Borgarbyggð
Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 36. fundur
= Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd =
Dagskrá
=== 1.Móttaka nýs sveitarstjórnarfólks og nefndarmanna ===
2205069
Farið yfir fyrstu skref nefndarmanna innan stjórnsýslunnar við upphaf kjörtímabils, meðal annars samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, erindisbréf, siðareglur, hlutverk nefndarmanna, fundarsköp, samskipti og eldri mál
Nefndin þakkar samskiptastjóra fyrir greinagóða yfirferð á fyrstu skrefum nefndarmanna og hlakkar til að takast á við komandi verkefni.
=== 2.Erindisbréf atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar ===
2206042
Framlagt erindisbréf atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar Borgarbyggðar sem samþykkt var árið 2020.
Nefndin telur nauðsynlegt að bæta því við verkefni nefndarinnar að starfa sem stjórn Safnahúss Borgarfjarðar. Jafnframt skuli breyta erindisbréfi til samræmis við að fundargerðir nefndarinnar séu nú undirritaðar rafrænt. Nefndin felur samskiptastjóra að leggja til slíkar breytingar og senda á byggðarráð til samþykkis samhliða því sem nauðsynlegt er að endurskoða samþykkt um stjórn Borgarbyggðar svo samræmi sé milli umræddra tveggja skjala.
=== 3.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Hvanneyrarhátíð 2022 ===
2206058
Framlögð umsókn frá forsvarsmanni Hvanneyrarhátíðarinnar, Sigurði Guðmundssyni dags. 9. júní 2022.
Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning.
Nefndin felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarsmann hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2022.
Nefndin felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarsmann hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2022.
=== 4.Val á listamanni Borgarbyggðar ===
2206059
Umræður um hvernig val á listamanni Borgarbyggðar skuli vera háttað.
Nefndin felur samskiptastjóra að kynna sér fyrirkomulagið hjá öðrum sveitarfélögum og stofnunum og leggja fyrir nefndina á næsta fund tillögur að reglum um val á listamanni Borgarbyggðar.
=== 5.Boð um listaverk Sigthoru Odins til kaups ===
2205054
Framlagt erindir frá Sigthoru Odins, dags. 6. maí 2022 þar sem sveitarfélaginu er boðið tvö myndlistaverk til kaups í listasafn Sveitarfélagsins Borgarbyggðar.
Nefndin þakkar fyrir sýndan áhuga á kaupi á myndlistaverkum en þar sem ekki var gert ráð fyrir slíkum kaupum á þessu fjárhagsári sér nefndin sér ekki fært á að samþykkja slík kaup að svo stöddu.
=== 6.Atvinnulíf Borgarbyggðar ===
1910025
Umræður um atvinnulífið í sveitarfélaginu og hvernig styrkja megi samstarfið milli sveitarfélagsins og atvinnurekendur.
Nefndin ræddi hugmyndir um hvernig megi styrkja enn frekar samstarf milli Borgarbyggðar og atvinnurekenda og ákvað að fela samskiptastjóra að undirbúa súpufundi í haust. Þar gefst hagsmunaaðilum tækifæri til þess að ræða um málaflokkinn og hvernig Borgarbyggð getur styrkt atvinnulífið í sveitarfélaginu með myndun atvinnusýnar til framtíðar.
Fundi slitið - kl. 10:45.