Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 598. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Fjárhagsáætlun 2023 ===
2206062
Rætt um undirbúning vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs kemur til fundarins og fer yfir fyrirhugaða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Byggðarráð Borgarbyggðar þakkar kynninguna og óskar eftir því að fá reglubundnar uppýsingar um stöðu fjárhagsáætlunarvinnu á komandi mánuðum.
=== 2.Samanburður við fjárhagsáætlun 2022 ===
2203257
Lagður fram samanburður við fjárhagsáætlun fyrir tímabilið janúar - apríl 2022
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum samanburðar á yfirliti yfir rekstur sveitarfélagsins við áætlun fyrstu fjóra mánuði ársins. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði skila sér seinna inn en áætlað var, en engar breytingar hafa orðið á áætlun greiðslna úr sjóðnum. Samkvæmt frávikagreiningunni er reksturinn í heild og tekjur á þessum tímapunkti nokkuð í takt við áætlun. Þó þarf að kanna nánar aukinn kostnað vegna slökkviliðs og samhliða því kanna hvort þörf sé á viðauka vegna þess kostnaðar.
=== 3.Kynning frá Menntaskóla Borgarfjarðar, Skólaþróunarverkefni MB - Menntun fyrir störf framtíðar ===
2203124
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna tillögu um samstarf milli Menntaskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarbyggðar.
Til fundarins kemur Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar til þess að kynna tillögu um samstarf milli MB og Grunnskóla Borgarbyggðar vegna framtíðarvers er hefur vinnuheitið Kvika. Byggðarráð Borgarbyggðar tekur vel í hugmyndir um samstarf og aðkomu sveitarfélagsins að Kviku og felur starfandi sveitarstjóra að setja niður nánari útfærslu á því samstarfi. Jafnframt er þeim kostnaði sem fyrirsjáanlegur er vegna verkefnisins vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2023.
=== 4.Brákarey - framtíðarskipulag ===
2111213
Til fundarins kemur Steinþór Pálsson til þess að kynna tillögur KPMG að nálgun uppbyggingarverkefnis í Brákarey.
Byggðarráð þakkar kynningu Steinþórs og felur starfandi sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við KPMG um nálgun á verkefnið og leggja að nýju fyrir byggðarráð til umfjöllunar.
=== 5.Eignasjóður Íþróttamiðstöðin Borgarnesi ===
2203188
Framlagður samningur við Á.Óskarsson vegna dúklagningar á útilaug í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning við Á. Óskarsson vegna dúklagningar í útilaug sundlaugar. Kostnaður vegna samningsins er í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
=== 6.Eignasjóður Slökkvistöð Sólbakka 13-15 ===
2203192
Til fundarins koma Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Heiðar Örn Eiríksson, varaslökkviliðsstjóri til þess að ræða næsta skref varðandi húsnæðismál slökkviliðsins, sérstaklega Sólbakka 13-15.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera ítarlega úttekt á nauðsynlegum endurbótum á slökkvistöð sveitarfélagsins að Sólbakka 13-15.
=== 7.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Brákarhátíð 2022 ===
2204089
Á 35. fundi atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar var framlögð umsókn frá Hollvinasamtökum Borgarness dags. 25.apríl 2022 framlögð. Umsóknin uppfyllti skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkti nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Nefndin felur jafnframt byggðarráði að staðfesta samninginn.
Byggðarráð staðfestir framlagðan samning frá Hollvinasamtökum Borgarness, dags. 25. apríl 2022.
=== 8.Starfsmannamál 2022 ===
2201012
Upplýsingar veittar um starfsmannamál hjá Borgarbyggð.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Brotthvarf úr framhaldsskólum ===
2205027
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. maí 2022, ásamt meðfylgjandi bréfi Velferðarvaktarinnar, dags. 7. apríl 2022 vegna brotthvarfs úr framhaldsskólum á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
=== 10.Áskorun til sveitarfélaga v. fasteignaskatts. ===
2206008
Framlögð áskorun stjórnar félags atvinnurekanda, dags. 31. maí 2022 vegna hækkunar fasteignagjalda vegna hækkandi fasteignamats.
Lagt fram til kynningar.
=== 11.Framtíðaríbúðabyggð í Borgarnesi - Borgarvogur ===
2202108
Framlagður samningur við Arkitektafélag Íslands vegna hönnunarsamkeppnar um Borgarvog.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlagðan samning f.h. Borgarbyggðar vegna hönnunarsamkeppni um íbúabyggð handan Borgarvogs, að undangenginni tilnefningu verkefnastjóra í verkefnið.
=== 12.Húsnæðismál Ráðhússins ===
1909156
Framlögð tvo tilboð í skjalaskápa í skjalageymslu á 1. hæð frá Egilsson og Rossen ehf.
