrúum Framsóknarflokksins: "Fulltrúar Framsóknar telja varhugavert strax á fyrsta ársfjórðungi að áætla að raun fjárfestingar ársins verði lægri en áætlanir gera ráð fyrir. Enda gera áætlanir ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðar komi fram síðari hluta árs. Undirrituð geta tekið undir mikilvægi þess að bæta búningsaðstöðu í sundlaug íþróttamiðstöðvar og aðbúnað á skólalóðum enda hefur í tengslum við jákvæða niðurstöðu ársreiknings þegar verið óskað eftir upplýsingum um kostnaðaráætlun og annað er lítur að því að hefja þær framkvæmdir. Sömuleiðis eru áform um að bæta leiksvæði í hverfum sveitarfélagsins og leiktæki á lóð Grunnskólans á Hvanneyri. Skólastjórnendur Grunnskólans í Borgarnesi hafa óskað eftir því að breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi hönnun lóðarinnar og mikilvægt áður en ráðist er í frekari kostnaðarsamar framkvæmdir við lóðina að fá upplýsingar hverjar þarfir skólans eru. En ljóst er að um 40-50 milljónir króna þarf til að klára lóðina."
Tillaga Sigurðar Guðmundssonar borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum (GE og DS) gegn einu (SG).
Lilja B. Ágústsdóttir kom á ný til fundarins.
Tillaga frá Sigurði Guðmundssyni fyrir hönd minnihluta: "Raun fjárfesting ársins 2023 stefnir í að verða lægri heldur en samþykkt fjárfestingaráætlun 2023 hljóðaði upp á m.a. vegna hagstæðra niðurstöðu útboðs á hönnun Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og framgang annarra verkefna á fyrstu mánuðum ársins. Fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar Borgarbyggðar legg ég til breytingar á fjárfestingaráætlun sem fela það í sér að auka fjárfestingu í skólalóð Grunnskólans í Borgarnesi þannig að henni verði lokið á árinu 2023 samkvæmt fyrirliggjandi hönnun lóðarinnar. Góð skólalóð er mikilvæg hverjum skóla og hjálpar til við að gera gott skólastarf betra. Fjármagn sem þarf til þess verði tekið af öðrum liðum innan ársins og fjárfesting í skólalóðum næstu ára lækkuð á móti þannig er einungis um tilfærslur fjármuna innan áætlunarinnar 2023-2026. Þar sem fyrir liggur hönnun á skólalóðinni þá á að vera mögulegt að hrinda þessu í framkvæmd á þessu ári.
Jafnframt legg ég til að ef í ljós kemur að ef það verði meiri slaki í fjárfestingum ársins að hann verði nýttur til þess að klára stækkun á búningsklefum kvenna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þar er ófrágengið pláss við hlið núverandi búningsklefa sem myndaðist við breytingar sem gerðar voru á sundlaug og líkamsræktaraðstöðu fyrir nokkrum árum. Verkefnið ætti ekki að vera stórt því einungis er um að ræða innréttinga- og frágangsvinnu á rýminu sem mætti undirbúa þannig að mögulegt sé að hrinda því í framkvæmd ef svigrúm skapast."
Bókun frá fulltrúum Framsóknarflokksins: "Fulltrúar Framsóknar telja varhugavert strax á fyrsta ársfjórðungi að áætla að raun fjárfestingar ársins verði lægri en áætlanir gera ráð fyrir. Enda gera áætlanir ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðar komi fram síðari hluta árs. Undirrituð geta tekið undir mikilvægi þess að bæta búningsaðstöðu í sundlaug íþróttamiðstöðvar og aðbúnað á skólalóðum enda hefur í tengslum við jákvæða niðurstöðu ársreiknings þegar verið óskað eftir upplýsingum um kostnaðaráætlun og annað er lítur að því að hefja þær framkvæmdir. Sömuleiðis eru áform um að bæta leiksvæði í hverfum sveitarfélagsins og leiktæki á lóð Grunnskólans á Hvanneyri. Skólastjórnendur Grunnskólans í Borgarnesi hafa óskað eftir því að breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi hönnun lóðarinnar og mikilvægt áður en ráðist er í frekari kostnaðarsamar framkvæmdir við lóðina að fá upplýsingar hverjar þarfir skólans eru. En ljóst er að um 40-50 milljónir króna þarf til að klára lóðina."
Tillaga Sigurðar Guðmundssonar borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum (GE og DS) gegn einu (SG).
Lilja B. Ágústsdóttir kom á ný til fundarins.
=== 6.Krafa vegna Mávakletts 10 ===
2211232
Afgreiðsla sveitarstjórnarfundar nr. 236 varðandi kröfu vegna Mávakletts 10. "Forseti ber upp tillögu þess efnis að málinu verði vísað aftur inn í byggðarráð þar sem óskað verði eftir frekari gögnum." Lögð fram yfirlýsing Birkis Más Gunnarssonar dags. 23. apríl 2023.
