Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1578
==== 4. maí 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Ráðning skólastjóra Krikaskóla ==
[202303023](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303023#hoje7egdqkkys0jqya5w1)
Tillaga um ráðningu skólastjóra Krikaskóla.
Bæjarráð samþykkt með fimm atkvæðum að Viktoría Unnur Viktorsdóttir verði ráðin skólastjóri við Krikaskóla frá og með 1. júní 2023. Jafnframt að ráðningin verði kynnt fyrir fræðslunefnd.
== Gestir ==
- Gunnhildur M. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
== 2. Framtíðarskipulag Skálatúns - trúnaðarmál ==
[202206678](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202206678#hoje7egdqkkys0jqya5w1)
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu viðræðna um framtíð Skálatúns.
== Gestir ==
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
== 3. Rafmagn - smíði og uppsetning heimtaugaskápa ==
[202303156](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303156#hoje7egdqkkys0jqya5w1)
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans í smíði og uppsetningu á heimtaugaskápum vegna götulýsingar. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist í maí 2023 og verði að fullu lokið í maí 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Ljósvista ehf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
== 4. Beiðni um breytingu á samkomulagi um uppbyggingu IV. áfanga Helgafellshverfis ==
[202304518](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304518#hoje7egdqkkys0jqya5w1)
Erindi frá Byggingarfélaginu Bakka ehf. varðandi breytingu á samkomulagi um uppbyggingu á IV. áfanga Helgafellshverfis.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns.
== 5. Frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu ==
[202304453](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304453#hoje7egdqkkys0jqya5w1)
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu. Umsagnarfrestur er til 10. maí nk.
Lagt fram.
== 6. Framvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum í þágu barna ==
[202304438](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304438#hoje7egdqkkys0jqya5w1)
Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingi umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum í þágu barna. Umsagnarfrestur er til 9. maí nk.
Lagt fram.
== 7. Frumvarp til laga um kosningalög o.fl. ==
[202304516](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304516#hoje7egdqkkys0jqya5w1)
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um kosningarlög o.fl. Umsagnarfrestur er til 10. maí nk.
Lagt fram.
== 8. Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða ==
[202304532](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304532#hoje7egdqkkys0jqya5w1)
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða. Umsagnarfrestur er til 11. maí nk.
Lagt fram.
== 9. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnumhönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026 ==
[202305022](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305022#hoje7egdqkkys0jqya5w1)
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026. Umsagnarfrestur til 11. maí nk.
Lagt fram.