Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 634. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Leikskólagjöld í verkfalli starfsmanna Kjalar ===
2305242
Fyrirsjáanlegt er að boðuð vinnustöðvun meðal félagsmanna Kjalar stéttarfélags hjá leikskólum Borgarbyggðar kann að leiða til skerðingar á opnunartíma. Lagt fyrir byggðarráð að ákveða fyrirkomulag leikskólagjalda komi til skerðingar á starfsemi.
=== 2.Starfshópur um þróun á Varmalandi ===
2305226
Framlögð tillaga um skipan starfshóps um að skilgreina, þróa og kynna tækifæri til uppbyggingar á Varmalandi.
Byggðarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur til greina og þróa tækifæri til uppbyggingar á Varmalandi. Sveitarstjóra falið að útbúa erindisbréf og kynna fyrir byggðarráði. Stefnt er að skipan i starfshópinn verði lokið fyrir lok júní.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 3.Menntaskóli Borgarfjarðar og þróun framhaldsnáms á Íslandi ===
2304271
Staða Menntaskóla Borgarfjarðar í lok skólaárs. Nemendum hefur fjölgað og skólinn styrkst. Umræður um framtíðartækifæri og áskoranir skólans. Til fundarins kemur Bragi Þór Svavarsson skólameistari MB.
Veruleg fjölgun nemenda er fyrirsjáanleg í Menntaskóla Borgarfjarðar. Umsóknir koma víða að, af Vesturlandi og af landsvísu, og fjölgun næsta árs verður að stærri hluta vegna nemenda sem búa annars staðar en í Borgarbyggð. Samsetning íbúa er einnig að breytast og nemendum með annað móðurmál en íslensku fjölgar ört. Þá á sér stað samtal á vettvangi framhaldsskóla um breyttar áherslur á framhaldsskólastigi og aukið samstarf á milli skóla. Sóknarfæri Menntaskóla Borgarfjarðar eru veruleg og bakland skólans er sterkt t.d. í gegnum eigendur og stjórn. Byggðarráð hvetur Menntaskóla Borgarfjarðar til þess að hafa áframhaldandi frumkvæði í þróun skólans til móts við nýjar áskoranir.
Byggðarráð lýsir vilja til að standa þétt við bak skólans í frekari þróun, svo sem í uppbyggingu nemendagarða, almenningssamgangna og framhaldsmenntunar á Vesturlandi.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð lýsir vilja til að standa þétt við bak skólans í frekari þróun, svo sem í uppbyggingu nemendagarða, almenningssamgangna og framhaldsmenntunar á Vesturlandi.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa ===
1812074
Kynning á stöðu dómsmáls gegn Borgarbyggð. Til fundarins kemur Guðjón Ármannsson lögmaður hjá Lex.
Dómsmálið kynnt fyrir byggðarráði en það verður flutt fyrir Landsrétti þann 6. júní n.k.
LBÁ kom inn á fundinn
LBÁ kom inn á fundinn
=== 5.Orkuákvæði í nýju aðalskipulagi ===
2305224
Að beiðni Thelmu Daggar Harðardóttur eru breytingar á málefnum rafveitu í nýju aðalskipulagi Borgarbyggðar teknar til umræðu. Málefnið var tekið til umræðu á 240. fundi sveitarstjórnar. Thelma fer fram á að frekari umræðu um þessar breytingar sem hún telur hvorki hafa verið kynntar nægilega í skipulags- og byggingarnefnd né í sveitarstjórn. Kanna þurfi möguleikann á að endurskoða hina nýju viðbót við aðalskipulagið.
Þóra Júlíusdóttir verkefnastjóri skipulagsmála hjá Borgarbyggð mætti til fundarins. Fram fór góð umræða um þætti sem verið er að endurskoða sem undirbúningur við breytingu heildar aðalskipulagi og leggur áherslu á að farið verði ítarlega yfir breytingarnar í skipulag- og byggingarnefnd.
BLB vék af fundi undir þessum lið
BLB vék af fundi undir þessum lið
=== 6.Málefni Safnahúss Borgarfjarðar ===
2109182
Framlagt minnisblað Þórunnar Kjartansdóttur forstöðumanns menningarmála um fýsileika þess að flytja bókasafn Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Hjálmaklett sbr. skýrslu frá síðasta ári um framtíðarskipan Safnahúss Borgarfjarðar. Þórunn situr fundinn undir þessu dagskrárlið.
Byggðarráð þakkar Þórunni fyrir góða yfirferð og samantekt. Ákveðið er að hefja vinnu við uppfærslu safnaáætlunar Borgarbyggðar og að þau verði lögð fyrir Byggðarráð í kjölfarið.
=== 7.Yfirfærsla Borgarbrautar - Endurnýjun á fráveitulögnum og yfirlagi í Borgarbraut ===
2012038
Framkvæmdir við seinni hluta endurnýjunar á fráveitulögnum og yfirlagi við Borgarbraut hefjast brátt. Farið verður yfir samskiptaáætlun við íbúa og aðra vegfarendur vegna framkvæmdanna. María Neves samskiptastjóri Borgarbyggðar mætir til fundarins.
Framlögð samskiptaáætlun sveitarfélagsins vegna verklegra framkvæmdar við Borgarbraut.
=== 8.Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli ===
2305202
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 100/2023 - Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli.
Framlagt.
=== 9.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál.
Framlagt.
=== 10.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlögð fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 17. maí 2023.
Fundargerð framlögð.
=== 11.Ystutungugirðing- endurnýjun ===
2302040
Afgreiðsla frá 52. fundi fjallskilanefndar Brekku - og Svignaskarðsréttar varðandi endurnýjun Ystutungugirðingar: "Farið var yfir þær kostnaðar tölur sem borist höfðu varðandi endurnýjun og endurbætur á Ystutungugirðingu Nefndin óskar eftir því við byggðaráð að fá heimild til þess að fara í þessa framkvæmd en heildar kostnaður er áætlaður ca 15 milljónir þar af ca 1 milljón í endurbætur á kaflanum frá Tandraseli að Jafnaskarði (nýgirðing) Reiknað er með að greiðsla frá Skógrækt ríkisins og jarðareigendum komi þessari heildar upphæð til frádráttar."
Byggðarráð samþykkir erindi fjallskilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 11:15.
Samþykkt samhljóða.