Málinu var vísað aftur inn í byggðarráð með bókun sveitarstjórnar dags. 9. febrúar 2023, þar sem kalla átti eftir frekari gögnum. Hefur nú verið lögð fram yfirlýsing Birkis Más Gunnarssonar, dags. 23. apríl 2023. Byggðarráð leggur til að samkomulagið verði staðfest og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Áformuð hlutafjáraukning Ljósleiðarans ===
2210251
Umræða um fyrirhugaða hlutafjáraukningu Ljósleiðarans ehf. Borgarbyggð hafði samþykkt hlutafjáraukningu fyrir sitt leyti í nóvember 2022. Borgarráð Reykjavíkurborgar er nýbúið að samþykkja hlutafjáraukningu fyrir sitt leyti en sú breyting hefur helst orðið að hámarki verður selt 33,33% af hlutafé í stað allt að 40% áður.
Borgarbyggð hafði samþykkt hlutafjáraukningu Ljósleiðarans fyrir sitt leyti í nóvember síðastliðnum. Sú samþykkt byggðist á viðamiklum gögnum sem þá þegar lágu fyrir um tilgang hlutafjáraukningar, stöðu félagsins og áform um ráðstöfun fjármagns. Borgarbyggð óskar Ljósleiðaranum alls hins besta í komandi hlutafjáraukningu og bindur vonir við að nýtt eigið fé og nýir hluthafar verði til að styrkja félagið enn frekar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Orkufundur 2023 - Samtök orkusveitarfélaga ===
2304249
Framlögð tilkynning frá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga um Orkufund þann 10. maí 2023.
Framlagt fundarboð.
=== 9.Útboð vegna ræstinga ===
2211229
Framlagt minnisblað með tillögum um fyrirkomulag ræstingar hjá Borgarbyggð.
Lagt er til að ræstingar við Grunnskólann í Borgarnesi, Ölduna, Frístund, Óðal, Leikskólann Andabæ, Tónlistarskóla Borgarfjarðar og ráðhús Borgarbyggðar verði boðnar út fyrir 1. júní 2023 og að leitað verði liðsinnis ráðgjafa við gerð útboðsgagna en að öðru leyti munu sviðsstjórar halda utan um ferlið. Ákvörðunin er byggð á afgreiðslu byggðarráðs frá 3. nóvember sl. en þar segir að við mat á breyttu fyrirkomulagi ræstinga sé mikilvægt að horfa t.d. til gæða, sveigjanleika og fyrirsjáanleika í mönnun, hagkvæmni og áhrifa á starfsemi viðkomandi stofnana.
Samþykkt samhljóða.
Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lilja B. Ágústsdóttir vék af fundi að afloknum þessum lið.
Samþykkt samhljóða.
Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lilja B. Ágústsdóttir vék af fundi að afloknum þessum lið.
=== 10.Aðalfundarboð Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar 2023 ===
2304246
Aðalfundarboð Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar 9.maí 2023
Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.
=== 11.Niðurfelling vegar af vegaskrá Grenjavegur 5374-01 ===
2304244
Framlagt bréf Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Grenjavegar nr. 5374-01 af vegaskrá
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna búsetu og atvinnurekstur við Grenjaveg og setja sig í samband við bréfritara.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 12.Birkihlíð - útboðsgögn, verðfyrirspurn ===
2201128
Kynning á stöðu gatnagerðar við Birkihlíð á Varmalandi. Óskað eftir afstöðu byggðarráðs hvort breyta eigi verkinu m.t.t. hugmynda um breytt skipulag og hvort leggja skuli snjóbræðslu. Framlagt minnisblað deildarstjóra umhverfis- og framkvæmdamála sem mætti á fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð leggur til að verkið verði klárað í samræmi við verksamning að undanskilinni malbikun á botnlanga við Birkihlíð 2-4.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 13.Tillögur um breytingar á 133. gr. sveitarstjórnarlaga um íbúakosningar sveitarfélaga ===
2304267
Framlagt erindi frá Innviðaráðuneyti varðandi fyrirhugaðar breytingu á 133. gr. sveitarstjórnarlaga um íbúakosningar sveitarfélaga
Framlagt.
=== 14.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál
Framlagt.
=== 15.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál.
Framlagt.
=== 16.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál.
Framlagt.
=== 17.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál.
Framlagt.
=== 18.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkítektúrs fyrir árin 2023-2026.
Framlagt.
=== 19.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2023 ===
2301206
Framlögð fundargerð 452. fundar stjórnar Hafnasanmbands Íslands.
Fundargerð framlögð.
=== 20.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlagðar fundargerðir 922., 923., 924. og 925. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðir framlagðar.
=== 21.Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 11 ===
2304006F
Fundargerð framlögð.
- Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 11 Byggingarnefnd Grunnskóla Borgarfjarðar fór yfir fyrstu drög að arkitektateikningum. Nefndin ákvað að halda næsta fund 2. maí á Kleppjárnsreykjum og fara yfir tillögurnar með fulltrúum skólans.
Fundi slitið - kl. 11:30.
Samþykkt samhljóða.