Borgarbyggð
Fjallskilanefnd Þverárréttar - 63. fundur
= Fjallskilanefnd Þverárréttar =
Dagskrá
=== 1.Verkaskipting nefndar 2022-2026 ===
2206128
Nefndin skiptir með sér verkum.
=== 2.Samþykktir og reglugerðir er varða fjallskilanefnd ===
2206156
Farið yfir samþykktir og reglugerðir sem fjallskilanefnd starfar eftir.
Fjallskilasamþykkt, girðingalögin og samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð.
=== 3.Viðhald Þverárréttar, girðinga og annarra mannvirkja ===
2206160
Skipt verður um jarðveg inni í almenningnum á Þverárétt. Grétar Þór Reynisson hefur verið ráðinn í verkið. Sótt var í Styrktarvegasjóð Vegagerðarinnar á síðasta ári og fengum við úthlutað pening þaðan. Unnið verði áfram að því að laga vegina frá Kvíum að fjallgirðingu og frá Örnólfsdal og að fjallgirðingu.
Búið er að ráða menn í viðhald fjallgirðinganna og eru þeir byrjaðir á þeim verkum.
Búið er að ráða menn í viðhald fjallgirðinganna og eru þeir byrjaðir á þeim verkum.
=== 4.Fé sleppt á afrétt 2022 ===
2206161
Þar sem tíð hefur verið góð í vor og lítur vel út með gróður var ákveðið að flýta sleppingum á afrétt þetta vorið og má fara með fé núna 15 júní.
=== 5.Flýting leita 2022 ===
2206129
Rætt um flýtingu leita og rétta.
Samþykkt að óska eftir að flýta öllum leitum í haust.
Fjallskilanefnd Þverárréttar óskar eftir heimild til að flýta öllum leitum um eina viku haustið 2022.Fyrstu leitir hefjist þá aðra helgina í september.
Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
Fjallskilanefnd Þverárréttar óskar eftir heimild til að flýta öllum leitum um eina viku haustið 2022.Fyrstu leitir hefjist þá aðra helgina í september.
Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
=== 6.Fjallskilasamþykkt ===
2206162
Rætt um fjallskilasamþykkt nr. 683/2015 sem í gildi er.
Fjallskilanefnd Þverárréttar, vill taka til athugunar að fara yfir Fjallskilasamþykkt þá sem er í gildi núna. Leitir færast mikið til milli ára og eru á tímabili mjög seint. Spurning að finna annan tíma til að miða við leitartímann en 12 og 13 til 18 og 19 september. Einnig fleiri atriði sem mætti athuga.
=== 7.Erindi til sveitarstjórnar vegna 6.gr. fjallskilasamþykktar ===
2206163
Eftirfarandi erindi er sent til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fjallskilanefnd Þverárréttar óskar eftir því að sveitarstjórn nýti heimild 6. gr. fjallskilasamþykktar og skyldi ábúendur jarða í fjallskilaumdæmi Þverárréttar sem afnotarétt hafa, til að flytja fé sitt á fjall, nema fjárheld girðing sé til staðar á heimalandi.
=== 8.Fjallskilaseðill 2022 ===
2206165
Stefnt er að því að senda fjallskilaseðil út strax eftir verslunarmannahelgi.
Fundi slitið - kl. 20:00.
Varaformaður: Ingi Björgvin Reynisson
Ritari: Thelma Harðardóttir