Sveitarstjórn felur starfandi sveitarstjóra að samþykkja framlagt tilboð vegna skjalaskápa sem setja á í skjalageymslu á 1. hæð, Digranesgötu 2.
=== 13.Útboð vegna reksturs og hýsingu tölvukerfis Borgarbyggðar ===
2111060
Framlögð opnunarskýrsla frá Ríkiskaupum og tillaga að vali tilboðs frá Ríkiskaupum vegna útboðs um rekstur og hýsingu tölvukerfa Borgarbyggðar.
Borgarbyggð hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í útboði 21600 Hýsing og rekstur frá Ríkiskaupum. Byggðarráð staðfestir að fara skuli að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.
=== 14.Umsókn um framkvæmdaleyfi ===
2205103
Umhverfis- og framkvæmdadeild Borgarbyggðar óskar eftir framkvæmdaleyfi til að fjarlægja hluta af hlöðnum garði sem liggur á holti við Borgarbraut, vestan við Hjálmaklett. Í vor hrundi nokkuð af grjóti niður á gangstéttina fyrir neðan. Talið er að hætta geti skapast á næstu árum fyrir vegfarendur um Borgarbrautina og er því óskað eftir að fjarlægja efsta lag garðsins sem hallar niður að veginum. Neðsti hluti garðsins verður skilinn eftir svo útlínur garðsins halda sér enda er hann mikilvægur minnisvarði um búsetulandslag í Borgarnesi.
Garðurinn er á skilgreindu svæði sem íbúðabyggð og hefur því ekki sérstaka vernd skv. aðalskipulagi. Ekki er deiliskipulag á svæðinu.
Garðurinn er á skilgreindu svæði sem íbúðabyggð og hefur því ekki sérstaka vernd skv. aðalskipulagi. Ekki er deiliskipulag á svæðinu.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarákvörðun sveitarstjórnar, samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi til umhverfis- og framkvæmdadeildar Borgarbyggðar til þess að fjarlægja hluta af hlöðnum garði á holti við Borgarbraut, vestan við Hjálmaklett, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
=== 15.Valfell L135022 - Breyting á aðalskipulagi ===
2205206
Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar á fundi nr. 40 þann 10. janúar 2022: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja, fyrir sitt leyti, framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillagan tekur til breyttrar landnotkunar þar sem felld er út skilgreining á þjónustusvæði við Valfell. Ekki er um að ræða verulega breytingu á landnotkun og er breytingin ekki líkleg til þess að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stórt svæði. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrir sitt leyfi framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 um breytta landnotkun þar sem felld er út skilgreining á þjónustusvæði við Valfell. Breyting á aðalskipulagi verði skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 16.Yfirfærsla Borgarbrautar - Endurnýjun á fráveitulögnum og yfirlagi í Borgarbraut ===
2012038
Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar á fundi nr. 40 þann 10. janúar 2022: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis til umhverfis- og framkvæmdadeildar Borgarbyggðar vegna endurbóta og lagnagerða í 1. áfanga Borgarbrautar (531) með vísan til framlagðra gagna."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarsstjórnar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis til umhverfis- og framkvæmdadeildar Borgarbyggðar vegna endurbóta og lagnagerðar í 1. áfanga Borgarbrautar með vísan til framlagðra gagna og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
=== 17.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 3 ===
2205087
Framlögð umsókn Sigurðar Búa Rafnssonar um lóðina að Rjúpuflöt 3.
Byggðarráð samþykkir umsókn Sigurðar Búa Rafnssonar um lóðina að Rjúpuflöt 3.
=== 18.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 6 ===
2205082
Framlögð umsókn Vigfúsar Ægis Vigfússonar um lóðina að Rjúpuflöt 6.
Framlagðar umsóknir Einars Reynissonar og Vigfúsar Ægis Vigfússonar um lóðina að Rjúpuflöt 6, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda: Rjúpuflöt 6: Vigfús Ægir Vigfússon.
Samhliða úthlutun skilar Vigfús Ægir Vigfússon lóðinni að Arnarflöt 6 þar sem einstaklingur hefur ekki heimild til þess að vera með fleiri en eina íbúðarhúsalóð úthlutað á hverjum tíma.
Samhliða úthlutun skilar Vigfús Ægir Vigfússon lóðinni að Arnarflöt 6 þar sem einstaklingur hefur ekki heimild til þess að vera með fleiri en eina íbúðarhúsalóð úthlutað á hverjum tíma.
=== 19.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 6 ===
2205091
Framlögð umsókn Einars Reynissonar um lóðina að Rjúpuflöt 6.
