Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 40. fundur
= Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Móttaka nýs sveitarstjórnarfólks og nefndarmanna ===
2205069
Farið yfir fyrstu skref nefndarmanna innan stjórnsýslunnar við upphaf kjörtímabils. Kynning á málum sem eru í ferli.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Valfell L135022 - Breyting á aðalskipulagi ===
2205206
Lögð er fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Valfells L135022 dags. 27.05.2022.
Fyrirhugað er að fella niður skilgreint svæði Félagsheimili, Valfell (Þ14), úr þjónustustofnun í landbúnaðarlandi og gefinn er kostur á fastri búsetu á svæðinu. Stefnt er á stofnun lögbýlis og vera með dúnhreinsun á svæðinu. Valfell er undir 3ha að stærð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu, breytingin samræmist meginstefnu aðalskipulagsins.
Fyrirhugað er að fella niður skilgreint svæði Félagsheimili, Valfell (Þ14), úr þjónustustofnun í landbúnaðarlandi og gefinn er kostur á fastri búsetu á svæðinu. Stefnt er á stofnun lögbýlis og vera með dúnhreinsun á svæðinu. Valfell er undir 3ha að stærð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu, breytingin samræmist meginstefnu aðalskipulagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja, fyrir sitt leyti, framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Tillagan tekur til breyttrar landnotkunar þar sem felld er út skilgreining á þjónustusvæði við Valfell. Ekki er um að ræða verulega breytingu á landnotkun og er breytingin ekki líkleg til þess að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stórt svæði. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan tekur til breyttrar landnotkunar þar sem felld er út skilgreining á þjónustusvæði við Valfell. Ekki er um að ræða verulega breytingu á landnotkun og er breytingin ekki líkleg til þess að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stórt svæði. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Orri Jónsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
=== 3.Yfirfærsla Borgarbrautar - Endurnýjun á fráveitulögnum og yfirlagi í Borgarbraut ===
2012038
Lögð fram umsókn frá umhverfis- og framkvæmdadeildar Borgarbyggðar fyrir hönd Borgarbyggðar, Vegagerðarinnar, Veitna og RARIK, dags. 7. júní 2022 um framkvæmdaleyfi fyrir endurbótum og lagnagerð í 1. áfanga Borgarbrautar (531). Svæðið nær frá gatnamótum við Egilsgötu og upp fyrir brunna RB08/SB08 við Borgarbraut. Áætluð verklok fyrsta áfanga eru 1. október 2022.
Lögð eru fram útboðs- og verklýsing Vg2022-033 og uppdrættir dags. mars 2022.
Lögð eru fram útboðs- og verklýsing Vg2022-033 og uppdrættir dags. mars 2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis til umhverfis- og framkvæmdadeildar Borgarbyggðar vegna endurbóta og lagnagerða í 1. áfanga Borgarbrautar (531) með vísan til framlagðra gagna.
Orri Jónsson kom inn á fund eftir afgreiðslu dagskráliðs.
=== 4.Holtavörðuheiðarlína 1,Matsáætlun,ósk um umsögn. ===
2205062
Lögð er fram matsáætlun Landsnets um Holtavörðuheiðarlínu 1 dags. 28. apríl 2022.
Landsnet vinnur að og hefur áform um endurnýjun byggðalínunnar og er Holtavörðuheiðarlína 1 mikilvægur hluti þeirrar uppbyggingar. Holtavörðuheiðarlína 1 er matsskyld framkvæmd samkvæmt liðum 2.02 og 10.15 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Landsnet vinnur að og hefur áform um endurnýjun byggðalínunnar og er Holtavörðuheiðarlína 1 mikilvægur hluti þeirrar uppbyggingar. Holtavörðuheiðarlína 1 er matsskyld framkvæmd samkvæmt liðum 2.02 og 10.15 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að veita umsögn um framlagða matsáætlun í samræmi við umræðu á fundinum.
=== 5.Smoties - Rannsóknarverkefni - Þéttbýlisgreining ===
2105052
Íslenski hópurinn kynnir fyrir nýrri nefnd verkefnið Human cities / Smoties.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir kynninguna á verkefninu.
Fundi slitið - kl. 11:00.