Skagafjörður
Fræðslunefnd
= Fræðslunefnd =
Dagskrá
Bryndís Lilja Hallsdóttir nýráðinn sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn.
Hrund Pétursdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Hrund Pétursdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
=== 1.Reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar ===
2304146
Reglur þessar eru lagðar fram að nýju í tengslum við útboð á skólaakstri sem nú er í gangi. Efnislegar breytingar eru engar en texti uppfærður með tilliti til m.a. vísana í eldra útboð.
Nefndin samþykkir reglurnar.
Nefndin samþykkir reglurnar.
=== 2.Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi ===
2304147
Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði lagðar fram. Sú breyting er gerð að í stað þess að skólahverfi Árskóla sé skilgreint frá Birkihlíð er það nú skilgreint frá Gili. Er það gert til samræmis við önnur ákvæði um skil skólahverfa.
Nefndin samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir.
Nefndin samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir.
=== 3.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu) ===
2304138
Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna. Breytingarnar ná einkum til laga um skólahald sem og íþróttalaga og æskulýðslaga.
=== 4.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustu ===
2304139
Lagt fram til kynningar frumvarp um lög um mennta- og skólaþjónustu. Frumvarpið snýr að nýrri stofnun sem stofnuð verður á grunni Menntamálastofnunar.
=== 5.Öryggismyndavélar ===
2209351
Farið yfir drög að reglum um öryggismyndavélar, kostnað við uppsetningu þeirra og stöðu hvað varðar kaup á búnaði og uppsetningu.
Nefndin felur starfsfólki fjölskyldusviðs að vinna áfram að málinu.
Nefndin felur starfsfólki fjölskyldusviðs að vinna áfram að málinu.
Fundi slitið - kl. 16:45.