Framlagðar umsóknir Einars Reynissonar og Vigfúsar Ægis Vigfússonar um lóðina að Rjúpuflöt 6, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda: Rjúpuflöt 6: Vigfús Ægir Vigfússon.
=== 20.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 4 ===
2206001
Framlögð umsókn um lóðina að Rjúpuflöt 4, Hvanneyri.
Framlagðar umsóknir Einars Reynissonar og Söndru Óskar Sigríðardóttur Bender um lóðina að Rjúpuflöt 4, Borgarnesi.
Þar sem maki Söndru fékk úthlutað lóðinni að Rjúpuflöt 6 er ekki þörf á útdrætti þar sem hún hefur ekki heimild til þess að fá annarri lóð úthlutað vegna tengsla við maka.
Er Einari Reynissyni því úthlutuð lóðin að Rjúpuflöt 4.
Þar sem maki Söndru fékk úthlutað lóðinni að Rjúpuflöt 6 er ekki þörf á útdrætti þar sem hún hefur ekki heimild til þess að fá annarri lóð úthlutað vegna tengsla við maka.
Er Einari Reynissyni því úthlutuð lóðin að Rjúpuflöt 4.
=== 21.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 4 ===
2205148
Framlögð umsókn Söndru Óskar Sigríðardóttur Bender um lóðina að Rjúpuflöt 4.
Framlagðar umsóknir Einars Reynissonar og Söndru Óskar Sigríðardóttur Bender um lóðina að Rjúpuflöt 4, Borgarnesi.
Þar sem maki Söndru fékk úthlutað lóðinni að Rjúpuflöt 6 er ekki þörf á útdrætti þar sem hún hefur ekki heimild til þess að fá annarri lóð úthlutað vegna tengsla við maka.
Er Einari Reynissyni því úthlutuð lóðin að Rjúpuflöt 4.
Þar sem maki Söndru fékk úthlutað lóðinni að Rjúpuflöt 6 er ekki þörf á útdrætti þar sem hún hefur ekki heimild til þess að fá annarri lóð úthlutað vegna tengsla við maka.
Er Einari Reynissyni því úthlutuð lóðin að Rjúpuflöt 4.
=== 22.Stóra-Fjallsvegur niðurfelling af vegaskrá ===
2206068
Framlögð tilkynning Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Stóra-Fjallsvegar nr. 5350-01 af vegaskrá.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna búsetu og atvinnurekstur við Stóra-Fjallsveg og setja sig í samband við bréfritara.
=== 23.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Endurskipa þarf í fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar vegna nafnaruglings sem varð við skipun í nefndina.
Framlögð tillaga um skipun byggðarráðs sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar í fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar:
Aðalmenn:
Þorsteinn Viggósson
Halldóra Jónasdóttir
Sigvaldi Jónasson
Pétur Sumarliðason
Varamenn:
Heiða Dís Fjelsted
Unnsteinn Elíasson
Aðalmenn:
Þorsteinn Viggósson
Halldóra Jónasdóttir
Sigvaldi Jónasson
Pétur Sumarliðason
Varamenn:
Heiða Dís Fjelsted
Unnsteinn Elíasson
=== 24.Almenn eigendastefna Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum ===
2206046
Framlagt bréf Reykjavíkurborgar um almenna eigendastefnu gagnvart B hlutafélögum, dags. 7. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.
=== 25.Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 2022, Fundarboð ===
2206054
Framlagt fundarboð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar sem haldinn verður 16. júní 2022
Byggðarráð felur Davíð Sigurðssyni til að fara með atkvæði Borgarbyggðar á aðalfundi Menntaskóla Borgarfjarðar.
=== 26.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. - FUNDARBOÐ.2022 ===
2206063
Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna. Rétt til setu á aðalfundi hafa kjörnir aðal- og varamenn í sveitarstjórnum eigenda, bæjar- og sveitarstjórar eigenda,
Davíð Sigurðssyni er falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Faxaflóahafna.
=== 27.Leyfisumsókn - rallaksturskeppni í Kaldadal og Uxahryggjum ===
2206125
Framlögð beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um umsögn Borgarbyggðar vegna rallaksturskeppni um Kaldadal og Uxahryggi.
Framlögð umsókn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um akstur um Kaldadal og Uxahryggi í tengslum við rallýkeppni dagana 25. júní 2022. Byggðarráð veitir leyfi sitt til aksturs um svæðið fyrir sitt leyti. Skilyrði fyrir leyfisveitingunni er að veginum verði skilað í áþekku ásigkomulagi og hann var fyrir keppnina og verði í því sambandi heflaður ef þörf þykir.
Fundi slitið - kl. 10:15.