Fjarðabyggð
Bæjarráð - 801
**1. 2301116 - Erindisbréf ungmennaráðs**
|Framlögð tillaga að breytingu á 5. gr. erindisbréfs ungmennaráðs um skipan þess ásamt uppfærslu á 8. gr. sem er til samræmis því að fundargerð fái staðfestingu bæjarstjórnar.|
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
**2. 2305140 - Fyrirspurn um húsnæðisuppbyggingu á Stöðvarfirði.**
|Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um svar við erindi íbúasamtaka Stöðvarfjarðar og Sterks Stöðvarfjarðar. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að svari. |
**3. 2305149 - Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli**
|Framlögð drög að umsögn vegna draga að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli. Bæjarritari falið að rita drög að umsögn í samráði við fulltrúa í bæjarráði og senda inn fyrir 31.5.23|
**4. 2305168 - Til umsagnar 497. frumvarp til laga um breytingu á kosningalögummál (kosningaaldur)**
|Fram lagt til kynningar 497. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis um breytingu á kosningalögum (kosningaaldur). Vísað til kynningar í ungmennaráði.|
**5. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023**
|Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.|
**7. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði**
|Farið var yfir málefni Græns orkugarðs á Reyðarfirði.|