Fjarðabyggð
Fræðslunefnd - 126
**1. 2210143 - Samskiptastefna 2022-2026**
|Drögum að samskipta- og vefstefnu Fjarðabyggðar ásamt stefnu um innri samskipti var vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar fagnefnda. Fræðslunefnd óskar eftir umsögn skólastjórnenda. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.|
[Stefna innri samskipti_FJB 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=tO2v9MTukaLdov18CzYDQ&meetingid=eoYgBX68p0uEH1rnaSJRdg1
&filename=Stefna innri samskipti_FJB 2023.pdf)
[Vefstefna Fjarðabyggðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=UVBEP2JW8UGudtFdG4TS_w&meetingid=eoYgBX68p0uEH1rnaSJRdg1
&filename=Vefstefna Fjarðabyggðar.pdf)
[Samskiptastefna Fjarðabyggðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=txEQeaxhy0eJY72_tG2tNg&meetingid=eoYgBX68p0uEH1rnaSJRdg1
&filename=Samskiptastefna Fjarðabyggðar.pdf)
**2. 2302067 - Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð**
|Farið var yfir kynningu Fjarðabyggðar sem kynnt var fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og barnamálaráðuneytinu og fulltrúum sveitarfélaga á Austurlandi 24. maí. Um er að ræða sjálfsmatstæki sem ætlað er til að auðvelda ákvarðanatöku í úthlutun fjármagns til grunnskóla. Lagt fram til kynningar. |
**3. 2305272 - Fagháskólanám í leikskólafræði**
|Farið var yfir kynningu fulltrúa Háskólans á Akureyri, HA, á fagháskólanámi í leikskólafræði sem verður hluti af námsframboði HA og HÍ næsta skólaár. Fræðslunefnd þakkar kynninguna og fagnar því að slíkt nám sé í boði fyrir starfsfólk leikskóla.|
**4. 2305048 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024**
|Farið yfir drög að áætlun og skoðaðar leiðir til hagræðingar. Frekari umræðu frestað til næsta fundar nefndarinnar 14. júní næstkomandi.|