Borgarbyggð

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 12. fundur

08.05.2023 - Slóð - Skjáskot

    = Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =

Dagskrá === 1.Grjóteyri 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, === 2303079 Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir vinnustofu, ein hæð og ris, á Grjóteyri 2 L198898. Húsið verður alls 115,6 fm. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu og er það að hluta innan friðlands Andakíls. Uppdráttur dags. 13.02.2023. Uppdráttur dags. 13.02.2023. Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir landeigendum Grjóteyrar, Grjóteyrar 1 og Grjóteyrartungu og leitað umsagnar Umhverfisstofnunar. === 2.Ásgarður L221045 - Umsókn um stofnun lóðar === 2305042 Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Miðgarður, úr Ásgarður L221045. Um er að ræða 6 ha land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað Land. Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Miðgarður, stærð 6 ha úr landinu Ásgarður L221045. Lóðin verður nýtt sem Annað Land en taka ber fram að ekki fylgja lóðinni heimildir til uppbyggingar. === 3.Umsókn um framkvæmdaleyfi- hreystitæki === 2303020 Á 10. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 19. apríl 2023 var samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á hreystitækjum á tveimur stöðum í Borgarnesi og á Hvanneyri. Umhverfis- og framkvæmdadeild óskar eftir að þau tæki sem eiga að vera við íþróttavöllinn verði færð suð-vestan við völlinn, neðan við Bjössaróló, sem þykir heppilegri staðsetning en áætlað var. Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir færslu á hreystitækjum við íþróttavöllinn í Borgarnesi. Ekki þarf að grennndarkynna breytta staðsetningu þar sem ný staðsetning hefur ekki áhrif aðliggjandi byggð. Fundi slitið - kl. 14:10.

Framleitt af pallih fyrir gogn.in