Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 13. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Urriðaárland Brókarstígur 14 L177301_Deiliskipulagsbreyting ===
2304048
Á 10. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, þann 19. apríl 2023 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Urriðaá, frístundabyggð frá árinu 2000 m.s.br.
Breytingin tekur einungis til lóðarinnar Brókarstígur 14 (lnr. 177301) og felur í sér að hámarks salarhæð er hækkuð upp í 5,45m úr 4,80m og er byggingin staðsett í lág austan við klett á lóðinni. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags óbreyttir.
Kynnt var frá 19. apríl til og með 18. maí 2023 fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
Breytingin tekur einungis til lóðarinnar Brókarstígur 14 (lnr. 177301) og felur í sér að hámarks salarhæð er hækkuð upp í 5,45m úr 4,80m og er byggingin staðsett í lág austan við klett á lóðinni. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags óbreyttir.
Kynnt var frá 19. apríl til og með 18. maí 2023 fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
=== 2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Jarðlangsst.l.v/Byrgi - Flokkur 2, ===
2305063
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir fyrir stækkun á núverandi veiðihúsi, með viðbyggingu á tveimur hæðum og fjölga þannig gestaherbergjum, alls 226.9fm L177317. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir landeigendum Jarðlangsstaða L135058.
Skipulagsfulltrúi samþykkir grenndarkynningu á byggingarleyfisumsókn.
Skipulagsfulltrúi beinir því til landeigendenda á Jarðlangsstaðaland Byrgi að óska eftir að landnotkun verði skilgreind verslun og þjónusta í endurskoðun aðalskipulags.
Skipulagsfulltrúi samþykkir grenndarkynningu á byggingarleyfisumsókn.
Skipulagsfulltrúi beinir því til landeigendenda á Jarðlangsstaðaland Byrgi að óska eftir að landnotkun verði skilgreind verslun og þjónusta í endurskoðun aðalskipulags.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.