Vopnafjarðarhreppur
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 9
== Fundur nr. 9 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
HH
Höskuldur HaraldssonNefndarmaður
SK
Sandra KonráðsdóttirNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
AKÁ
Agnar Karl ÁrnasonNefndarmaður
SJ
Sigurður JónssonSkipulags- og byggingarfulltrúi
SES
Sara Elísabet SvansdóttirSveitarstjóri
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 10.5 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.
Lagt fram til kynningar minnisblað um fjölgun íbúða í íbúðahverfum í Vopnafjarðarkauptúni. Gunnar Ágústsson, skipulagsráðgafi kom inn á fund í gegnum fjarfundarbúnað og greindi frá minnisblaðinu.
Fyrir liggur umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna veiðihúss við Hofsá og ósk um heimild til að vinna deiliskipulag.
Umhverfis – og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 – 2026 sem geri ráð fyrir fyrirhuguðu veiðihúsi við Hofsá og efnisnámum vegna framkvæmdanna verði bætt inn á skipulag. Jafnframt leggur ráðið til við sveitarstjórn að heimila framkvæmdaaðila að vinna deiliskipulag fyrir svæðið.
Tillagan er borin til upp samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar á Hauksstöðum.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila útgáfu byggingarleyfis og samþykkir jafnframt með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um stöðuleyfi fyrir gám við Háholt 3 ásamt teikningu af staðsetningu við húsið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila útgáfu stöðuleyfis til eins árs.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Minnisblað frá Yrki arkitektum um stöðu verkefna, dagsett 23.4 lagt fram til kynningar.
Drög að uppfærðri jafnréttisáætlun Vopnafjarðarhrepps lögð fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:47.